Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Sendiráðin

Utanríkisráðuneytið hefur nú selt sendiherrabústaðinn í New York fyrir 4,45 milljónir bandaríkjadala eða sem svarar til nálægt 550 milljóna króna. Á í staðinn að leigja sendiherrabústað í borginni og er gert ráð fyrir að kostnaður vegna þess verði 27 milljónir króna á næsta ári.

Það ætti að selja alla sendiherrabústaði erlendis og leggja sendiráðin niður.  Eins og samskiptatækin er orðin í dag eru sendiráð óþörf.  Allt sem nú fer fram í okkar sendiráðum erlendis er auðvelt að sinna héðan að heiman.


mbl.is Sendiherrabústaður seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin

Jarmandi kindahjörð í lopapeysum, syngjandi María, ofbeldisfullur konungur í djasssveiflu og geislandi englakór var meðal þess sem bar fyrir augu í Korpuskóla í morgun en þá sýndu sýndu nemendur í 1., 6. og 7. bekk helgileikinn Bjartasta stjarnan.

Ekki skil ég hvað á að vera jólalegt við jarmandi kindur í lopapeysum og ofbeldisfullar konur.  En örugglega finnst mörgum þetta vera mjög hátíðlegt.


mbl.is Lömb í lopapeysum og Jesúbarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Nú eru góð ráð dýr,

ríkisstjórnin gæti fallið.

Guð forði okkur,

frá því.

(Stjórnarandstaðan)


Lengi að svara

Það tók sjávarútvegsráðuneytið rúmlega ellefu mánuði að svara fyrirspurnarbréfi umboðsmanns Alþingis um byggðakvóta frá því að svarfrestur rann út.

Þetta er bara lítið sýnishorn af íslenskri stjórnsýslu.  Það virðist vera að flest ráðuneyti viti ekki hvaða hlutverki Umboðsmaður Alþingis gerir eða á að gera.


mbl.is Var 11 mánuði að svara umboðsmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska

Aðildarríki Evrópusambandsins hyggjast bjóða alls 7,2 milljarða evra á næstu þremur árum í alþjóðlegan sjóð sem á að nota til að hjálpa fátækum þróunarlöndum að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga í heiminum.

Þetta er einungis gert til að iðnríkin geti haldið áfram að losa hættulegan úrgang út í andrúmsloftið og geta síðan kennt þróunarlöndunum um það sem illa fer.  Því þessi aðstoð er ekki ætluð til að aðstoða þróunarlöndin við að takmarka losun úrgangs, heldur á hún að vera til að aðstoða þau við að glíma við afleiðingar loftlagsbreytinga en ekki taka þátt í að minnka þær.


mbl.is Bjóða 7,2 milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafmeyjan

Haraldur Sturlaugsson á Akranesi keypti í gær styttuna Hafmeyjuna eftir Nínu Sæmundsson, sem reynt var að selja á uppboði Gallerís Foldar í fyrrakvöld. Ekki fékkst viðunandi lágmarksboð í verkið á uppboðinu og keypti Haraldur styttuna af innflytjanda hennar í dag.

Þá skortir ekki peninga sægreifana, sem hafa selt úr sínu byggðalagi allar aflaheimildir og lifa nú á vöxtum af kvótagróða sínum.  Það mun engin stytta bæta það tjón sem Haraldur olli á sínum tíma, þegar hann svipti marga á Akranesi sínu lífsviðurværi með sölunni á nær öllum aflaheimildum á Akranesi og stakk peningunum í eigin vasa.


mbl.is Hafmeyjan komin á Akranes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguáætlun

Fyrirhugað er að leggja fram á Alþingi fljótlega eftir áramót tillögu til þingsályktunar um næstu fjögurra ára samgönguáætlun. Lokið verður við áætlunina þegar fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Þetta er lýðskrum og ekkert annað.  Þótt þessi samgönguáætlun verði samþykkt á Alþingi, verður ekkert farið eftir henni.  Það verða engar framkvæmdir í samgöngumálum á Íslandi næstu fjögur árin.  Það er margt í núverandi samgönguáætlun, sem ALDREI verður framkvæmt og mun ALDREI  verða framkvæmt.  Þess vegna er tilgangslaust að koma nú með nýja áætlun.


mbl.is Samgönguáætlun til fjögurra ára að verða tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vændi

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun að öllum líkindum krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í vændis- og mansalsmáli sem nýverið kom upp. Að sögn yfirmanns rannsóknardeildar hefur þó ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á varðhald yfir báðum konum, grunuðum í málinu, eða aðeins annarri.

Hvað er verið að gera stórmál vegna vændis.  Þetta er elsta atvinnugrein sögunnar og Íslendingar breyta því ekki.  Vændi er og verður alltaf til á Íslandi hvað sem öllum dómstólum líður.  Það er nákvæmlega sama með vændi og alla aðra þjónustu.  Að á meðan eftirspurn er fyrir hendi þá verða alltaf einhverjir til að fullnægja þeirri eftirspurn.  Svo má líka benda á að þegar Alþingi ætlaði að banna vændi á Íslandi var það óvart gert löglegt.  Þannig að í dag er vændi löglegt á Íslandi.


mbl.is Krefjast áframhaldandi varðhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnota netfang

Óþekktir tölvuþrjótar hafa komist yfir lykilorð Bryndísar Schram fyrir netfang hennar hjá yahoo.com og notað aðganginn að netfanginu til að senda beiðni um peningalán til fólks sem er á póstlista Bryndísar. 

Þótt flestir reyni margt til að bjarga sínum fjárhag nú í kreppunni, er þetta nú einum of langt gengið og þeim til skammar, sem að þessu stóðu.


mbl.is Netfang Bryndísar misnotað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólaaðstoð

Starfsmenn Landsbankans söfnuðu í vikunni fé til styrktar sameiginlegrar jólaaðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Alls söfnuðust 6 milljónir króna.

Mig undrar að bankinn sjálfur skuli ekki leggja neitt fram til viðbótar framlagi starfsmanna, en kanski á hann enga peninga.  En hann gæti auðveldlega svindlað þá út úr sínum viðskiptavinum og verið með sínu starfsfólki í að;

Þvo syndir sínar.


mbl.is Starfsmenn Landsbanka safna til góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband