Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Moldríkur prestur

Eistneskur prestur hefur dottið í lukkupottinn, en hann gekkst nýverið undir DNA-próf sem sýndi fram á að hann væri sonur einn af ríkustu mönnum landsins.

Þetta er ótrúleg heppni, en hvað ætlar presturinn síðan að gera vil alla þessa peninga.  Ef hann fylgir sannri trú sinni ætti hann að gefa þetta fé til góðgerðarmála.


mbl.is Prestur moldríkur í kjölfar DNA-prófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúnaðarupplýsingar

Hæstiréttur hefur dæmt Jafet Ólafsson til að greiða 1 milljón króna í sekt fyrir að afhenda Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni, trúnaðarupplýsingar og brotið þannig gegn þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði dæmt Jafet til að greiða 250 þúsund krónur í sekt.

Vonandi verður þessi dómur fordæmisgefandi, þegar allir spilltu bankamennirnir verða dæmdir, sem brátt kemur að.


mbl.is Sekt fyrir að afhenda trúnaðarupplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Eigum við að ræða Icesave

Hæstvirtur forseti.

(Alþingi)


Hættir og ekki hættir

Hin mjög svo ágæta poppsveit Á móti sól hyggst taka sér frí frá störfum um næstu áramót. Mun fríið standa fram á næsta sumar, a.m.k. Þetta staðfestir Heimir Eyvindarson, hinn geðþekki hljómborðsleikari sveitarinnar.

Nér virðist að flestar íslenskar hljómsveitir, sem tilkynna að þær séu hættar koma alltaf fram aftur.  Eftir mislangan tíma, það eru að spila í dag hljómsveitir, sem hættu fyrir 10-20 árum.


mbl.is Á móti sól að hætta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiturgufur

Að sögn Ófeigs Þorgeirssonar, yfirlæknis á slysa- og bráðadeild Landspítalans var mönnum mjög brugðið í morgun þegar fólk tók að streyma inn á slysadeild eftir eiturefnalekann í Þvottahúsi Ríkisspítalanna. Fólkinu verður undir eftirliti fram eftir degi og jafnvel í sólarhring.

Þarna fór betur en á horfðist, því margir hefðu geta látið lífið af þessum eiturgufum, en sem betur fer sluppu allir í bili.  Því eftirköst af svona eitrun geta komið mjög harkalega.


mbl.is Var mjög brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensan

Mikið hefur dregið úr inflúensunni. Í síðustu viku greindist samtals 101 einstaklingur með inflúensulík einkenni samkvæmt skráningu heilbrigðisþjónustunnar. Tilfellum fækkaði bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.Frá 29. júní – 6. desember höfðu greinst 9733 einstaklingar með inflúensulík einkenni, þar af voru 4453 karlar og 5280 konur.

Þá minnka mínar líkur á að fá þessa flensu, sem ég var að vonast til að ég fengi svo slæma að ég dræpist úr henni.  Ég segi nú bara eins og Pétur Jóhann í Fangavaktinni;

Já ég tel mig greindan, alla veganna núna.


mbl.is Tæplega 10 þúsund greindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandair

Alls ferðuðust 106 þúsund farþegar með Icelandair í nóvember sem er 5% aukning frá sama mánuði í fyrra er farþegarnir voru 101 þúsund talsins. Hins vegar fækkaði farþegum um 11% fyrstu 11 mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.

Það er þó eitt lítið ljós í öllu myrkrinu og Icelandair virðist vera að gera góða hluti.  En ætli Íslendingar séu ekki frekar fáir í þessari aukningu á farþegum.  Einu Íslendingarnir, sem nú geta nýtt sér þjónustu Icelandair eru embættismenn og aðrir, sem ekki þurfa að greiða fyrir flugfarið sjálfir.  Það dapurlega við Icelandair er það að flestir eigendur félagsins eru farnir á hausinn og á íslenska ríkið nú ráðandi hlut í þessu félagi.


mbl.is Farþegum fjölgar hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæg vaxtalækkun

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist fagna lækkun vaxta en honum sýnist lækkunin vera á hálfri ferð og að hann hefði viljað sjá enn frekari lækkun. Hann segist eiga von á verulegri vaxtalækkun á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands í janúar.

Seðlabankinn lækkar stýrivexti með hraða snigilsins og með sama áframhaldi gætu vextir hér á landi verið orðnir eðlilegir um 2050.  En þá verða flest fyrirtæki farin á hausinn svo vaxtalækkunin mun engu skila.


mbl.is Vilhjálmur átti von á meiri lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stenst ekki lög

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að gjaldskrárhækkun Lyfjastofnunar í janúar árið 2008 hafi ekki verið í samræmi við lyfjalög.

Hvað gerir Lyfjastofnun nú, sennilega kemst hún að þeirri niðurstöðu að úr því sem komið er sé allt í lagi að brjóta lög og heldur sínum verðum óbreyttum.


mbl.is Gjaldskrárhækkun ekki í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðað hús selt

Fjögur tilboð bárust í Gamla barnaskólann að Kópnesbraut á Hólmavík en hann var auglýstur til sölu í haust. Gamli skólinn var byggður árið 1913 og er eina friðaða húsið á Hólmavík, en er mjög farinn að láta á sjá.

Það er ekki nægjanlegt að kaupa hús, sem er friðað fyrir lítinn pening.  því fylgja miklar skyldur, sem eru að koma ytra útliti hússins í upprunalegt horf og á myndinni af húsinu mun það verða talsvert verk og dýrt.   En innan dyra má húseigandinn gera það sem hann vill, ef hann á þá nokkra peninga eftir.


mbl.is Fjórir buðu í friðað hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband