Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Erlendir aðilar með veð í stórum hluta kvótans

Það var athyglisvert viðtal í Kastljósi í gær, þar sem rætt var við Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims hf.  En í lok árs 2008 gerðu eigendur Brims tilraun til að færa eignarhald á þremur togurum Brims í nýtt félag.  Söluverð hvers skips var undarlega lágt miðað við allan þann kvóta sem þessi skip hafa.  Þetta útskýrði Guðmundur með því að aðeins væri um að ræða skipin sjálf en ekki kvótann.  Síðar í viðtalinu sagði Guðmundur þó að alltaf væru fiskiskip seld sér en bætti síðan við að kvótinn fylgdi að sjálfsögðu hverju skipi en væri ekki verðlagður sér.  Þessi gjörningur var háður samþykki veðhafa eins og alltaf er við sölu skipa og kaupandi á að yfirtaka einhver lán.  Þessi lán höfðu verið tekin hjá Glitnir og þegar leitað var eftir samþykki þeirra, kom í ljós að Glitnir átti ekki lengur þessi skuldabréf.  Þau höfðu ásamt mörgum öðrum verið seld til Seðlabanka Evrópu.  þar með féll niður þessi áform um að selja skipin og eru nú í eigu Brims hf.  Það munu fleiri stór fyrirtæki í sjávarútvegi vera í sömu sporum og Brim hf.  Nú hefur Seðlabanki Evrópu í hendi sér hvað verður um þessi skuldabréf.  Bankinn gæti hugsanlega selt þau öðrum eða gengið að veðinu og hirt þessa togara og miðað við orð Guðmundar fylgir aflakvóti alltaf hverju skipi.  Það eru að vísu í lögum á Íslandi að erlendir aðilar geti ekki átt aflakvóta hér við land.  En spurningin er hvort þau lög haldi, ef Seðlabanki Evrópu verður orðin stærsti kvótaeigandi á Íslandi, því eins og áður sagði eru mörg stór fyrirtæki í sjávarútvegi búinn að missa sínar skuldir til erlendra aðila.  Aðeins einu sjávarútvegsfyrirtæki hefur tekist að færa eignir úr gjaldþrota fyrirtæki yfir í nýtt.  En það gerðu eigendur fyrirtækisins Soffanías Cesilsson hf. í Grundarfirði.  Þar var stofnað nýtt félag sem eignaðist öll fiskiskipin og allar aflaheimildir en skuldirnar ásamt einum hluthafa var skilið eftir í gamla fyrirtækinu og þetta var gert með samþykki viðskiptabanka þessa félags.  En það mál er nú fyrir dómstólum og óvíst hvernig það fer að lokum.  Það verður því ekki svokölluð fyrningarleið, sem mun færa allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum í hendur réttra eigenda.  Heldur mun Seðlabanki Evrópu sjá til þess.

Það eru komnir alvarlegir brestir í núverandi kerfi og LÍÚ þegir, sem aldrei fyrr.


Margir um spillinguna

Félag í eigu Bjarna Ármannssonar lýsir tæplega 130 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Það munað ekki um það aðeins 130 milljónir frá einum þingmanni.  Bjarni Benediktsson mun vera flæktur í mikið fjármálahneyksli í Dhabai, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hennar maður voru svo heppinn að fá allar sínar skuldir vegna hlutabréfakaupa, felld niður og rétt sluppu fyrir horn, en aumingja Bjarni Benediktsson situr í súpunni og þykist ekkert vita og er hissa á að hans nafn skuli dregið inn í þessa umræðu um hneykslið í Dahbai, þótt til séu skjöl með hans undirskrift sem sýna að hann tók fullan þátt í þessari tilraun til að verða ríkur.  En því miður fór þetta allt til fjandans og ágóðinn varð enginn. 

Sjálfstæðisflokkurinn logar stafa á milli af spillingu og óheiðarleika.


mbl.is Bjarni vill 130 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Þessu Icesave-máli var stolið frá,

Sjálfstæðisflokknum, Þetta er okkar,

eign og engra annarra.

(Bjarni Benediktsson)


Í haldi í Rússlandi

Færeyska togaranum Skálabergi hefur verið haldið í Múrmansk í tæpar þrjár vikur vegna meintra ólöglegra veiða í Barentshafi en ekki er enn ljóst hvenær rússneskur dómstóll tekur málið fyrir.

Það er ekkert grín að lenda í rússnesku strandgæslunni og löng bið getur orðið þar til rússneskur dómstóll tekur málið fyrir. 

Þessi togari á sennilega eftir að liggja í Múrmansk lengi.


mbl.is Togara haldið í Múrmansk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innistæður

Ríkisstjórnin lýsir því yfir að yfirlýsing frá 3. febrúar sl. um að allar innstæður í innlendum bönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar, er enn í fullu gildi.

Hvaða þörf er á þessari yfirlýsingu


mbl.is Innistæður tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt ál

Aðeins má nota ál frá Íslandi í framkvæmdum, sem standa yfir í borgarhverfinu Masdar í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ástæðan er sú, að íslenska álið framleitt með raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum en Masdar á að verða algerlega umhverfisvæn og laus við losun gróðurhúsalofttegunda.

Þetta er rothögg á þá sem eru að berjast á móti álverum á Íslandi.  En sennilegasta skýringin er þó samt sú að fáar þjóðir vilja selja þessu ríki eitt né neitt, vegna þess að þetta Masdar-ævintýri er gjaldþrota og því mun álið sem fer frá Íslandi þangað aldrei verða greitt.


mbl.is Aðeins ál frá Íslandi í Masdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr framkvæmdastjóri

Borgarahreyfingin hefur ráðið Tryggva Haraldsson, 28 ára stjórnmálafræðing sem framkvæmdastjóra. Tryggvi verður þar með fyrsti formlegi starfsmaður Borgarahreyfingarinnar. Borgarahreyfingin fékk fjóra menn kjörna á þing í síðustu alþingiskosningum en þeir hafa allir yfirgefið Borgarahreyfinguna. Þrír þeirra eru nú þingmenn Hreyfingarinnar en einn er utan flokka.

Þetta virðist vera eftirsótt starf, þar sem umsækjendur voru 9, en verst er þó að allir þeir 4 þingmenn, sem Borgarahreyfingarinnar, hafa yfirgefið flokkinn. 3 eru í Hreyfingunni og einn er utan flokka.  Þetta mun þýða það að þótt Borgarahreyfingin bjóði fram aftur mun fólk ekki treysta því að ef flokkurinn nær manni á þing, hvort hann muni starfa þar fyrir þá sem kjósa þessa Borgarahreyfingu.


mbl.is Ráðinn framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Forystumenn stjórnarflokkanna telja að það eigi ekki að þurfa að taka langan tíma að ljúka umræðu í fjárlaganefnd um Icesave-málið. Nefndin hefur nú fengið málið aftur til skoðunar.

Þetta er óshyggja, því auðvitað mun fjárlaganefnd kalla á sinn fund alla þá sérfræðinga og álitsgjafa, sem komu fyrir nefndina eftir fyrstu umræðu og hlusta á sömu upplýsingarnar aftur og aftur. Því þessir sem áður voru kallaðir fyrir fjárlaganefnd, munu ekki hafa neitt nýtt að segja.  Síðan verður málið afgreitt í ágreiningi frá nefndinni.  Þá fyrst hefst þriðja umræðan á Alþingi og þar sem 106 ræður voru fluttar við aðra umræðu verður að toppa það með enn fleiri ræðum svona 300-400 ræður um ekki neitt, sem máli skiptir.  Þá verður komið vor og þingmenn fara í sumarfrí.  Þannig að þessu máli lýkur í fyrsta lagi 2010.


mbl.is Engin lokadagsetning í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræna

Ferjan Norræna, sem siglir reglulega milli Færeyja, Íslands og Danmerkur, hefur nú fengið nýtt hlutverk um tíma en hún er notuð sem hótelskip í Kaupmannahöfn þar sem umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur yfir.

Auðvitað eru öll hótel í Kaupmannahöfn yfirfull á meðan þessi ráðstefna stendur yfir og þá kemur Norræna sér vel.  Það er einn smá galli á þessari ráðstefnu, en hann er sá að þessi ráðstefna mun engu skila, nema nokkur þúsund tonnum af pappír, sem aldrei verða skoðaðir frekar.


mbl.is Norræna notuð sem hótelskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryrkjar

Á síðustu 10 árum hefur einstaklingum sem ekki taka þátt á vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu fjölgað mikið. Fjöldi örorkulífeyrisþega er um 15.000 og hefur fjölgað um ríflega 6.000 manns á síðustu 10 árum. Kostnaður samfélagsins vegna þessa nemur tugum milljarða króna á ári.

Þetta er auðvitað alltof mikið og nú verður með öllum ráðum að fækka öryrkjum.  Það mætti spara mikla peninga ef öryrkjar fengjust til að hætta að vera öryrkjar og yrðu heilbrigðir á ný. Ef skipulega yrðu skotnir 1500 öryrkjar á ári tæki það ekki nema 10 ár að útrýma þessu vandamáli.  Eina hættan við slíka aðgerð er sú að þeir sem væru í aftökusveitunum yrðu svo taugaveiklaðir að þeir yrðu öryrkjar.  Það væri líka hægt að einkavæða örorkuna og þá gæti hver öryrki selt sína örorku og fengið í staðinn heilbrigt líf.


mbl.is Um 15 þúsund öryrkjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband