Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Tunglferðir

Tvö dagblöð í Bangladess hafa beðist afsökunar á því að hafa birt frétt sem birtist upphaflega á bandarískum háðsádeiluvef. Þar var fullyrt, að tunglferðirnar hafi verið sviðsettar.

Er það ekki bar hið rétta í málinu að þetta hafi verið sviðsett, þótt enginn þori að kannast við það.


mbl.is Báðust afsökunar á fréttaklúðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita seðlabanka Zimbabve 500 milljón Bandaríkjadollara lán til að styrkja gjaldeyrisforða landsins. Verður það í fyrsta skipti í áratug sem landið fær lán frá sjóðnum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Þeir gera betur við Zimbabve en Ísland hjá AGS og þetta segir hvaða álit þeir hafa á Íslandi.


mbl.is AGS veitir Zimbabve lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að þorskkvótinn í vesturhluta Eystrasalts verði aukinn um níu prósent á næsta ári og um 15 prósent í austurhlutanum.

Ég man ekki betur en fiskifræðingar hafi álitið að þorskstofninn í Eystrasalti væri hruninn vegna ofveiði.  Það eru einkum Pólverjar sem hafa veitt talsvert umfram sína kvóta. Það sama á við um Ermasund en þar var þorskastofninn talinn hruninn en er nú allur að koma til og stækka.

Það er talsvert skrýtið að samkvæmt fiskveiðistefnu ESB má ekki koma með í land fisk sem veiddur er umfram kvóta, heldur er skylda til að henda slíkum afla í hafið aftur.


mbl.is Mega veiða meira af þorski en minna af síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkur til Frjálslyndra

Máli vegna styrkja, sem Reykjavíkurborg hefur greitt til F-listans hefur verið vísað til innri endurskoðunar borgarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins og er vísað til tilkynningar, sem flokkurinn hefur fengið frá Reykjavíkurborg.

Ég held að það hljóti að liggja nokkuð ljóst fyrir að þessi frægi styrkur var vegna framboðs Ólafs F. Magnússon í síðustu borgarstjórnarkosningum.  Enda væri fáránlegt ef Reykjavíkurborg væri að greiða flokkum styrki af öðrum ástæðum, eins og Alþingiskosningum.  En því hefur Frjálslyndi flokkurinn haldið fram og telur sig eiga að fá þessa peninga.


mbl.is Máli vegna styrkja vísað til innri endurskoðununar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupsamningar

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 28. ágúst til og með 2. september 2009 var 34. Þar af voru 24 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.489 milljónir króna og meðalupphæð á samning 43,8 milljónir króna.

Þetta sýnir vel hve slæmt er ástandið á fasteignamarkaðnum og til viðbótar eru margir svokallaðir makaskiptasamningar.  Þar sem kaupandi lætur íbúð sem greiðslu fyrir aðra íbúð.  Þess vegna verður örugglega mörg ár þar til allar þær íbúðir sem búið er að byggja, verði seldar.


mbl.is 34 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Alls hafa 12 innbrot verið tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá kl. sjö í morgun. Í nótt var brotist inn í Lágafellskóla og tölva tekin ófrjálsri hendi.

Þátt lögreglan hafi handtekið erlent þjófagengi fyrir nokkru síða er ekkert lát á innbrotunum.  Enda ekkert skrýtið því þegar lögreglan handtekur einhvern innbrotsþjóf, þá er hönum yfirleitt sleppt aftur eftir skýrslutöku.


mbl.is Mörg innbrot á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsfólk óttast uppsagnir

Hvers vegna er alltaf þessi óvissa hjá heilbrigðisstarfsmönnum.  Nú fá nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar ekki fasta ráðningasamninga.  Þetta endar með því að fólk hætti að fara í þetta nám, þegar atvinnuöryggið er svona lítið.
mbl.is Starfsfólk óttast uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Grundar dóma, hvergi hann

hallar réttu máli.

Stundar sóma, aldrei ann

örgu pretta táli.

(Jón Þorgeirsson)


Busavígsla

Nýnemar við Menntaskólann í Reykjavík voru busaðir í dag, en skv. gamalli hefð sáu togaklæddir elstu bekkingar um busavígsluna. Árni Freyr Snorrason, inspector scholae, segir vígsluna hafa gengið vel. Nýnemarnir hafi verið tolleraðir í lokin og lent sem fullgildir MR-ingar.

Alltaf finnst mér að busavígsla sé úr sér gengin hefð.  Þó að þetta hafi verið mjög hóflegt hjá MR eru alltof mörg dæmi um að þetta hafi farið úr böndunum hjá hinum ýmsu skólum og valdið sárindum sem seint gróa.


mbl.is Busarnir tolleraðir í MR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunaður maður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann sem er grunaður að hafa kveikt í Laugarásvídeói aðfararnótt sunnudags. Maðurinn var yfirheyrður í morgun og sleppt í framhaldinu. Skv. upplýsingum frá lögreglu hefur maðurinn réttarstöðu grunaðs.

Hvers vegna er mönnum alltaf sleppt þegar búið er að yfirheyra þá og þeir jafnvel búnir að játa á sig afbrot.  

Sá sem kveikti í Laugarásvídeói stofnaði einnig fjölda manns í lífshættu, sem bjó á hæðunum fyrir ofan vídeóleiguna.


mbl.is Einn með réttarstöðu grunaðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband