Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Veikur maður

Þessa stundina er verið að hífa sextugan mann af skemmtiferðaskipi um borð um björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn fékk hjartaáfall um borð í skipinu sem er út af Garðskaga.

Var örugglega reiknað út hvað þetta kostaði eins og gert var varðandi slys fyrir norðan fyrir stuttu.  En þá var talið ódýrara að leigja þyrlu en nota þyrlu Gæslunnar.  En sennilega greiðir útgerð skipsins allan kostnað og Gæslan kemur út með plús í þessu verkefni.


mbl.is Þyrla sækir veikan mann í skemmtiferðaskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárdráttur?

Lögreglumaður í Halland í Svíþjóð er grunaður um að hafa dregið að sér 50 sænskar krónur sem samsvara tæplega 900 íslenskum krónum. Saksóknaraembættið rannsakar nú málið.

Hvað ætli þessi rannsókn komi síðan til með að kosta Sænska ríkið?  Örugglega meir en 50 sænskar krónur. 

Svona smámáli myndi nú ekki vera sinnt á Íslandi.


mbl.is Rannsókn vegna meints fjárdráttar lögreglu - upphæðin 900 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sammála

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands þvertekur fyrir að töfl hafi verið í bragði þegar al-Miqrahi, Líbýumaðurinn sem afplánaði lífstíðardóm vegna Lockerbie-málsins, var látinn laus. Brown neitar því að breska stjórnin hafi þrýst á stjórnvöld í Skotlandi um að láta al-Miqrahi lausan. Það stangast á við yfirlýsingar bill Rammel, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bretlands sem hélt hinu andstæða fram í gærkvöldi.

Ræðast þeir aldrei við ráðherrarnir í stjórn Gordon Brown.

 


mbl.is Breskir ráðherrar tala tungum tveim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sankepppni

„Tilgangur alls þessa dæmalausa málatilbúnaðar er úrslitatilraun til þess að flæma Aalborg Portland frá íslenskum markaði. Öllu skal til tjaldað og í engu sparað,“ Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Aalborg Portland á Íslandi. Hann segir ásakanir forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar á Akranesi þess efnis að Aalborg Portland stundi undirboð á sementi á Íslandi, dylgjur og bull.

Oft er það nú svo að þeir sem tala mest fyrir samkeppni vilja sjálfir enga samkeppni fyrir sitt fyrirtæki.  Samkeppnin á bara að vera fyrir einhverja aðra.

 


mbl.is „Úrslitatilraun til að flæma okkur úr landi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Forsvarsmenn vefsíðunnar kjosa.is segja að með staðfestingu forsetans á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga sé ljóst að 26. grein stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur dugi ekki til. Almenningur þurfi að fá sjálfstæðan rétt til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um brýnustu hagsmunamál sín. Þröngir flokkshagsmunir þurfi að víkja.

Það var nú einmitt þetta atriði, sem væntanlegt stjórnlagaþing átti að fjalla um, þ.e. breyting á stjórnarskránni til að auðvelda þjóðaratkvæðagreiðslur.  En Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að það mál yrði afgreitt með málþófi.  Nú er aðeins hægt að breyta stjórnarskránni með því að rjúfa þing og efna til kosninga, sem síðan nýtt þing staðfestir breytingarnar.

 


mbl.is Þröngir flokkshagsmunir þurfa að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Forseti Íslands hefur staðfest lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Forsetinn segist í yfirlýsingu staðfesta lögin með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis.

Þá er forsetinn búinn að staðfesta lögin um Icesave-samningana, þrátt fyrir að honum hafi borist mikill fjöldi undirskrifta um að setja þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sitjum því uppi með þessa samninga.  Annars var ég að lesa bréf í DV frá Hollendingi, sem tapaði talsvert á Icesave og honum fannst að Bretar og Hollendingar ansi harðir við Ísland og benti á að bara nafnið á þessum innlánsreikningum hefði átt að nægja til að fólk forðaðist að leggja peninga sína þar inn.  Hann taldi að Bandaríkin bæru alla ábyrgð á þessari efnahagskreppu og því ættu Bretar og Hollendingar að rukka þá en ekki Ísland, sem bæri enga ábyrgð og væri ekki fjárhagslega sterkt land.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Það er skrýtið að menn skuli leiðast

út í glæpi, þegar það eru til svo 

margar löglegar leiðir

til að ver óheiðarlegur.

(Ókunnur höfundur)


Kennitöluflakk

Á næsta hluthafafundi Eimskipafélags Íslands, sem verður haldinn 8. september nk., verður lagt til að breyta nafni félagsins í A1988 hf. Þetta er tillaga stjórnar félagsins.

Þetta mun vera liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem í raun er gjaldþrota, en fékk samþykkta nauðasamninga.  Fyrst hét félagið Atlanta, en síðan var nafninu breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands og síðar í Eimskipafélag Íslands ehf. og um tíma hét það L1003 og nú er framtíðarnafnið fundið og það verður A1988

A1988 er glæsilegt nafn á fyrrum óskabarni þjóðarinnar.


mbl.is Nafni Eimskips verði breytt í A1988
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting á lögum

Breytingum á almennum hegningarlögum er ætlað að taka á skipulagðri glæpastarfsemi, líkt og þeirri sem talin er geta fylgt stofnun Hells Angels-félagsdeildar hér á landi. Frumvarp um slíkar breytingar var lagt fram á Alþingi í þriðja sinn undir lok júlímánaðar. Meðferð málsins var þá frestað en Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram að nýju á haustþingi.

Hefur ekki öll glæpastarfsemi verið bönnuð á Íslandi hvort sem hún er skipulögð eða ekki.


mbl.is Skipulögð brotastarfsemi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsímakerfi

Farsímanet var tekið í notkun í dag í Nauru, minnsta óháða ríki í heimi. Þar með hafa öll óháð ríki eigið farsímanet að Páfagarði undanskildum, að því er greint er frá á vefsíðu Elektronik tidningen.

Þeir taka þessu svo hátíðlega í Nauru að hér eftir verður 1. september sérstakur hátíðisdagur í ríkinu, litla


mbl.is Farsímanet í minnsta ríki í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband