Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Nýtt starfsleyfi

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Elkem Ísland ehf. sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Nýja starfsleyfið nær yfir hugsanlegar breytingar á starfsemi fyrirtækisins, eins og framleiðslu á sólarkísli. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 1. september 2025.

Þetta er hið besta mál, sérstaklega að fyrirtækið ætli sér að fara að framleiða sólarkísil.  Þar með fjölgar störfum hjá þessu fyrirtæki.


mbl.is Nýtt starfsleyfi fyrir Járnblendiverksmiðjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokaður vegur

Suðurlandsvegur verður lokaður í austurátt frá Þrengslaafleggja og að afleggjaranum að Hellisheiðarvirkjun í dag frá kl. 9 til kl. 12. Vegagerðin bendir vegfarendum á leið austur á að fara Þrengslaveg.

Hvaða framkvæmdir ætli sé verið að gera þarna?


Njósnir

Leyniskýrslur frá tímum síðari heimsstyrjaldar sem breska leyniþjónustan MI5 hefur nýlega birt sýna að Þjóðverjar óttuðust að árás flota bandamanna á meginlandið yrði gerð frá Íslandi. Þess vegna sendu þeir þrjá njósnara til Íslands en útsendarar MI5 náðu að handsama þá á Austurlandi.

Ætli James Bond, hafi verið kominn í leyniþjónustuna á þessum tíma.


mbl.is Átök njósnara á Íslandi 1944
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfi

„Kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum er samnefnari þeirra framfara sem orðið hafa í fiskveiðum og stjórnun þeirra,“ sagði dr. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands, m.a. í erindi sínu á ráðstefnu um skilvirka fiskveiðistjórnun. Hann sagði reynsluna af kvótakerfum almennt góða og að þau hefðu aukið arðbærni veiða og skilvirkni atvinnugreinarinnar.

Í hvaða hugarheimi lifir þessi prófessor.  Því fátt hefur vakið eins miklar deilur en íslenska kvótakerfið.

Handhafar veiðiheimildanna í dag eru þeir einu sem eru sáttir við núverandi kvótakerfi.  Ég tel að Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hafi gert rétt með því að ráða Guðjón Arnar Kristjánsson fv. alþm. í starf hjá sjávarútvegsráðuneytinu til að vinna með þeirri nefnd, sem á að koma með tillögur um breytt kvótakerfi sem flestir geta verið sáttir við.  Sú tilraun, sem gerð var í sumar með frjálsar strandveiðar heppnuðust vel og þeim á að halda áfram og stækka veiðipottinn verulega og eins rýmka reglur um lengd veiðiferðar.  Ég las nýlega grein eftir framkvæmdastjóra og eiganda Toppfisks í Reykjavík, sem kaupir allan sinn fisk á mörkuðum og sendir út ferskan fullunnin fisk með flugi.  Hann sagði;

"Strandveiðarnar björguðu algerlega mínu fyrirtæki í sumar."


mbl.is Almennt góð reynsla af kvótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málaferli

Skaðabótamál 27 erlendra banka og fjármálastofnana gegn Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, fjármálaráðuneytinu og SPRON verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bankarnir höfða málið til að láta reyna á hvort íslenska ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu með því að yfirtaka SPRON.

Það munaði ekki um það, bara 27 bankar í mál við íslenska ríkið.  En hvers vegna velja þeir SPRON, veit ég ekki.  En eins og kunnugt er þá hefur ríkið yfirtekið fleiri banka, þetta er sjálfsagt prófmál á það, hvor neyðarlögin sem sett voru sl. haust, haldi.  Ég tel líklegt að hver banki sé með tugi lögfræðinga á sínum vegum, bæði erlenda og íslenska.  Þannig að þetta mál skapar nokkur hundruð manns vinnu, en hvað skeður síðan ef þessir bankar vinna málið og neyðarlögin halda ekki?  Verður þá annað stórt skuldamál sem íslenska þjóðin þarf að borga til viðbótar Icesave.

Ég segi nú bara ekki meir, ekki meir.


mbl.is Mál banka gegn ríkinu tekið fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarar

Framhaldsskólakennarar voru fjölmennastir í aldurshópnum 50-59 ára eða 32,1% starfsmanna við kennslu í nóvember 2008, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Kennurum í elstu aldurshópunum hefur fjölgað en fækkað hefur í yngstu aldurshópunum. Nú er tæplega helmingur kennara við framhaldsskóla 50 ára eða eldri.

Hvað ætli valdi þessu?  Sennilega fer yngra fólkið í frekara nám og byrjar þar af leiðandi seinna að fást við kennslu.  Svo eru nú launin hjá kennarastéttinni ekkert til að hrópa húrra yfir.


mbl.is Kennurum yfir fimmtugu fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband