Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Íslensk þrjóska

Danskur háskólakennari lýsti þeirri skoðun í danska ríkisútvarpinu, að leita megi skýringa á því hvers vegna Íslendingar þrjóskist við að borga Icesave-skuldirnar til þess að Ísland var dönsk nýlenda öldum saman.

Ætla Danir nú að eigna sér hina íslensku þrjósku og þrautseigju?  Þetta er ekkert annað en öfundsýki af hálfu Dana.


mbl.is Íslensk þrjóska vegna nýlendustefnu Dana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið

Ég hef undanfarið verið að lesa bókina HRUNIÐ eftir Guðna Th. Jóhannesson, í þeirri bók kemur margt athyglisvert fram.  Sérstaklega hvað Davíð Oddsson, hafði mikil áhrif á allar gerðir ríkisstjórnarinnar og í raun stoppaði mikilvægar ákvarðanir.   árinu 2008 var Kaupþing að hugsa um að flytja höfuðstöðvar bankans til Hollands og gera upp í evrum.  Stjórnvöldum Kaupþings var ljóst að bankinn var orðinn of stór miðað við stærð efnahag Íslands og best væri að fara með bankann til annars Evrópulands, en áfram yrði rekið útibú á Íslandi. Davíð neitaði Kaupþing að gera upp sína reikninga í evrum og var því ákvörðuninni slegið á frest.  Einnig réði það úrslitum að ríkistjórn Íslands lagðist á móti slíkum flutningi bankans og var þar að horfa á öll þau störf, sem færu úr landi og hinar miklu skatttekjur, sem komu af starfi bankans á Íslandi.  Ef bankinn hefði verið fluttur úr landi hefði ríkið að sjálfsögðu misst skatttekjur frá bankanum sjálfum, en flestir starfsmenn væru áfram íslenskir ríkisborgarar og greiddu skatta sína hér á landi. Ef þetta hefðu verið gert þá hefði Kaupþing aldrei orðið gjaldþrota og Ísland ætti öflugan banka erlendis, sem kæmi sér vel nú þegar gjaldeirshömlur eru við lýði og mikil vandræði í öllum samskiptum við erlenda banka. 

Hvað varðaði Landsbanka Íslands hvatti Fjármála eftirlitið í Bretlandi, bankann til að flytja innistæður sínar á Icesave-reikningum til banka í Bretlandi, sem Landsbankinn átti þar.  En til að gera þetta mögulegt þurfti Landsbankinn að leggja inn í breska bankann sinn um 200 þúsund pund.  Þá peninga hafði Landsbankinn ekki og leitaði á náðir Seðlabanka Íslands en fékk neitun á sínu erindi.  Ef Landsbankanum hefði verið veitt aðstoð við að þessar aðgerðir væru Icesave-innistæðurnar nú á ábyrgð Tryggingasjóð Innistæðueigenda í Bretlandi en ekki á Íslandi og Ivesave væri úr sögunni hvað varðar Ísland.  En ekkert af þessu var gert vegna mistaka Íslenskra stjórnvalda.  Þannig að viðbrögð við hruninu voru mistök á mistök ofan, hjá flestum sem komu að lausn KREPPUNNAR. Það er oft sagt að það sé auðvelt að vera vitur eftir á, en það á ekki við um þessa bók, heldur er aðeins lýst öllum þeim miklu mistöku, sem gerð voru á árinu 2008. 

Í sambandi við Glitnir komst ekkert annað að en að setja þann banka á hausinn, og mun þar hafa ráðið mestu persónulegt hatur Davíðs Oddsonar á sumum hluthöfum bankans eins og Jóni Ásgeiri Jónssyni og fyrirtækjum hans.

Sá fáheyrði atburður skeði á árinu 2008 að Davíð Oddson mætti óbeðinn á ríkisstjórnarfund og heimtaði þjóðstjórn og skammaði ríkisstjórnina eins og hunda.  Var nema von að margir töldu að nú væri Davíð Oddsson kominn langt út fyrir sitt valdsvið, sem Seðlabankastjóri.  Meira að segja ofbauð mörgum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.  En Geir H. Haarde vildi ekki styggja sinn gamla bandamann og gerði því ekki neitt, sem væri Davíð á móti skapi.  Því var allt látið reka á reiðanum og ekkert gert af viti og því hrundi allt ,sem hrunið gat.


Spakmæli dagsins

Ivesave kemur ykkur ekkert við,

því við eigum það með réttu.

(Steingrímur og Jóhanna)


Maríjúana

Frumvarp um lögleyfingu og skattlagningu maríjúana í Kaliforníuríki var samþykkt almannaöryggisnefnd ríkisins í gærmorgun, þrátt fyrir viðvaranir lögreglu og saksóknara. Frumvarpið á eftir að fara fyrir heilbrigðisnefnd en stuðningsmenn þess óttast að afgreiðsla þess frestist þannig að taka leggja þurfi frumvarpið fyrir að nýju.

Þetta ættum við Íslendingar einnig að gera og fá þannig auknar tekjur í ríkissjóð.  Því hvort sem fólki líkar það vel eða illa þá verður neysla á þessu efni alltaf til staðar hér á landi.  Því ber að nýta tækifærið og ná í tekjur fyrir ríkissjóð.


mbl.is Skrefi nær skattlagningu á maríjúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsleki

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Vesturbæjarskóla fyrir átta í morgun vegna vatnsleka. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu hafði kalt vatn lekið og lá yfir fyrstu hæð skólans. Um einn og hálfan tíma tók fyrir slökkviliðsmenn að sjúga upp vatnið. Skólahald fellur niður í dag sökum lekans.

Það er með ólíkindum hvað þetta er algengt og maður fer að halda að Íslendingar kunni ekki lengur að byggja örugg hús.  Þarna hefur örugglega verið reynt að spara og notað það ódýrasta efni, sem fannst í vatnslagnir þessa skóla.


mbl.is Vatnsleki í Vesturbæjarskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk hönnun

Stuldur bandarískra framleiðenda á skegghúfu Víkur Prjónsdóttur er ekkert einsdæmi því fleiri íslenskir hönnuðir hafa orðið fyrir barðinu á erlendum hönnunarþjófum.

Þetta er ljótt að heyra og beita verður öllum ráðum til að stöðva þetta ef hægt er.  Íslensk hönnun á betra skilið en að lenda í klóm þjófa og ræningja.


mbl.is Íslensk hönnun í klóm þjófa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin

Flestir eru sammála um að þörf sé á að endurskoða Stjórnarskrána, en mikið ósamkomulag hefur verið um hvernig.

Alltaf þegar endurskoða hefur átt Stjórnarskránna, hafa menn deilt um hvernig það yrði gert og málið alltaf dagað uppi í einhverri nefnd og ekkert hefur skeð.  Nú þegar á reynir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave eru menn að vakna upp við þann vonda draum að í Stjórnarskránni er ekki neitt skýrt ákvæði um hvernig skuli fara með niðurstöður úr slíkri kosningu.  Þess vegna mun þessi þjóðaratkvæðagreiðsla engu máli skipta og vekja upp meiri deilur en átti að leysa.  Því bæði stjórn og stjórnarandstaðan munu túlka niðurstöðurnar að eigin vild.  Þegar Forsetinn tók þá ákvörðun að vísa þessu frumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu, sagðist hann gera það til að sátt næðist í þjóðfélaginu.  En nú blasir við að það mun virka öfugt og deilur verða enn meiri en áður.


mbl.is Hin endalausa endurskoðun stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samson

Forsvarsmenn Samsonar eignarhaldsfélags, sem er í gjaldþrotameðferð, geta ekki gert grein fyrir lánum eða fyrirgreiðslum fyrir meira en tvo milljarða króna til að minnsta kosti sex félaga í eigu Björgólfsfeðga á Tortóla, Kýpur og Lúxemborg, sem eru skráð í bókhaldi félagsins. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Aumingja mennirnir að vita ekki hverjum þeir voru að lána peninga á sínum tíma.  Auðvita vita þeir hverjir fengu þetta fé, en það voru þeir sjálfir, sem voru að stinga undan milljörðum áður en allt fór til andskotans í þeirra höndum.


mbl.is Óvíst hvert milljarða lán fóru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauði krossinn

„Við vitum að þetta er rétt byrjunin. [...] Þetta eru stærstu viðbrögð sem við erum að taka þátt í sem alþjóðleg hreyfing frá flóðbylgjunni [í Indlandshafi árið 2004],“ segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands, aðspurð um stöðu mála á Haítí.

Hvað á Sólveig við um að þetta sé rétt byrjunin?  Á hún von á fleiri slíkum hamförum á næstunni?

Annars á Rauði krossinn á Íslandi heiður skilin fyrir fljót viðbrögð þegar svona atburðir gerast.  Það er til fyrirmyndar.


mbl.is „Þetta er rétt byrjunin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar bíleigendur enn á ný við að geyma verðmæti í bílum sínum. Óprúttnir einstaklingar hafa verið iðnir við það að stela úr bílum að undanförnu og t.a.m var á einum sólarhring tilkynnt um fjögur innbrot í bíla í Mosfellsbæ. Úr öllum var stolið GPS staðsetningartækjum.

Það er ekki nóg að vara fólk við, heldur þarf lögreglan að breyta sínum vinnubrögðum.  Því hingað til hefur þjófum, sem lögreglan nær að handtaka verið sleppt um leið og þeir játa brot sín.  Að vísu eru öll fangelsi yfirfull, en setja mætti ökklaband á þessa þjófa svo lögreglan gæti fylgst með hvar þeir eru staddir á hverjum tíma og komið þar með í veg fyrir innbrot og þjófnað og þar með nýtt sér GPS-tækin.


mbl.is Þjófar á höttunum eftir GPS staðsetningartækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband