Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hjálparstarf

Starf íslensku hjálparsveitarinnar á Haíti heldur áfram að vekja athygli erlendra fjölmiðla. Sagt var frá starfi þeirra í aðalfréttatíma rússneska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, í fyrstu frétt, en um 300 milljónir manna horfa á þessa stöð að jafnaði.

Auðvitað vekur það heimsathygli, að lítil þjóð, sem á í miklum erfiðleikum sjálf, skuli virkilega getað unnið mikil og góð verk á Haítí.  Hjá Íslenska Rauða-krossinum var aldrei neitt hik á því, sem gera þyrfti og mun íslenska björgunarsveitin, hafa verið með þeim fyrstu á staðinn og unni þar eins og hetjur. ALDREI var verið að velt því fyrir sér hvað þetta muni kosta, Íslendingar eru þannig gerðir að þeir vita af einhverjum í nauð þá er komið til bjargar.


mbl.is Íslendingar vekja áhuga Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haítí

Benoit John og fjölskylda hans kom með Icelandair vélinni frá Haítí í morgun. Hann segist heppinn að fjölskylda hans hafi sloppið en margir nágranna þeirra hafi misst ástvini.

Þetta er hræðilegt ástand, hrunin hús og látið fólk um allar götur.  Það mun taka mörg ár að gera Haítí að því sem landið var fyrir þessa hræðilegu jarðskjálfta.  Þótt margir hafi komist lífs af, hafa flestir misst ættingja og vini.   Aþjóðasamfélgið verður að hjálpa þessu fátæka landi og sjá til þess að allir íbúar á Haítí geti lifað áfram í þessu landi og brauðfætt sig.  Það á að hjálpa íbúunum til að þeir geti hjálpað sér sjálfir.


mbl.is Erfitt að yfirgefa fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Við ætlum ekki að borga Icesave

Við verðum að borga Icesave

Icesave er bara Icesave.

(Stjórnarandstaðan)


Máttlaus kanslari

Meirihluti Þjóðverja telur að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé máttlaus leiðtogi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Þýskalandi í dag. Ríkisstjórn hennar hefur tekist á um skattalækkanir og fjárhagsstöðu ríkissjóðs.

Það er víðar en á Íslandi, sem tekist er á um efnahagsmálin.  Angela Merkel kemur frá Austur-Þýskalandi, en sameining þýsku ríkjanna varð miklu dýrari og erfiðari en Vestur-Þjóðverjum gat órað fyrir.


mbl.is Telja að Merkel sé máttlaus leiðtogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mosfellingur ársins

Embla Ágústsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2009 af bæjarblaðinu Mosfellingi í Mosfellsbæ. Embla lætur hreyfihömlun ekki hindra sig í að lifa lífinu og ná háleitum markmiðum sínum í námi og starfi, að því er fram kemur í blaðinu.

Þetta er vel valið hjá þeim í Mosfellsbæ, því þessi unga kona hefur gert ótrúlega hluti þrátt fyrir sína fötlun og tekist að ná sínum markmiðum.


mbl.is Embla Ágústsdóttir Mosfellingur ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkrinu

„Þar sem við erum í miðjum þessum aðstæðum og upplifum eymdina og sorgina á eigin skinni þá er það vissulega ljós í myrkrinu og veitir ótrúlegan kraft að finna fólk á lífi,“ segir Ólafur Loftsson, stjórnandi hjá alþjóðabjörgunarsveitinni, sem staddur er í höfuðborg Haíti.

Það er gríðarlega erfitt starf, sem íslensku björgunarsveitarmennirnir eru að vinna þarna á Haítí og björgun hvers mannslýs er visst ljós í öllu myrkrinu. 

Þessir menn eru okkar hetjur.


mbl.is Ljós í myrkrinu að finna fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ivesave

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það séu lagaleg vandkvæði á því að Icesave-lögin frá því í ágúst geti tekið gildi, jafnvel þó að Bretar og Hollendingar samþykktu fyrirvara sem Alþingis setti við lögin sem þeir hafa ekki enn gert.

Þegar Icesave-frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, munu lögin frá því í ágúst taka gildi og þegar Bretum og Hollendingum verður orðið ljóst hver staðan er munu þeir samþykkja þá fyrirvara, sem eru í þeim lögum.  Um hvaða önnur lagaleg vandkvæði Steingrímur er að tala um veit ég ekki og efast um að Steingrímur viti það sjálfur.


mbl.is Vandkvæði á gildistöku fyrri Icesave-laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrning veiðiheimilda

Nú hefur verið samþykkt í stjórn LÍÚ, að ef stjórnvöld ætla að fylgja stefnu sinni um fyrningu veiðiheimilda muni allur íslenski flotinn sigla til hafnar og hætta veiðum.  Samkvæmt stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar á að fylgja þeirri stefnu að fyrna allar veiðiheimildir á næstu 20 árum og hefur verið stofnuð nefnd til að vinna að sátt um þessa leið.  Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá öllum hagsmunasamtökum, sem málið varðar.  En sáttarhugur í LÍÚ er nú ekki meiri en svo að þeir hafa ekki mætt á fundi hjá þessari nefnd í nokkra mánuði.  Því hugmyndir LÍÚ um sátt í sjávarútvegi er sú að engu megi breyta og því sem á að breyta vill LÍÚ fá að ráða.

Þau ræddu þetta mál í Kastljósi í gær þau Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Friðrik hélt sig við hina gömlu tuggu og veifaði blöðum frá endurskoðendafyrirtækjum og fullyrti að það væri verið að setja allan íslenskan sjávarútveg á hausinn með þessum aðgerðum.  Ólína stóð sig vel að kynna þessa fyrningarleið og ef einhver hefur verið rasskeldur opinberlega þá var það Friðrik J. Arngrímsson í þessu viðtali.

Því auðvitað fer ekki eitt einasta fyrirtæki í sjávarútvegi á hausinn við þessar aðgerðir.  Það munu öll íslensk fiskiskip fá að veiða svipað magn og áður.  En hinsvegar þarf útgerðin að leigja veiðiheimildir af ríkinu á hóflegu gjaldi, sem allar útgerðir eiga að þola.  Aftur á móti eru til svo skuldsett fyrirtæki í sjávarútvegi að þeirra bíður ekkert nema gjaldþrot og það verður ekki vegna fyrningar aflaheimilda, heldur vegna glannalegra fjárfestinga á undanförnum árum og allt gert fyrir erlent lánsfé.  Þessi lán hafa að sjálfsögðu hækkað mikið með lækkandi gengi krónunnar, en lágt gengi getur líkað komið sjávarútvegsfyrirtækjunum vel því það skapar hærra verð á afurðum í íslenskri mynnt.

Ég tek undir þau orð Ólínu að ef fiskiskipin sigla í land og hætta veiðum, eru þau þar með búin að afsala sér öllum sínum veiðiheimildum og þá verður að úthluta þeim til annarra og það er til fullt af íslenskum sjómönnum, sem tækju fegins hendi við þessum aflaheimildum og færu að gera út fiskiskip, þrátt fyrir andstöðu LÍÚ, sem er að líkjast meir og meir sértrúarsöfnuði fárra útvaldra.


Ísöld

Litla ísöld, kuldaskeiðið frá 13. öld og fram til loka 19. aldar, hefur eflaust verið Íslendingum þung í skauti. Jöklar stækkuðu, gróður minnkaði og meira að segja þorskurinn flúði kuldann.

Þessi Litla ísöld stóð í mær 700 ár og skelfilegt til þess að hugsa ef slíkt kemur aftur, eins og margt bendir til.  Þá þarf ekki að deila lengur hvort uppbygging þorskstofnsins hafi tekist vel eða illa, því allur þorskurinn mun flýja kuldann.


mbl.is Ísland bar nafn með rentu á „litlu ísöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt niðurstaða

„Ég er sannfærð um að Íslendingar muni komast að réttri niðurstöðu. Við munum halda áfram með endurreisnaráætlun okkar á þeim grundvelli, og vonandi í samstarfi við alþjóðasamfélagið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í samtali við bandaríska tímaritið New Statesman.

Auðvitað komumst við að réttri niðurstöðu.  En hvort öðrum þjóðum líkar sú niðurstaða er annað mál og ekkert til að hafa áhyggjur af.


mbl.is Íslendingar komist að réttri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband