Þjóðkirkjan

„Eins og Georg Bjarnfreðarson, þá hefur Ísland upplifað að umheimurinn hefur snúið baki við okkur, vegna framgöngu og viðhorfa okkar gagnvart öðrum. Við erum líka týnd og finnum ekki staðinn sem við viljum vera á,“ sagði séra Kristín Þórunn Tómasdóttir í útvarpsprédikun sem flutt var í Lágafellskirkju í dag. Hún ræddi um ástandið á Íslandi í dag, Icesave og Georg Bjarnfreðarson.

Er nú þjóðkirkjan farin að taka afstöðu í Icesave-málinu.  Ég hefði haldið að næg umræða væri í þjóðfélaginu svo að kirkjan gæti sparað sér að fara að predika um málið.  Ég er kominn með ofnæmi fyrir orðinu Icesave.


mbl.is „Við erum líka týnd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldskrárkækkanir

 Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýnir í samþykkt sem hún hefur sent frá sér, vinnubrögð við hækkun gjaldskrár bæjarfélagsins.

Það er víða þungur róður hjá sveitarfélögum þessa lands um þessar mundir og fátt bendir til að það breytist á næstunni.  Flest eru þau að nýta sér hámarksútsvar og hækka allt sem hækkað er mögulegt.  Þetta kemur til viðbótar öðrum erfiðleikum sem íbúar þessa lands eru að ganga í gegn um.


mbl.is Gagnrýna hækkun gjaldskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðungaruppboð

Sá miklu fjöldi nauðungaruppboða á fasteignum sem auglýstur er í Morgunblaðinu í dag stafar af því að þótt skuldari hafi óskað eftir frestun á nauðungarsölu, samkvæmt heimild í lögum, er uppboð auglýst. Nauðungarsalan fer hins vegar ekki fram fyrr en eftir 28. febrúar, þegar heimildir til frestunar falla úr gildi.

Og hvað skeður þá?  Ætlar ríkisstjórnin að horfa aðgerðarlaus á að fjöldi heimila fólks fari á uppboð?  Því tíminn er ótrúlega fljótur að líða svo kannski skiptir þessi frestur núna engu máli, þessar eignir munu verða seldar á uppboði síðar og því fær enginn breytt.  Er þetta öll Skjaldborgin, sem slá átti um heimili landsins?


mbl.is Uppboð frestast fram í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Þú ferð með rangt mál og

ég fer með rangt mál.

Við erum öll vitleysingar.

(Alþingi)


Uppljóstrari

Fyrrum starfsmaður svissnesku bankasamsteypunnar UBS hóf afplánun á rúmlega þriggja ára fangelsisdóm í gær en fyrr í vikunni hafnaði bandarískur dómari því að fresta afplánun og að stytta dóminn. Maðurinn samþykkti að veita bandarískum skattayfirvöldum upplýsingar í skattsvikamáli sem UBS blandaðist inn í ásamt fjölda bandarískra viðskiptavina bankans.

Þetta eru þá allar þakkirnar,sem þessi maður fær frá bandarískum stjórnvöldum, fyrir að aðstoða þá að koma upp um stórfelld skattsvik.


mbl.is Uppljóstrari sendur í steininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur

Eitthvað skrýtið virðist eiga sér stað nú hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi, því Gunnar Birgisson er sá eini sem hefur tilkynnt að hann ætli aftur í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi í komandi sveitarstjórnakosningum.  En Gunnar er stór og mikill maður og kannski nægir að hann sé einn á lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Fellir gengið

Hugo Chavez, forseti Venezúela, hefur tilkynnt, að gengi gjaldmiðils landsins, bólivarsins, verði fellt um að minnsta kosti 17%. Gengisfellingin verður margslungin því gagnvart varningi sem Chavez telur óþarfa nemur hún 50%.

Þetta er sú furðulegasta gengisfelling, sem ég hef nokkurn tíma heyrt um og verður örugglega mjög erfið í framkvæmd.


mbl.is Gengið fellt misjafnlega mikið í Venezúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

96% mæting

Jórunn Frímannsdóttir Jensen er með tæplega 96% mætingu á fundi borgarstjórnar, samkvæmt yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér.

Er það nú orðið fréttnæmt að borgarfulltrúar mæti í vinnuna sína, ég hefði talið það vera öfugt að það væri frétt ef þeir sinntu ekki þeim störfum, sem þeir voru kjörnir til að sinna.


mbl.is Segist hafa 96% mætingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðrir kostir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að Íslendingar eigi ekki annan kost en að samþykkja Icesavelögin. Að sjálfsögðu eig þjóðin það í þeirri sterku lagalegu stöðu sem Íslendingar eru í. Það stenst ekki skoðun að hér fari allt á hliðina ef lögin fái ekki framgang.

Er þá Bjarni Benediktsson ekki tilbúinn að upplýsa hvaða kosti aðra við eigum og beita sér fyrir því að allir þingmenn sameinist um þá til að leysa þetta leiðindamál, sem Icesave er.  Það væri landi og þjóð fyrir bestu ef slík samstaða næðist á Alþingi og öllum skotgrafahernaði yrði hætt.


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Samtökin Nýtt Íslands efna til friðsamlegs kröfufundar á Austurvelli í dag, klukkan 15. Þetta er fimmti kröfufundur samtakanna.

Þetta eru ánægjulegar fréttir, því ekki veitir af að ýta hraustlega við alþingismönnum og ríkisstjórn, þar sem ekkert er gert til að bjarga heimilum fólks og endurreisn Íslands virðist vera orðin gleymd eða að minnsta kosti er lítið gert af viti.


mbl.is Fimmti kröfufundur Nýs Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband