Nauðungaruppboð

Nauðungaruppboð á yfir 150 fasteignum eru auglýst í Morgunblaðinu í dag. Flest eru uppboðin að byrja og fara þá fram á skrifstofum sýslumannsembættanna í næstu viku. Nokkur framhalds uppboð fara þó fram á staðnum.

Þá er skriðan að fara af stað með uppboðum á eignum fólks og maður hlýtur að spyrja, hvar er nú hin fræga Skjaldborg um heimilin í landinu.  Undafarna mánuði hefur ekkert annað en Icesave-málið komist að hjá alþingismönnum og allt annað setið á hakanum.  Þegar Alþingi verður núna búið að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið, mun Alþingi sennilega fara í frí fram í mars eð þar til þjóðar atkvæðagreiðslunni er lokið.  Það var vitað að þegar erlendir kröfuhafar tækju yfir stjórn bankanna færi af stað innheimtu aðgerðir af fullri hörku.  Því eini tilgangur þessara kröfuhafa við að taka við stjórn þessara banka væri sá að reyna að ná sem mestu uppí sínar kröfur.  Þetta er að verða skuggaleg staða fyrir íslensk heimili.


mbl.is Uppboð auglýst á 150 eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er mál að linni

Undanfarna mánuði hefur allt starf Alþingis einkennst af skotgrafahernaði milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu og allur málflutningur hefur snúist um aukaatriði og einstakar persónur í þessu andskotans Icesave-máli.  Með slíkum vinnubrögðum minnkar virðing almennings fyrir Alþingi og við komumst ekkert áfram með málið.  Það er eins og allir vilji vera sigurvegarar í þessu máli.

Nú held ég að sé komið nóg af innihaldslausu kjaftæði um Icesave og hvað sem hver segir fer þetta vandræðamál ekkert frá okkur og þarf að leysa.  Er því tími til komin og stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman og fari að vinna að lausn málsins og vinna eins og siðað fólk, en ekki eins og börn í sandkassaleik.  Sennilega væri best að fá erlendan utanaðkomandi aðila til að miðla málum á milli Íslands annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar.  En lausnin verður aldrei að veruleika nema að Alþingi taki upp önnur vinnubrögð en verið hafa hingað til.  Þegar við áttum í þorskastríðunum við Breta og Þjóðverja stóð Alþingi allt saman heilshugar á bak við þá ríkisstjórn, sem var við völd á hverjum tíma of samstaða ríkti meðal þjóðarinnar.  Það nákvæmlega þarf að gerast í Icesave-málinu ef ásættanleg lausn á að nást.

Sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.


Jólakort

Óhætt er að segja að jólakort breska dómsmálaráðuneytisins 2009 hafi verið falleg. Þó svo ríkisstjórn Bretlands eigi ekki beinlínis í neinu ástarsambandi við íslensku þjóðina þykir greinilega einhverjum þar á bæ Ísland vera fallegur staður. Gullfoss prýðir kortið.

Þeim er þá ekki alls varnað aumingja Bretunum, fyrst þeir láta hinn íslenska Gullfoss prýða jólakort Bresku ríkisstjórnarinnar.  Eða á þetta að vera háð til handa Íslendingum?  Ef svo er þá hefur það mistekist hrapalega.


mbl.is Bretar segja gleðileg jól með Íslandsmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Guð fyrirgefur þeim,

sem vita ekki hvað þeir eru að gera.

Ólafur Ragnar Grímsson.)


Skilur ekkert

„Frú forseti, þú verður að afsaka, en ég botna ekkert í þessum málflutningi,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og vísaði þar til málflutnings Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks.

Það sem Þórunn virðist ekki skilja er það að nú er stjórnarandstaðan að bjóðast til að skapa sátt um að vinna lausn Ivesave-málsins og auðvitað á ríkisstjórnin að nýta sér það tilboð, allt annað væri heimska.


mbl.is „Ég botna ekkert í þessum málflutningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið staða

Finnska blaðið Helsingin Sanomat segir í leiðara í dag, að Íslendingar séu svo sannarlega milli tveggja elda í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Það sé hræðilegt fyrir þjóðina að þurfa að greiða bætur vegna Icesave en jafnvel verra að hafna því að greiða þær.

Auðvitað vill enginn Íslendingur greiða þessa Icesave-skuld, en við berum ábyrgð á að Tryggingarsjóður Innistæðueigenda hafi fjárhagslega burði til að greiða lámarksbætur til hvers innistæðueigenda á Icesave-reikningum Landsbanka Íslands.  Ef við neitum að greiða er EES-samningurinn í uppnámi.

Mestu mistökin sem gerð hafa verið í þessu máli var þegar Íslensk stjórnvöld ákváðu með neyðarlögunum að vernda allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum sama hvað háar þær voru, var komin fram mismunun á íslenskum sparifjáreigendum og erlendum.  Það er því að verða okkur ansi dýrkeypt að hafa fyrst byrjað á að vernda eigur þeirra sem ríkastir eru á Íslandi og eru kannski sömu aðilar og komu okkur í núverandi stöðu.

Í byrjun var aðeins hugsað um þá sem ríkastir eru á Íslandi.


mbl.is Íslendingar milli tveggja elda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sátt

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það hafi verið óhófleg bjartsýni að halda að stjórnarandstaðan gæti boðið samstarf um Icesave-málið í því skyni að fá betri samning, því nú væri henni núið því um nasir að hafa skipt um skoðun um þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Siv hefði getað sparað sér þessi stóru orð, því bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafa lýst því yfir að betra væri að reyna að ná samningum við Breta og Hollendinga en að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Meira að segja Pétur Blöndal, sem flutti tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, er nú á þeirri skoðun að betra sé að ná samningum.  Ef þetta er ekki talið vera að skipta um skoðun þá veit ég ekki hvað það orð þýðir.  Siv er með þessum orðum sínum að spilla því að sátt geti náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðunnar um lausn á málinu.


mbl.is Sakar meirihlutann um að slá á útrétta sáttarhönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkrinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2009 var útflutningur 42 milljarðar króna og innflutningur tæpir 35,1 milljarður króna. Vöruskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Þetta er ánægjuleg þróun og smá ljós í öllu myrkrinu og vonandi heldur þessi þróun áfram allt þetta ár og vonandi lengur.


mbl.is Enn afgangur af vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sátt eða ekki sátt

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ekki í sjónmáli að setja Icesave-lögin ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu við núverandi aðstæður. Tók hún þó fram að aldrei ætti að loka á hugsanlega möguleika ef sátt um það gæti náðst. Það væri samt ekki í sjónmáli.

Þetta er nú ekki rétt hjá Jóhönnu, því bæði Bretar og Hollendingar hafa lýst því yfir að þeir væru reiðubúnir að setjast að samningaborðinu aftur og nú reynir á stjórn og stjórnarandstöðu um hvort sátt næst þar á milli og skipa nýja samninganefnd.  En aftur á móti ber ríkisstjórninni skylda til að fyrirhuguð þjóðaratkvæðaargreisla fari fram og þjóðin fái tækifæri á að kjósa um þetta mál.


mbl.is Sátt ekki í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn á kafi í bullandi pólitík

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýnir alþjóðlega greiningarfyrirtækið Fitch Ratings harðlega í viðtali við fréttastofu Bloomberg fyrir að lækka lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í ruslflokk á þriðjudag.

Ólafur Ragnar nýtur sýn vel að vera í sviðsljósinu þessa daganna.  En er það hlutverk hlutlaus Forseta að vera með stórar yfirlýsingar á alþjóðavettvangi.  Ég hélt að utanríkisráðherra ætti að sjá um slík mál.  Hinsvegar stóð Ólafur Ragnar sig vel í viðtali á BBC gegn aðgangshörðum spyrli og Forsetanum tókst vel að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og létt ekki spyrilinn trufla sig neitt í því hlutverki.  En ég get ekki gert að því að mér finnst Ólafur Ragnar vera farinn að verða full mikið pólitískur í sínum störfum þessa daganna.


mbl.is Ólafur Ragnar gagnrýnir Fitch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband