Áhyggjur

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur áhyggjur af hlutlausri upplýsingagjöf til almennings þannig að hann eigi auðveldara með að mynda sér skoðun í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Benti hún á að á síðustu dögum mætti ljóst vera að tvö stærstu dagblöð landsins hefðu þegar skipað sér í fylkingar með og á móti lögunum.

Það er ósköp eðlilegt að margir þingmenn séu farnir að hafa áhyggjur af væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu, því upplýsingagjöf til þjóðarinnar verður aldrei hlutlaus því bæði stjórn og stjórnarandstaða munu beita sér í þessum kosningum.  En ég tel að það muni enginn áhrif hafa því þjóðin mun fella þetta frumvarp.  Það er bara mannlegt eðli að segja nei við því að taka á sig auknar byrgðar.  En Icesve-málið er ekki þar með úr sögunni, því þá verða í gildi lögin, sem Alþingi samþykkti í ágúst 2009 og Forsetinn hefur staðfest og þar er viðurkennd greiðsluskylda Íslands.  Annars er það hálf broslegt að þeir sem mest töluðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni skuli nú óttast hana mest og vilja reyna allt til að ná nýjum samningum áður en til þjóðaratkvæðagreiðslunnar kemur.

Ég tel að það skynsamlegast væri að gera í stöðunni nú er að skipa nýja samninganefnd og allir flokkar á Alþingi tilnefndu sína fulltrúa í þá nefnd.  Þá fyrst væri hægt að tala um að Íslendingar stæðu saman að lausn þessa máls.  Því auðvitað verður að leysa þetta með einhverjum hætti, því málið gufar ekki bara upp eins og margir halda að gerist ef Icesave-frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Dagblöðin tvö skipað sér í fylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ganga í svefni

Á mínum yngri árum var algengt að ég gengi í svefni.  Í mörg sumur vann ég við brúarsmíði víða um land hjá Vegagerð ríkisins.  Eitt kvöldið kom það fyrir að ég hafði lagt mig eftir kvöldmatinn og mun síðan hafa farið út og rætt við þó nokkra menn, sem fannst ég vera orðinn eitthvað skrýtinn, enda sagði ég ekki eitt einasta orð af viti, en hrökk allt í einu við og vaknaði.

Ég hafð'i ætlað mér að gera sjómennsku að mínu ævistarfi og 19 ára gamall réði ég mig, sem háseta á Tungufell BA-326 frá Tálknafirði.  En skipið var að fara á línuveiðar við Austur Grænland og var beitt um borð.  Ég var einn af beitningarliðinu og var í klefa með frænda mínum aftur í skipinu.  Þá kom það eitt sinn fyrir að ég gekk í svefni og mun hafa klætt mig og farið upp í brú og sagt við þann, sem þar var á vakt að ég ætlaði að skreppa í land og fór út á bátapall og gerði mig líklegan til að klifra yfir handriðið, en þá öskraði þessi maður á mig og ég vaknaði og áttaði mig á að ég var staddur út á ballarhafi og hvergi land að sjá.  Þessi veiðiferð stóð í þrjár vikur og ákvað ég að hætta, því ég varð alvarlega sleginn yfir að hafa næstum því farið í hafið í svefni.  Því hætti ég eftir þessa einu veiðiferð og fór aftur í brúarsmíðina og síðan í Samvinnuskólann á Bifröst um haustið.  Þótt löngu síðar hafi það legið fyrir mér að fara aftur á sjó og fara bæði í Vélskólann og Stýrimannaskólann var ég orðinn 45 ára gamall og löngu hættur að ganga í svefni.  Þau 10 ár sem ég stundaði síðan sjómennsku kom það aldrei fyrir að ég gengi í svefni og ég væri örugglega enn á sjónum ef ég hefði ekki lent í slysi, sem gerði mig að öryrkja.  En þá var ég búinn að afla mér skipstjórnaréttinda á 45 metra löng skip og vélstjórnarréttinda fyrir vélar allt að 750 kw. að stærð.

En að ganga í svefni er mikil lífsreynsla og getur verið stórhættuleg en mér hefur verið sagt að það geti verið hættulegt að vekja mann, sem gengur í svefni ef hann er búinn að koma sér á einhvern stað sem hætt er framundan.


Verð á aflaheimildum

Nú virðist verð á aflaheimildum á Íslandsmiðum vera að hrynja.  Nýi Landsbankinn knúði útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Festi ehf. í Hafnarfirði í gjaldþrot í desember 2009.  Skiptastjóri þrotabúsins auglýsti allar eignir búsins til sölu og nú standa yfir samningaviðræður við útgerðarfélag í Bolungarvík og samkvæmt mínum heimildum er verið að ræða um 3,2 milljarða, sem söluverð á öllu þrotabúinu.  Festi ehf. átti nokkra báta og miklar veiðiheimildir og hefur farið geyst í að kaupa bæði skip og aflaheimildir með lánum frá Landsbanka Íslands.  Festi ehf. mun hafa greitt að meðaltali um 3.000,- til 4.000 krónur fyrir hvert þorskígildiskíló og hefur það sennilega orðið þeim að falli.  Það verð sem nú er rætt um 3,2 milljarðar er að frádregnu virði fiskvinnslustöðvar og báta um 1.600 krónur á hvert þorskígildiskíló.  Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart því að hið mikla verð sem komið var á veiðiheimildir var komið út í tóma vitleysu og enginn rekstur gat borið slíkt, eins og best sést á afkomu hjá Festi ehf.

Það hefur mikið verið rætt um hvernig mörg fyrirtæki fegruðu ársreikninga sína með því að færa í sínu bókhaldi svokallað goodwill eða viðskiptavild.  Upphæð þessara viðskiptavildar var ákveðin af stjórnendum fyrirtækjanna og eru dæmi um að viðskiptavildin hafi verið megin uppistaðan í eigin fé margra fyrirtækja.

Hvað varðar sjávarútvegsfyrirtækin, þá hafa þau flest fært í sínu bókhaldi virði aflaheimilda, sem eign.  Til að sýna sterka stöðu hefur verið búið til falskt verð á aflaheimildum eða eins og hjá Festi ehf. 3.000,-  til 4.000,- krónur á hvert þorskígildiskíló.  Með slíkum færslum er eigið fé fyrirtækjanna aukið í það, sem stjórnendur fyrirtækjanna vilja hafa það.  En þetta verð er falskt því að enginn getur keypt á þessu verði og til að búa til þetta verð hafa mörg af okkar stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum skipst á veiði heimildum á þessu verði svo það verði skráð hjá Fiskistofu, sem markaðsverð.  Hvað ætli mörg fyrirtæki í sjávarútvegi yrðu gjaldþrota ef verðið væri skráð í þeirra bókhaldi á krónur 1.600,- fyrir hvert þorskígildiskíló.  Hjá mörgum þeirra myndi eigið fé þurrkast úr og verða neikvætt og er þá stutt í gjaldþrot.

Sá verðmiði sem Landsbankinn er nú að setja á veiðiheimildir þrotabú hjá Festi ehf. mun hafa mikil áhrif á önnur fyrirtæki í sjávarútvegi og lá til þeirra fyrirtækja munu taka mið af þessu verði þegar eignir eru metnar, sem veð fyrir lánum.


Var forsetinn blekktur

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á bloggi sínu að ljóst sé að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi verið blekktur. Vísar hún þar til þess að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi lýst því yfir að þeir vilji allt til vinna að að semja frekar um IceSave en fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er alveg rétt hjá Ólínu Þorvarðardóttur, því núna virðast margir vera að vakna upp við vondan draum og gera sér grein fyrir afleiðingum þess ef Icesave-frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Nýleg skoðanakönnun Gapasent Gallup, sýnir að meirihluti kjósenda ætlar að samþykkja þetta frumvarp ef það fer í þjóðaratkvæðagreiðslu og Pétur Blöndal, sem bar fram tillögu á Alþingi um að þetta mál ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú kominn á þá skoðun að illskásti kosturinn sé að semja um málið.  En þá er óvíst hvort Bretar og Hollendingar vilji gera nýjan samning og ef svo fer þá munu þær þjóðir gera kröfu í þrotabú Landsbanka Íslands og verða þar með stærsti kröfuhafinn og ráð algerlega yfir þrotabúinu og í þrotabúinu eru mörg stór lán, sem tengjast atvinnulífinu.  Þar eru mikil lán með veði í aflaheimildum og ljóst að öll þessi lán munu verða innheimt af hörku.  Sem betur fer er í lögum um stjórn fiskveiða ákvæði sem bannar erlendum aðilum að eiga hér aflaheimildir, en auðvelt mun vera að fara framhjá því með þátttöku íslendinga.  Slíkar aðgerðir myndu setja allt atvinnulíf á hliðina er er nú ekki þar ábætandi, þá yrðu fjöldagjaldþrot hjá íslenskum fyrirtækjum.  Þegar á þetta hefur verið bent hefur stjórnarandstaðan alltaf talað um hræðsluáróður, sem ekkert væri að marka.  En nú þegar blákaldur veruleikinn blasir við fara menn að tala öðruvísi en áður.


mbl.is Segir að forsetinn hafi verið blekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukning á síldarkvóta

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur heimilað auknar veiðar úr stofni íslensku sumargotssíldarinnar. Viðbótin sem hann ákvað var 7 þúsund tonn. Þetta magn kemur til viðbótar þeim 40.000 tonnum sem þegar höfðu verið ákveðin.

Þetta er jákvætt hjá Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra.  En hvers vegna 7 þúsund tonn, þetta hefði að skaðlausu mátt vera 10-20 þúsund tonn.

Staðreyndin er sú að veiðar úr síldarstofnum skipta litlu máli hvað varðar stærð stofnsins.  Ég sá góða heimildarmynd í sjónvarpinu fyrir stuttu og þar kom fram að hver hnúfubakur étur eitt tonn af síld á dag, þegar hann kemst í síldartorfur.  Hér við land munu vera nokkur þúsund hnúfubakar, þannig að þessi viðbót er svipuð og hvalurinn étur á einni viku og þá er ótalið það sem höfrungar og fleiri sjávardýr éta of svo fær fuglinn líka sitt.


mbl.is Heimilt að veiða 7 þúsund tonn til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamannafundur

Nú hefur Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, boðað blaðamenn á fund á Bessastöðum klukkan 16 í dag.

Hvað ætli hann sé nú að fara að upplýsa fólk um eða er hann kominn í bullandi kosningabaráttu gegn Icesave-frumvarpinu.  Sennilegasta skýringin er sú að hann nýtur þess að baða sig í sviðsljósinu, sem valdamesti maður Íslands.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Það er enginn vandi að hætt að reykja,

en mikill vandi á að byrja ekki aftur.

(Magnús Eiríksson)


Barack Obama

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun hafa verið ómyrkur í máli á fundi með þjóðaröryggisráðgjöfum og fulltrúum leyniþjónustustofnana í Washington í gærkvöldi. Gagnrýndi hann leyniþjónustuna harðlega fyrir að koma ekki í veg fyrir að ungur Nígeríumaður reyndi að granda bandarískri farþegaflugvél á jóladag.

Hann virðist taka vel á flestum málum hinn nýi forseti og látur sína skoðun óspart í ljós þegar þörf er á.  Hann virðist ekki vera alltof upptekinn að hugsa um eigin vinsældir þegar hann tekur ákvörðun.


mbl.is Hellti sér yfir leyniþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifði af

Tsutomu Yamaguchi, eini maðurinn sem staðfest er að lifði af báðar kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Japan árið 1945, er nú látinn 93 ára að aldri.

Hann hefur verið heppinn þessi maður að lifa af tvær kjarnorkuárásir og ná síðan þetta háum aldri, eða að verða 93 ára.  


mbl.is Lifði af báðar kjarnorkuárásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkanir sveitarfélaga

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2010 var samþykkt í bæjarstjórn í gær að lokinni seinni umræðu. Er gert ráð fyrir að gjaldskrá bæjarfélagsins hækki að meðaltali um 10% en útsvarshlutfallið haldist óbreytt í 13,28%.

Enn er aukið á erfiðleika fólks nú ætla nær öll sveitarfélög landsins að vera með hámarksútsvar og flestar gjaldskrár hækka.  Ef frumvarpið um Icesave hefði verið samþykkt væri ríkisstjórnin á fullu að vinna við að greiða úr erfiðleikum fólks.  En með ákvörðun sinn skapaði forsetinn það ástand að nú bíður öll endurreisn á meðan þjóðin greiðir atkvæði um Icesave-frumvarpið og ríkisstjórnin verður næstu vikur upptekinn í kosningabaráttu vegna þess og allt situr á hakanum á meðan.


mbl.is Gjaldskrár hækka um 10% í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband