6.1.2010 | 11:43
Sveitarstjórnarkosningar
Hermann Valsson býður sig fram í 3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík (VGR) fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Í tilkynningu kemur fram að hann hafi verið félagi í VG frá árinu 2000 og setið í stjórn VGR meira og minna frá árinu 2006. Í stjórn VGR hefur hann meðal annars gengt starfi formanns og gjaldkera.
Það verður mikið um kosningar á þessu ári, því bæði verða sveitastjórnarkosningar og þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-frumvarpið og líklega alþingiskosningar í kjölfarið á því.
![]() |
Hermann stefnir á þriðja sætið hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 11:38
Engin lán
,,Lausn á Icesave-málinu er mikilvæg fyrir Ísland. Við þurfum að bíða eftir frekari meðferð málsins á Íslandi, þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs í norskum fjölmiðlum um lán Noregs til Íslands, í tengslum við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þarna er að tala fjármálaráðherra þess lands, sem Framsókn fullyrti að ætlaði að lána eða gefa okkur tvö þúsund milljarða án nokkurra skilyrða.
Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, því alltaf hefur verið vitað að öll lánafyrirgreiðsla til Íslands tengdist lausn á Icesave-málsins. Sumir hafa viljað kalla þetta kúgun og að þær þjóðir sem ætluðu að lána okkur peninga sé að beita okkur kúgun til að greiða Icesave-skuldina. En þessum þjóðum ber engin skylda til að lána Íslandi fé og hljóta því að ráða því sjálfar hvenær slík lán eru veitt. Enda er Ísland komið í þá stöðu núna að enginn þjóð getur treyst því að við greiðum til baka það sem okkur er lánað.
Ísland er að einangrast frá öðrum þjóðum.
![]() |
Bíða með að lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 11:27
Skoðanakönnun
Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnun MMR í gær og í dag, alls 877 einstaklingar, styðja þá ákvörðun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að að staðfesta ekki nýju Icesave lögin. 56% segjast styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin. 42% segjast myndu staðfesta Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þessi könnun segir ekki neitt um hvernig atkvæði munu falla í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þarna er einungis verið að kanna stuðning við ákvörðun forsetans um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið.
En ekki verið að kanna hvernig fólk mun greiða atkvæði. Ég trúi ekki öðru en þegar kjósendum verður orðin ljós alvara málsins þá mun meirihlutinn vilja staðfesta þetta frumvarp. Ég mun greiða því atkvæði að staðfesta þetta frumvarp og vil ekki að forsetinn verði valdamesti maður landsins.
Ég er á móti því að forseti Íslands taki sér meiri völd en honum ber að hafa samkvæmt stjórnarskránni, en Ólafur Ragnar hefur alltaf verið refur í pólitík og nú er orðið broslegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli beita sér mest í að auka völd forsetans á kostnað Alþingis.
![]() |
Meirihluti styður forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 11:15
Afsögn ríkisstjórnarinnar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á vef sinn að íslenskir kjósendur standi á milli þess að velja forsetann eða ríkisstjórnina í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ef kjósendur hafni Icesave-lögunum í atkvæðagreiðslunni telji hún einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér.
Þetta er alveg rétt hjá Þórunni að þjóðaratkvæðagreiðslan mun snúast um hvort ríkisstjórnin eigi að ráða eða forsetinn. Þeir sem greiða því atkvæði að fella þetta frumvarp eru í raun að greiða því atkvæði að forsetinn skuli vera valdamesti maður landsins og forsetaembættið fái í raun pólitískt vald og sé þá orðinn nokkurskonar einræðisherra yfir Íslandi.
![]() |
Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 11:07
Á að greiða Icesave-skuldina
Á vef breska dagblaðsins Guardian er nú hægt að taka þátt í skoðanakönnun þar sem lesendum gefst kostur á að tjá skoðun sína á því hvort Íslendingum beri að greiða Icesave-skuldina. Svipuð könnun er á Evrópuvef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Á báðum vefjunum telur mikill meirihluti að Íslendingum beri ekki að greiða.
Hvað sem lýður þessum skoðanakönnunum þá samþykkti Alþingi lög í ágúst 2009 um að Ísland ætlaði að greiða þessa skuld og þar með er Ísland búið að viðurkenna greiðsluskyldu sína. Þótt frumvarpið sem nú á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu verði fellt, standa lögin frá því í ágúst 2009 eftir óbreytt og þar er greiðsluskylda Íslands viðurkennd. Öll sú mikla umræða, sem verið hefur á Alþingi hefur aldrei snúist um hvort Ísland beri að greiða þessa skuld. Heldur hefur eingöngu verið deilt um lánasamningin sem Bretar og Hollendingar bjóða okkur. Allir þingmenn hafa verið sammála um að greiða ætti þessa skuld.
![]() |
Eiga Íslendingar að greiða? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 10:56
Hvar er lýðræðið?
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstólinn í Strassborg og prófessor við lagadeild HR, telur að ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar, flæki stjórnskipun landsins og geri ríkisstjórnum og meirihluta Alþingis erfitt fyrir að koma óvinsælum málum fram. Hún efli þó ekki endilega lýðræði í landinu.
Frá árinu 1944 höfum við búið við lýðræði á Íslandi, en nú hefur Ólafi Ragnari forseta, tekist að koma á einræði. Það hefur alla tíð verið litið svo á að forsetinn væri nær valdalaus, en nú hefur það gerst að forsetinn er orðinn valdamesti maður landsins. Með því að synja því að staðfesta lögin um Icesave eru völdin tekinn frá réttkjörnum fulltrúum fólksins á Alþingi. Þetta segir Ólafur gera til að sameina þjóðina í Icesave-málinu. En allt bendir til að það muni hafa þveröfug áhrif og sundra þjóðinni og magna upp deilur milli fólks. Því með ákvörðun sinni hefur forsetinn ákveðið að þjóðin kjósi um þetta mál og allir vita hvernig sú kosning fer. Þjóðin mun kolfella þetta Icesave-frumvarp því margir virðast líta þannig á að ef frumvarpið verði fellt sé Icesave-skuldin úr sögunni og er það bara mannlegt eðli að vilja ekki taka á sig skuldbindingar. En málið er ekki svona einfalt, ef frumvarpið verður fellt taka gildi lögin sem samþykkt voru í ágúst 2009 og þar er viðurkennt að Íslandi beri að greiða þessa skuld, reyndar með miklum fyrirvörum, sem bæði Bretar og Hollendingar hafa ekki viljað samþykkja. Að láta sér detta það í hug að hægt sé að fara aftur og ná betri samningum er mikill barnaskapur og ótrúlegt að forustumenn stjórnarandstöðunnar skuli halda slíku fram. Því allar líkur eru á að Bretar og Hollendingar gjaldfelli skuldina og heimti greiðslu strax og ekkert lán standi til boða lengur. Með ákvörðun sinni hefur forsetinn sett allt endurreisnar starf í uppnám. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn mun fresta enn meira að aðstoða Ísland og Norðurlöndin munu ekki veita okkur þau lán, sem þau ætluðu og kreppan verður dýpri en áður og enn frestast að koma af stað framkvæmdum til að auka atvinnu í landinu. EES-samningurinn getur farið í uppnám og þá verður erfiðara að selja okkar útflutningsvörur. Líka er hætta á að mörg erlend lán þjóðarinnar verði gjaldfelld og Ísland mun hvergi geta fengið lán erlendis. Umsókn okkar að ESB verður í uppnámi og við munum einangrast frá öðrum þjóðum. Strax eftir ákvörðun forsetans setti erlent matsfyrirtæki lánshæfismat Íslands í ruslflokk og nú er litið á Ísland erlendis, sem land sem ekki ætlar að standa við sína samninga. Það mun engu breyta þótt núverandi ríkisstjórn segi af sér og farið verði í alþingiskosningar í annað sinn á tæpu ári. Þótt ný ríkisstjórn taki við mun henni aldrei takast að greiða úr þessari flækju sem forsetinn hefur komið þjóðinni í, því Ólafur Ragnar Grímsson, forseti mun aldrei sleppa þeim völdum sem hann hefur nú fengið í hendur. Því munu ríkisstjórnir hér eftir ekki geta lagt fram eitt einasta frumvarp á Alþingi nema að hafa fyrst fengi stuðning frá forsetanum. Ég er algerlega sammála því, sem Jón Baldvin Hannibalsson, sagði í sjónvarpsfréttum í gærkvöld að nú ætti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra að ganga á fund forsetans og skila honum lyklunum að Stjórnarráðinu og segja honum að hann skuli sjálfur greiða úr þeirri flækju, sem hann hefur komið Íslandi í. Enda er forsetinn í raun orðinn einræðisherra með ákvörðun sinni.
Í þeim ríkjum sem það hefur skeð að einn maður tekur öll völd í sínar hendur hefur slíkt verið kallað;
Valdarán og á ekkert skylt við lýðræði.
![]() |
Eflir ekki endilega lýðræðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 16:21
Nýtt ár
Gleðilegt nýtt ár og
þakka liðið ár.
Göngum bjartsýn inn í
árið 2010
og gleymum 2009
Jakob Falur
Kristinsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.12.2009 | 12:32
Gleðileg Jól
GLEÐILEG JÓL
OG TAKK FYRIR
HIÐ LIÐNA
JAKOB FALUR
KRISTINSSON
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.12.2009 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.12.2009 | 10:47
Spakmæli dagsins
Guð gaf mér Icesave og
Guð mun færa mér Jól.
(Steingrímur)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2009 | 10:43
Kuldatíð
Kuldakastið hefur sett jólaverslun í Bretlandi úr skorðum en ófærð hefur tafið ferðir milljóna manna síðustu daga. Breska veðurstofan varar við mikilli ísingu á vegum í Bretlandi og Wales en snjórinn sem féll í nótt hefur þjappast saman og orðið að hættulegri hálku. Sumir komust ekki heim í nótt.
Ekki tek ég það nærri mér þótt slæmt veður setji allt úr skorðum á Bretlandi, þótt vissulega sé ástandið slæmt.
![]() |
Sváfu í vinnunni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
248 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"
- Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)