Sveitarstjórnarkosningar

Hermann Valsson býður sig fram í 3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík (VGR) fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Í tilkynningu kemur fram að hann hafi verið félagi í VG frá árinu 2000 og setið í stjórn VGR meira og minna frá árinu 2006. Í stjórn VGR hefur hann meðal annars gengt starfi formanns og gjaldkera.

Það verður mikið um kosningar á þessu ári, því bæði verða sveitastjórnarkosningar og þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-frumvarpið og líklega alþingiskosningar í kjölfarið á því.


mbl.is Hermann stefnir á þriðja sætið hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin lán

,,Lausn á Icesave-málinu er mikilvæg fyrir Ísland. Við þurfum að bíða eftir frekari meðferð málsins á Íslandi, þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu,” segir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs í norskum fjölmiðlum um lán Noregs til Íslands, í tengslum við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þarna er að tala fjármálaráðherra þess lands, sem Framsókn fullyrti að ætlaði að lána eða gefa okkur tvö þúsund milljarða án nokkurra skilyrða.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, því alltaf hefur verið vitað að öll lánafyrirgreiðsla til Íslands tengdist lausn á Icesave-málsins.  Sumir hafa viljað kalla þetta kúgun og að þær þjóðir sem ætluðu að lána okkur peninga sé að beita okkur kúgun til að greiða Icesave-skuldina.  En þessum þjóðum ber engin skylda til að lána Íslandi fé og hljóta því að ráða því sjálfar hvenær slík lán eru veitt.  Enda er Ísland komið í þá stöðu núna að enginn þjóð getur treyst því að við greiðum til baka það sem okkur er lánað.

Ísland er að einangrast frá öðrum þjóðum.


mbl.is Bíða með að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun

Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnun MMR í gær og í dag, alls 877 einstaklingar, styðja þá ákvörðun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að að staðfesta ekki nýju Icesave lögin. 56% segjast styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin. 42% segjast myndu staðfesta Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þessi könnun segir ekki neitt um hvernig atkvæði munu falla í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Þarna er einungis verið að kanna stuðning við ákvörðun forsetans um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið. 

En ekki verið að kanna hvernig fólk mun greiða atkvæði.  Ég trúi ekki öðru en þegar kjósendum verður orðin ljós alvara málsins þá mun meirihlutinn vilja staðfesta þetta frumvarp.  Ég mun greiða því atkvæði að staðfesta þetta frumvarp og vil ekki að forsetinn verði valdamesti maður landsins.

Ég er á móti því að forseti Íslands taki sér meiri völd en honum ber að hafa samkvæmt stjórnarskránni, en Ólafur Ragnar hefur alltaf verið refur í pólitík og nú er orðið broslegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli beita sér mest í að auka völd forsetans á kostnað Alþingis.


mbl.is Meirihluti styður forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn ríkisstjórnarinnar

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á vef sinn að íslenskir kjósendur standi á milli þess að velja forsetann eða ríkisstjórnina í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ef kjósendur hafni Icesave-lögunum í atkvæðagreiðslunni telji hún einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér.

Þetta er alveg rétt hjá Þórunni að þjóðaratkvæðagreiðslan mun snúast um hvort ríkisstjórnin eigi að ráða eða forsetinn.  Þeir sem greiða því atkvæði að fella þetta frumvarp eru í raun að greiða því atkvæði að forsetinn skuli vera valdamesti maður landsins og forsetaembættið fái í raun pólitískt vald og sé þá orðinn nokkurskonar einræðisherra yfir Íslandi.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að greiða Icesave-skuldina

Á vef breska dagblaðsins Guardian er nú hægt að taka þátt í skoðanakönnun þar sem lesendum gefst kostur á að tjá skoðun sína á því hvort Íslendingum beri að greiða Icesave-skuldina. Svipuð könnun er á Evrópuvef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Á báðum vefjunum telur mikill meirihluti að Íslendingum beri ekki að greiða.

Hvað sem lýður þessum skoðanakönnunum þá samþykkti Alþingi lög í ágúst 2009 um að Ísland ætlaði að greiða þessa skuld og þar með er Ísland búið að viðurkenna greiðsluskyldu sína. Þótt frumvarpið sem nú á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu verði fellt, standa lögin frá því í ágúst 2009 eftir óbreytt og þar er greiðsluskylda Íslands viðurkennd.  Öll sú mikla umræða, sem verið hefur á Alþingi hefur aldrei snúist um hvort Ísland beri að greiða þessa skuld.  Heldur hefur eingöngu verið deilt um lánasamningin sem Bretar og Hollendingar bjóða okkur.  Allir þingmenn hafa verið sammála um að greiða ætti þessa skuld.


mbl.is Eiga Íslendingar að greiða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er lýðræðið?

Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstólinn í Strassborg og prófessor við lagadeild HR, telur að ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar, flæki stjórnskipun landsins og geri ríkisstjórnum og meirihluta Alþingis erfitt fyrir að koma óvinsælum málum fram. Hún efli þó ekki endilega lýðræði í landinu.

Frá árinu 1944 höfum við búið við lýðræði á Íslandi, en nú hefur Ólafi Ragnari forseta, tekist að koma á einræði.  Það hefur alla tíð verið litið svo á að forsetinn væri nær valdalaus, en nú hefur það gerst að forsetinn er orðinn valdamesti maður landsins.  Með því að synja því að staðfesta lögin um Icesave eru völdin tekinn frá réttkjörnum fulltrúum fólksins á Alþingi.  Þetta segir Ólafur gera til að sameina þjóðina í Icesave-málinu.  En allt bendir til að það muni hafa þveröfug áhrif og sundra þjóðinni og magna upp deilur milli fólks.  Því með ákvörðun sinni hefur forsetinn ákveðið að þjóðin kjósi um þetta mál og allir vita hvernig sú kosning fer.  Þjóðin mun kolfella þetta Icesave-frumvarp því margir virðast líta þannig á að ef frumvarpið verði fellt sé Icesave-skuldin úr sögunni og er það bara mannlegt eðli að vilja ekki taka á sig skuldbindingar.  En málið er ekki svona einfalt, ef frumvarpið verður fellt taka gildi lögin sem samþykkt voru í ágúst 2009 og þar er viðurkennt að Íslandi beri að greiða þessa skuld, reyndar með miklum fyrirvörum, sem bæði Bretar og Hollendingar hafa ekki viljað samþykkja.  Að láta sér detta það í hug að hægt sé að fara aftur og ná betri samningum er mikill barnaskapur og ótrúlegt að forustumenn stjórnarandstöðunnar skuli halda slíku fram.  Því allar líkur eru á að Bretar og Hollendingar gjaldfelli skuldina og heimti greiðslu strax og ekkert lán standi til boða lengur.  Með ákvörðun sinni hefur forsetinn sett allt endurreisnar starf í uppnám.  Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn mun fresta enn meira að aðstoða Ísland og Norðurlöndin munu ekki veita okkur þau lán, sem þau ætluðu og kreppan verður dýpri en áður og enn frestast að koma af stað framkvæmdum til að auka atvinnu í landinu.  EES-samningurinn getur farið í uppnám og þá verður erfiðara að selja okkar útflutningsvörur.  Líka er hætta á að mörg erlend lán þjóðarinnar verði gjaldfelld og Ísland mun hvergi geta fengið lán erlendis.  Umsókn okkar að ESB verður í uppnámi og við munum einangrast frá öðrum þjóðum.  Strax eftir ákvörðun forsetans setti erlent matsfyrirtæki lánshæfismat Íslands í ruslflokk og nú er litið á Ísland erlendis, sem land sem ekki ætlar að standa við sína samninga.  Það mun engu breyta þótt núverandi ríkisstjórn segi af sér og farið verði í alþingiskosningar í annað sinn á tæpu ári.  Þótt ný ríkisstjórn taki við mun henni aldrei takast að greiða úr þessari flækju sem forsetinn hefur komið þjóðinni í, því Ólafur Ragnar Grímsson, forseti mun aldrei sleppa þeim völdum sem hann hefur nú fengið í hendur.  Því munu ríkisstjórnir hér eftir ekki geta lagt fram eitt einasta frumvarp á Alþingi nema að hafa fyrst fengi stuðning frá forsetanum.  Ég er algerlega sammála því, sem Jón Baldvin Hannibalsson, sagði í sjónvarpsfréttum í gærkvöld að nú ætti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra að ganga á fund forsetans og skila honum lyklunum að Stjórnarráðinu og segja honum að hann skuli sjálfur greiða úr þeirri flækju, sem hann hefur komið Íslandi í.  Enda er forsetinn í raun orðinn einræðisherra með ákvörðun sinni.

Í þeim ríkjum sem það hefur skeð að einn maður tekur öll völd í sínar hendur hefur slíkt verið kallað;

Valdarán og á ekkert skylt við lýðræði.


mbl.is Eflir ekki endilega lýðræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár og

 

 

þakka liðið ár.

 

 

Göngum bjartsýn inn í

 

árið 2010

 

 

 

 

og gleymum 2009

 

 

Jakob Falur

 

 

Kristinsson


Gleðileg Jól

GLEÐILEG JÓL

 

 

OG TAKK FYRIR

 

 

HIÐ LIÐNA

 

 

 

JAKOB FALUR

 

 

KRISTINSSON


Spakmæli dagsins

Guð gaf mér Icesave og

Guð mun færa mér Jól.

(Steingrímur)


Kuldatíð

Kuldakastið hefur sett jólaverslun í Bretlandi úr skorðum en ófærð hefur tafið ferðir milljóna manna síðustu daga. Breska veðurstofan varar við mikilli ísingu á vegum í Bretlandi og Wales en snjórinn sem féll í nótt hefur þjappast saman og orðið að hættulegri hálku. Sumir komust ekki heim í nótt.

Ekki tek ég það nærri mér þótt slæmt veður setji allt úr skorðum á Bretlandi, þótt vissulega sé ástandið slæmt.


mbl.is Sváfu í vinnunni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband