Sandgerði

Útlit er fyrir að samfylkingarfólk bjóði fram saman í Sandgerði í vor. Það var á tveimur listum við síðustu kosningar. Stefnt er að prófkjöri í næsta mánuði.

Þetta K-listasamstarf í Sandgerði hefur verið óttarlegt klúður og gert það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf við völd.  Það er komin tími til að breyta þessu og vonandi verður nú bara einn listi hjá Samfylkingunni í næstu kosningum.


mbl.is Samfylkingarfólk vill eitt framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankasýsla ríkisins

Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, kallar Elínu Jónsdóttur, forstjóra Bankasýslu ríkisins, Kúlulánadrottningu Steingríms J. í fyrirsögn á pistli sem hann ritar á vef Pressunnar. Hann segir ráðningu hennar vekja undrun en hún var skipaður tilsjónarmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs á síðasta ári.

Er ekki nokkur leið a'losna við spillingu úr stjórnkerfinu á Íslandi?  En hvort að Gunnar Birgisson er rétti maðurinn til að gagnrýna spillingu er hæpið, því hann er á bólakafi í slíku sjálfur.


mbl.is Segir forstjóra Bankasýslunnar vera kúlulánadrottningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Ég er ekki valdalaus,

ég hef alltaf síðasta orðið.

(Ólafur Ragnar Grímsson)


Actavis

Greint er frá því á viðskiptasíðunni Forexyard að íslenski lyfjaframleiðandinn Actavis sé meðal áhugasamra kaupenda að svissneska lyfjaframleiðandanum Ratiopharm.

Er útrásarvitleysan að fara af stað aftur?  Svo virðist vera og menn virðast engu hafa gleymt.  En hvernig ætlar Actavis að fjármagna þessi viðskipti.  Er virkilega svo komið að einkafyrirtækjum gengur betur að fá lán erlendis er íslenska ríkinu?


mbl.is Actavis í yfirtökuhugleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn lifði af

Alþjóðlegir sendimenn í Haíti segja að forseti landsins, Rene Préval, hafi lifað af jarðskjálftann sem lagði stóran hluta af höfuðborginni Port-au-Prince í rúst. Forsetahöllin er stórskemmd eftir skjálftann. Nú er nánast algert myrkur í höfuðborginni og mikil örvænting ríkir þar.

Það var nú ekki ábætandi við allar þær hörmungar, sem þessi þjóð hefur mátt ganga í gegnum undanfarin ár.  Þarna búa um 8,5 milljónir manna og hver þeirra verður að láta sér nægja tvo dollara á dag til að lifa á, en 50% íbúanna eru atvinnulausir.


mbl.is Forseti Haíti á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhultur íslendingur

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis, segir að vitað sé um einn Íslending sem var á Haíti þegar jarðskjálftinn stóri reið yfir í gærkvöldi. Hann hafi haft samband við fjölskyldu sína og er óhultur. Hótelið sem hann var á hrundi til grunna.

Þá er búið að hafa upp á einum íslendingi, sem staddur var á Haítí, þegar jarðskjálftinn gekk þar yfir.  En maðurinn mun vera óhultur og nú er bara spurning hvort fleiri íslendingar hafi verið staddir þarna líka.


mbl.is Íslendingur óhultur á Haíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haítí

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að því að lesta flugvél Icelandair sem mun flytja hana að hamfarasvæðinu á Haíti. Ráðgert er að leggja af stað klukkan tíu og tekur ferðalagið um níu klukkustundir. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir verkefnið erfitt og krefjandi.

Þetta eru miklar hörmungar sem hafa nú gengið yfir þetta litla land og að sjálfsögðu eru Íslendingar alltaf með þeim fyrstu til að bjóða fram aðstoð sína.


mbl.is Erfitt og krefjandi verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskerubrestur

Útlit er fyrir uppskerubrest í Flórída í Bandaríkjunum en mikill kuldi hefur verið í ríkinu undanfarna daga og hefur frosið þar að næturlagi. Yfir 75% af allri appelsínuræktun í Bandaríkjunum er í Flórída og eins er mikið ræktað af sítrónum þar. Óttast appelsínubændur að tjónið sé gríðarlegt en appelsínumarkaðurinn er metinn á 9 milljarða Bandaríkjadala.

Þetta er vissulega mikið áfall fyrir Bandaríkin, en nú kynnast þeir hvað mörg þróunarlöndin hafa mátt þola í marga áratugi.  Þar sem hver uppskerubresturinn hefur rekið annan.


mbl.is Útlit fyrir uppskerubrest í Flórída
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Rétt tæplega tíu innbrot voru framin dag hvern á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra. Skráð voru 3.472 innbrot á árinu 2009 en 2.731 árið á undan. Það jafngildir 27% aukningu milli ára.

10 innbrot á hver einasta dag ársins er full mikið.  Það versta er að ef lögreglan handsamar einhverja af þessum þjófum.  Þá er þeim nær undantekningarlaust, sleppt um leið og þeir hafa játað brot sín og fara aftur að stunda fyrri iðju. Því þarf það ekki að koma á óvart að aukning sé á milli ára í innbrotum.


mbl.is Tíu innbrot á degi hverjum í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmeistarar í skák

Mánaðarlaun stórmeistara í skák eru 257.000 krónur, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. Nú eru fimm stórmeistarar á slíkum launum hjá ríkinu.

Ég sem hélt að þessir menn væru að stunda skák ánægjunnar vegna, en nú kemur í ljós að þeir eru allir á launum hjá ríkinu.  Ég get ómögulega skilið hvers vegna ríkið greiðir þessum mönnum laun, frekar en öðrum íþróttarmönnum.


mbl.is Óskýrar reglur um laun stórmeistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband