Færsluflokkur: Spaugilegt
7.5.2007 | 11:09
Örlítið meira grín
Símskeytið
Maður nokkur úr Ísafjarðadjúpi fór til Reykjavíkur, einhvern tíman milli 1920-1930 að leita sér að vinnu en þá var mjög dauft yfir atvinnuástandi á Ísafirði og erfitt að fá vinnu þar. Hann varð óvenju heppinn þegar hann kom til Reykjavíkur því að á línuveiðarann Sigríði vantaði mann vegna óvæntra forfalla. Á þessum árum vori öll samskipti milli landshluta með öðrum hætti en í dag, fólk notaði mikið símskeyti og reyndi að hafa þau mjög stutt, en það var ódýrasti kosturinn. Þegar þessi annars ágæti maður er búinn að fá plássið á skipinu sendi hann konu sinni eftirfarandi símskeyti:
"Er á Sigríði, sendu mér sængina strax."
Merkismenn
Kristján Jónsson frá Garðsstöðum var einn af þeim íbúum Ísafjarðar sem settu svip á bæjarlífið. Hann tók mikinn þá í félagsstörfum og gengdi fjölda trúnaðarstarfa. Hann var einstaklega mikill framsóknarmaður. Hann fór eitt sinn á aðalfund SíS sem haldinn var á Bifröst, að fundi loknum fer Kristján út og sér að nánast öll bílastæði voru full af bílum og þó nokkrir af sömu gerð og bíll Kristjáns en hann átti Willys jeppa og gat hann ómögulega munað númerið á sínum bíl og fann hann hvergi. Fór hann þá inn aftur og beið lengi þangað til allir voru farnir og stóð þá aðeins einn bíll eftir af Willys gerð og var hann þá öruggur að þetta væri hans bíll og tók hann og ók af stað heim, en kom við í Hreðavatnsskála og ætlaði að fylla bílinn af bensíni og þegar hann kemur inn í skálann biður hann um að láta fylla bílinn af bensíni frá Esso. Sá sem var við afgreiðslu sagði að þeir væru aðeins með bensín frá BP. Nei, nei sagði Kristján ég vil ekki sjá það, ef ég get ekki fengið bensín frá Esso ek ég frekar bensínlaus og gekk snúðugur út. Hann komst til Búðardals á því bensíni sem eftir var á bílnum og þar var sko kaupfélag með sitt Esso bensín og lifnaði þá heldur betur yfir Kristjáni. Af því að ég nefndi hér áður aðalfund SÍS þá má ég til með að segja frá því sem frægt var, að Erlendur Einarsson forstjóri SÍS sleitt alltaf aðalfundunum á sama hátt. Hann þakkaði fundarmönnum fyrir fundarsetuna og óskaði þeim sem lengst væru að komnir góðrar ferðar heim.
Eiríkur Þorsteinsson sem á sínum tíma var kaupfélagsstjóri á Þingeyri 1932-1960 og var maður sem sópaði af hvar sem hann fór. Hann var harðduglegur, mikill bókhaldsmaður, afkastamaður á skrifstofu og skrifaði manna best rithönd og fljótur að taka ákvarðanir og markaði stór spor í uppbyggingu og atvinnulíf á Þingeyri. Hann sat á Alþingi 1952-1959 fykir V-Ísf. Hann tók við Kaupfélagi Dýrfirðinga á algerum brauðfótum og breytti því í öflugt fyrirtæki. Eins og oft er með slíka menn var hann alltaf að flýta sé og ók bílum sínum þannig að eins og um væri að ræða sjúkraflutningsbifreið þvílíkur var hraðinn. En hann átti yfirleitt góða og kraftmikla bíla. Hann notaði áfengi mjög lítið en ef það kom fyrir þá gekk hann að því eins og hverju öðru starfi og var ekkert að tvínóna við það og þegar flaskan var búinn sem ekki tók langan tíma. Þá var það einfaldleg eins og hvert annað mál sem búið var að afgreiða og leið þá alltaf langur tími þar sem hann hafði enga löngun í vín.
Einhverju sinni er Eiríkur er að aka norður yfir Gemlufallsheiði, sem oftar og var að flýta sér þá kemur Willys jeppi á móti honum og situr þar undir stýri Kristján Jónsson frá Garðstöðum. Honum þykir ferðin á Eiríki það mikil, að hann tekur ekki þá áhættu að mæta honum á veginum, heldur ekur rakleitt út í móa. Þegar Eiríkur sér að bílinn ekur útaf veginum snarbremsar hann og stígur út úr bíl sínum. Kristján gerir slíkt hið sama, tekur ofan hattinn, hneigir sig og segir "Hvað get ég gert fleira fyrir þig?" Ekki er vitað hverju Eiríkur svaraði.
Málverkasýningin
Þeir félagar Jón Kr. Ólafsson, söngvari og Hafliði Magnússon, fjöllistamaður héldu saman málverkasýningu í félagsheimilinu á Bíldudal. Mikill fjöldi fólks mætti á sýninguna og kom margt manna af öðrum fjörðum. Þótti hún takast vel í alla staði. Kona ein á Bíldudal, nokkuð þéttvaxin og gerðarleg, kom að máli við listamennina og kvað þetta svo merkan viðburð, að frásögn af honum yrði að komast í blöðin. Það stæði líklega þér næst sagði söngvarinn. Ert þú ekki einmitt fréttarritari fyrir Morgunblaðið? Konan sem var mjög höll undir Sjálfstæðisflokkinn kvað svo vera. Bað hún söngvarann að útvega myndir af málverkunum og kvaðst hún þá semja frétt og senda Mogganum. Söngvarinn brá skjótt við og hóf filmingar á myndunum en fór þó ekki langt út fyrir eigin verk í myndatökunni. Heimtaði hann filmurnar framkallaðar með hraði og afhenti svo fréttakonunni. Hún bjó til fréttina í snatri til sendingar og póstlagði hana í ábyrgð. Samtímis skall á flugverkfall er stóð í langan tíma og varð engin hreyfing á pósti á meðan. Nokkru síðar eftir að flug var komið í lag að nýju, fylgdist söngvarinn vel með í Morgunblaðinu hvort ekki birtist fréttin um málverkasýninguna. Ekki örlaði þó á henni. Átti hann svo leið til Reykjavíkur og lét verða sitt fyrsta verk að stika niður á Morgunblað og hitti þar Styrmir ritstjóra og spurði með þjósti hvers vegna þeir hefðu ekki birt fréttina um málverkasýninguna. Styrmir sagðist kannast við málið, en þegar fréttin hefði borist hefði hún verið svo gömul orðin að ekki hefði tekið því að birta hana. Söngvaranum hitnaði enn í hamsi við þetta og sagðist krefjast ljósmyndanna til baka sem sendar hefðu verið með fréttinni. Ritstjóri taldi þær hafa lent í ruslafötunni. Gerðist nú söngvarinn rjóður og reiður yfir slíkri meðferð á merkum verðmætum og hreytti út úr sér. Hér er sýnilega öllu hent í ruslafötu jafnsnemma og það berst, jafnt verðmætu sem einskis nýtu. Ég hygg að ykkur líki náttúrlega ekki stjórnmálaskoðanir okkar Hafliða, þannig að þið viljið neitt vera að púkka upp á okkur á neinn hátt. En ég get sagt þér, að það var kona með svera sjálfstæðisbringu sem samdi fréttina, þannig að ég hélt að þið fynduð kakkske íhaldsþefinn af henni. Svona, svona, þetta er ekki pólitík sagði Styrmir. Haha segðu það öðrum en mér sagði söngvari, þaut reiður út og skellti á eftir sér (Sögn Hafliða Magnússonar).
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 11:06
Meira grín að vestan
Maður heitir Guðmundur Þ. Ásgeirsson yfirleitt kallaður Dubbi og kom til Bíldudals frá Sauðárkróki og kom sem skipverji á tappatogarann Pétur Thorsteinsson BA-12 en hann var reyndur togarasjómaður. Á Bíldudal náði hann sér í konu sem reyndar er frænka mín og þar af leiðandi yndælis kona. Gerðist hann síðar skipstjóri á rækjubátum hjá Matvælaiðjunni hf. en gerði síðan út sjálfur nokkra rækjubáta, hann bjó á Bíldudal þar til fyrir nokkrum árum að þau hjón fluttu í Hafnarfjörð þar sem þau búa í dag en hann er útslitinn maður og óvinnufær eftir nokkra áratuga sjómennsku, því að á rækjuveiðunum var hann alltaf einn á þeim bátum sem hann gerði út sjálfur. Dubbi átti til að taka uppá hinum ótrúlegustu hlutum og hafði mjög gaman af því að ganga fram af fólki.
En einu sinni mistókst honum illilega þegar hann ætlaði að hræða nokkra stráka sem komu á bryggjuna á mótorhjólum og Pétur Thorsteinsson BA-12 var í höfn og Dubbi sem hafði fengið sér nokkuð í glas og ekki allsgáður og sagði við strákanna, ég átti svona hjól þegar ég var yngri og það var enginn betri en ég. Nú ætla ég að sýna ykkur hvernig kunnáttumenn gera. En það sem hann ætlaði sér var að koma niður bryggjuna á mikilli ferð og snarbeygja við bryggjukantinn og stoppa þar hjólið. Einn strákanna lánaði honum hjólið sitt og hann fór talsvert upp í þorpið og kom á eins miklum hraða niður bryggjuna og hjólið komst, en eitthvað klikkaði þegar hann nálgaðist bryggjukanninn og þar fataðist honum flugið og fór beint á kantinn, en sem betur fer var lest togarans opinn og nýbúið að seta fullt af ís um borð, því Dubbi sveif af hjólinu í stórum boga og hitti akkúrat á lostaropið og fór niður í íshauginn, en á bryggjunni lá hjólið mikið beyglað og þegar hann var búinn að krafsa sig upp úr ísnum og kominn upp á bryggju og vildi fá að reyna aftur sögðu strákarnir nei takk, hann gæti greinilega ekki kennt þeim neitt og sá sem hafði lánað honum sitt hjól sem lá nú stórskemmt á bryggjunni fór nú að ræða við Dubba og sagðist vera nýbúinn að kaupa þetta hjól. Dubbi sem í raun er hið mesta góðmenni og vildi allt fyrir alla gera sagði við strákinn að fara með hjólið á bílaverkstæðið og láta þá gera við hjólið og hann myndi borga og til að róa strákinn hjálpaði hann honum með hjólið á verkstæðið og ræddi við eigandann um að hann ætlaði að greiða allan kostnað við viðgerðina og sem sárabætur fór hann í vasann og tók upp búnt af peningum og skipti honum á milli verkstæðismannsins og stráksins og skildu þeir sem hinir bestu vinir.
Eitt sinn er Dubbi og hans kona höfðu eignast sitt fyrsta barn bilaði eitthvað í barnavagninum og fór Dubbi af stað einn morguninn á bílaverkstæðið til að láta gera við vagninn og var honum sagt að hann mætti sækja hann fljótlega eftir hádegi. Verkstæði þetta var til húsa rétt hjá kirkjunni á staðnum. Mætir hann síðan á réttum tíma og það passaði að vagninn var tilbúinn þegar hann kom og á leiðinni heim sér hann að það er komin stór rúta fyrir utan kirkjuna og út úr rútunni er að streyma fjöldi fólks. Voru þarna á ferð eldri borgarar og ætluðu að skoða kirkjuna og var stór hópur kominn út er Dubbi átti leið framhjá. Veðrið var mjög gott eins og oft er á Bíldudal á sumrin, logn, sólskin og mikill hiti og var mikið af fólkinu að taka myndir. Dubbi gerði smá lykkju á leið sína svo hann væri viss um að fólkið heyrði örugglega til hans og labbaði raulandi framhjá hópnum stoppað oft aðeins og beygði sig yfir barnavagninn og þóttist vera að gæla við barnið. Þar sem þetta var á þeim tíma að frekar óvenjulegt var að feður færu með börn sín í göngutúra í barnavagni, það þótti frekar hlutur kvenna og leit fólkið örugglega á að þarna væri einstakur fyrirmyndafaðir á ferð.
Eftir smástund stoppar Dubbi og beygir sig einu sinni enn yfir vagninn og heyrist segja "Svona, svona elskan mín ekki vera að gráta, pabbi er að passa þig og við komum bráðum heim til mömmu, notaðu snudduna þína elskan." Skömmu síðar stoppar hann aftur og segir nokkru hærra en áður "Hættu nú þessu væli krakki, þetta er farið að pirra mig." Nú fór ferðafólkið heldur betur að fylgjast með og hrökk illa við þegar Dubbi fer að hrista vagninn og segir allhvasst "Steinþefjuðu krakki." og bætir svo við "Ef þú hættir ekki þessu væli skal ég berja þig." Næst þegar hann stoppar nánast öskrar hann niður í vagninn "Nú er komið nóg" og kreppir sinn stóra hnefa og kýlir fast niður í vagninn og bætir við "Þetta vildir þú krakkaskratti og nú ertu loksins hættur að væla en ég ætla segja eitt við þig að þú ert ekki sá fyrsti sem ég neyðist til að rota um ævina" og hélt svo raulandi áfram göngu sinni með barnavagninn sem að sjálfsögðu var tómur en eftir stóð hópur eldri borgara gapandi af undrun.
Áður en nýji vegurinn var lagður yfir Hálfdán, sem er heiði á milli Bíldudals og Tálknafjarðar og fara þarf yfir á leiðinni frá Bíldudal til Patreksfjarðar, var þarna hlykkjóttur og frekar mjór malarvegur þar, sem á mörgum köflum var frekar erfitt að mæta bíl. Sérstaklega var erfitt svokallað Katarínuhorn en fyrst var löng brekka og svo mjög kröpp beygja. Þarna var vegurinn nánast skorinn inn í fjallshlíðina og aðstæður þannig að sá sem var að fara yfir fjallið Hálfdán og á leið upp hafði snarbratt fjallið á hægri hlið en þeir sem voru að koma niður sáu snarbratt fjallið niður af götukantinum og urðu að passa sig að fara ekki of langt út á vegkantinn, því ef þeir hefðu farið of langt var sú hætta fyrir hendi að fara fram af og velta niður snarbratta hlíðina og hefði þá ekki þurft að spyrja af leikslokum. Sú venja hafðist skapast að meðal heimamanna að sá bíll sem var á leið upp vék vel fyrir þeim bíl sem var að koma niður. Þetta var hlutur sem hinn almenni ferðamaður áttaði sig ekki á. Eitt sumar var Davíð Oddson á ferð um Vestfirði með sinni fjölskyldu og ók sjálfur, Dubbi hafði um morguninn þurft að skreppa vestur á Patreksfjörð og á leið sinni til baka og hann kominn á umræddan vegarkafla og er að fara niður fjallið og því á hættulegri hluta vegarins og þá mætir hann bíl sem vék mjög illa fyrir honum og varð hann að fara svo utarlega að hægri hjól bílsins sleiktu vegkantinn og sá hann er bílarnir mættust að þar var Davíð Oddson á ferð. Seinna sama dag þurfti Dubbi aftur að fara vestur yfir fjallið og á sama stað og áður sér hann bíl koma löturhægt niður og kannaðist strax við bílinn og var viss um að þar færi Davíð á ferð. Nú var staðan svipuð og fyrr um morguninn nema að hlutverkin höfðu snúist við, Dubbi var á leið upp en Davíð niður og hugsaði Dubbi honum þegjandi þörfina. Þegar bílarnir mætast vék Dubbi lítið, jafnvel minna En Davíð hafði gert um morguninn. Hann sér að kona Davíðs er komin með höfuðið út um gluggann til að fylgjast með vegkantinum. Fór Dubbi þá aðeins lengra inná veginn svo enn meira þrengdi að Davíð, sem endaði með því að Davíð stoppar bíl sinn og fer út og gengur að bíl Dubba og sá Dubbi svitaperlur á enni Davíðs, og kynnir sig með handarbandi ég er Davíð Oddson forsætisráðherra og Dubbi svar strax á móti Guðumundur Þ. sjómaður á Bíldudal. Davíð segir við hann, "Getur þú nú ekki reynt að víkja aðeins betur svo ég komist nú örugglega framhjá. Mér stendur ekki á sama að þurfa að fara of mikið útá kantinn. en þið heimamenn eruð nú miklu vanari að aka svona vegi en ég ". Nú sagði Dubbi og þóttist vera steinhissa, ég veit ekkki betur en þetta sé opinber þjóðvegur og ætlaður fyrir alla umferð en ekki bundinn við heimamenn og þetta er það sem þið eruð að bjóða okkur upp á og þykir sjálfsagt og við erum að stórskemma okkar bíla á, en svo þorið þið varla að aka þessa vegir sjálfir. Ég mætti þér hérna í morgun og ekki varst þú að víkja fyrir mér. Mitt líf er ekkert minna virði en þitt og þú skalt gera þér grein fyrir einu að þú ferð ekki í gegnum lífið á titlinum einum og vonandi mun sitja eftir í þínum haus við hvaða aðstæður við búum hér í samgöngumálum. Annað hvort ertu sammála mér að hér þurfi nýjan veg,og ef ekki held ég bara áfram og þú verður að þræða vegkantinn hér niður áfram. Davíð tók aftur í hendi Dubba og sagðist vera innilega sammála honum. Það þarf varla að taka það fram að nokkrum mánuðum síðar var nýr vegur yfir Hálfdán settur á forgangslista í samgöngumálum og verið boðið út og í dag er kominn þarna nýr breiður vegur og bundinn slitlagi. Þegar Dubbi var að segja frá þessu síðar, sagði hann, "mikil skelfing varð maðurinn hræddur", og rak síðan upp sinn þekkta tröllahlátur.
Ég vann smá tíma með Dubba í Matvælaiðjunni hf. og var alltaf keppst um hver ætti að aka vörubíl fyrirtækisins ef eitthvað þurfti að snúast fyrir fyrirtækið og kom það oftast í hlut Dubba enda stæðastur og sterkastur af okkur strákunum sem vorum þarna að vinna og svo var hann tengdasonur framkvæmdastjórans, sem einnig var föðurbróðir minn. Eitt skipti þurfti að fara með rusl á hauganna sem voru rétt fyrir utan þorpið. Við vorum búnir að hlaða bílinn af rusli og Dubbi komin undir stýri, þegar hann kallar "Kobbi komdu með mér" Ég fór inn í bílinn og sagði við hann afaverju þarf ég að koma með? Æ það er betra þegar ég losa bílinn að fá smá aðstoð. En það skal tekið fram að ekki voru sturtur á þessum bíl, heldur var pallurinn fastur og þurfti því að bakka aðeins yfir götukantinn til að fá halla á bílinn til að auðveldara væri að láta ruslið renna af pallinum og oft þurftir að hjálpa aðeins til að allt færi nú örugglega af og eins þurfti að sópa pallinn til að hann væri hreinn. Dubbi ók af stað brosandi og ánægður með lífið og fljótlega vorum við komnir að haugunum en þá þurfti að snúa bílnum og bakka og ég fór út til að segja honum til svo hann bakkaði nú ekki niður í fjöru og þá upphófust vandræðin það var sama hvernig Dubbi hamaðist á stýrinu alltaf bakkaði bíllinn í öfuga átt og að lokum gafst hann upp og kallaði til mín "Kobbi prufað þú hvort þú getur gert þetta" Ég fór inn í bílinn og bakkaði eins og þurfti og reiknaði með að hann færi upp á pallinn til að ryðja ruslinu af en það var nú aldeilis ekki því nú vildi hann að við skiptum aftur og ég fór og kom öllu ruslinu af pallinum og sópaði hann og settist síðan aftur inn í bílinn og við ókum af stað til baka og Dubbi var jafn kátur og áður, ég sagði við hann djöfulsins klaufi ertu Dubbi kanntu ekki að bakka bíl? Þá rak hann upp tröllahlátur og sagði "ég hef aldrei lært það því ég er ekki með bílpróf, hef aldrei tekið það" ég svaraði á móti, en þú átt bíl og ekur hér um allt. Það kemur engum við sagði Dubbi ég er fullorðinn maður og ætla að taka bílpróf þegar ég má vera að því.
Fyrir mörgum árum var skólabróðir minn frá Bifröst og konan hans ráðin sem kennarar á Bíldudal og voru á leið vestur akandi, en eins og þeir vita sem hafa ekið þessa leið þarf að aka um marga firði sem allt er komið í eyði og ekki skemmtilegt að aka þar um í myrkri en þetta var um mánaðarmót ágúst / september og voru þau seint á ferð og einmitt á þeim tíma sem lítil umferð er. Í einum af þessum fjörðum sprakk dekk hjá þeim og þau höfðu ekkert varadekki og vissu varla hvar þau voru stödd og voru meira að segja með litla dóttur sína með sér. Sátu þau því þarna í bílnum ráðalaus og biðu eftir að einhver bíll kæmi og eftir nokkurra klukkutíma bið og klukkan farin að nálgast miðnætti, orðið kalt í bílnum var ekki laust við að þau væru orðin dálítið hrædd kom flutningabíll en þeir eru mest á ferð að næturlagi og í þeim bíl var NMT-sími sem eru mjög langdrægir. Á þessum flutningabílum eru yfirleitt tveir menn sem skiptast á að keyra og koja svo þeir geti lagst út af á milli þess sem þeir aka og var því ekkert pláss í flutningabílnum fyrir þau hjónin og barnið, en þau fengu samt að hringja í mig og segja mér hvernig komið væri fyrir þeim auk þess fengu þau staðfest hjá bílstjóra flutningabílsins hvar þau væru stödd og hvað langt væri eftir til Bíldudals. Þar sem ég hafði verið að vinna langt fram eftir kvöldi og átti að mæta á fund snemma morguninn eftir og var ný sofnaður enda þreyttur, gat ég ekki hugsað mér að fara að eyða nóttinni í að sækja þau. Ég ræddi þetta við konuna mína hvort hún treysti sér til að sækja þau en hún sagðist vera svo óvön að aka þegar væri orðið svona mikið myrkur auk þess væri hún hálf hrædd að vera að þvælast um þessa firði á nóttinni og ræddum við um hvað við gætum gert. Ég hringdi í björgunarsveitina en fékk þau svör að þar sem fólkið væri ekki týnt sinntu þeir þessu ekki nema gegn verulegri greiðslu. Ég hringdi þá í lögregluna en fékk þau svör að það væri aðeins einn maður á vakt og hann mætti ekki fara frá. Nú voru góð ráð dýr en allt í einu segir konan mín við mig hringjum í Dubba hann er svo greiðvikinn. Ég hringdi í Dubba sem reyndar var sofnaður og þegar hann loks svaraði og ég hafði útskýrt málið stóð ekki á svari. Ég ætlaði nú reyndar að fara á sjó í nótt en það verður bara að bíða, við látum ekki aumingja fólkið hýrast þarna í alla nótt og sagði síðan ég dríf mig af stað en er ekki allt í lagi að ég stríði þeim aðeins. Jú það er allt í lagi sagði ég það er bara fyrir mestu að sækja þau. Svo biðum við og biðum og aldrei kom Dubbi til baka og fórum við því að sofa. Morguninn eftir erum við hjónin að drekka kaffi í eldhúsinu þá kemur Dubbi akandi að húsinu og þau hjónin með. Ég spurði afverju voruð þið svona lengi. Þá sagði skólabróðir minn mér að þessi maður sem ég hefði sent og þau í fyrstu talið að væri kolklikkaður hefði ekki tekið annað í mál en þau gistu hjá sér og nú ætlaði hann að fara með sig að sækja bílinn og Dubbi væri búinn að redda dekki á felgum sem ætti að passa undir bílinn og spurði hvort konan og dóttirin mættu ekki bíða hjá okkur á meðan, sem var auðvitað sjálfsagt mál. Síðan fóru þeir tveir af stað að sækja bílinn. Konan fór þá að segja okkur frá nóttinni hún hefði verðið orðin dauðhrædd en um kl: 02,00 hefði þessi maður komið og snarast út úr bíl sínu stór og mikill og komið vaðandi að þeirra bíl og svipt upp bílstjórahurðinni og sagt dimmri röddu hvern andskotann eruð þið að þvælast hingað vestur á firði um miðja nótt og hafið ekki rænu á að taka með ykkur varadekk og vasaljós, ég ætti að gera þennan bíl upptækan og taka af ykkur ökuskírteinin og rífa þau. Réttast væri að skilja ykkur eftir og láta ykkur labba. Þið eruð greinilega ekta Reykjavíkurbörn, alinn upp í dekri á malbikinu og vitið ekkert um raunverulegt líf sem sagt, aumingjar. Konan sagðist hafa verið orðin dauðhrædd áður en þessi maður kom og lesturinn yfir þeim hefði ekki bætt úr skák og hún farið að gráta og hugsað með sér hvað er hann Jakob að gera, senda til okkar snarklikkaðan mann ofan á öll vandræði okkar en þegar maðurinn sem hafði kynnt sig sem Guðmund Þ. og væri kallaður Dubbi, hefði séð hana gráta hefði hann hlegið tröllahlátri og sagt við þau "Til að kóróna allt, trúið þið síðan öllu sem við ykkur er sagt." Hefði síðan sagt þeim að hann byði þeim aðstoð sína við að flytja allt dótið yfir í sinn bíl og síðan færu þau sjálf með barnið í sinn bíl. Hún sagði að maðurinn hefði nánast einn flutt allt dótið á milli bíla og svo var ekið af stað áleiðis til Bíldudals. Hún sagði að þegar þau hefðu verið lögð af stað, hefði sér létt mikið og hugsað þetta er greinilega hinn besti maður. Síðan þegar þau voru að fara niður í Arnarfjörð og á ákveðnum stað sést vel ljósin á Bíldudal því bjart var yfir, heiðskýrt og stjörnubjart og hið besta veður hefði hann stoppað bílinn drepið á honum og slökkt öll ljós og sagt við mann sinn sem sat frammí hjá bílstjóranum "Nú er komið að því sem mig hefur alltaf langað til að gera á þessum stað og ég fell fyrir öllum freistingum og ef mér dettur eitthvað í hug þá framkvæmi ég það. Nú ætla ég að nauðga konunni þinni. þú horfir bara á ljósin á Bíldudal á meðan og ef þú ferð að vera með einhverja stæla neyðist ég til að rota þig" Konan sagði að þá hefði gripið um sig ofsahræðsla og hugsað með sér, maðurinn er greinilega kolklikkaður og hefði farið að gráta og beðið hann að láta ekki svona. Dubbi rak aftur upp sinn mikla hlátur og sagði "Eins og ég sagði við ykkur áðan er alveg ótrúlegt hvað þið eruð fljót að trúa öllu sem við ykkur er sagt ég á mína konu heima og það nægir mér alveg." Síðan setti hann bílinn aftur í gang og ók af stað á ný og hló mikið, tekur síðan símann sem var NMT-sími og hringdi í konuna sína og sagðist vera að koma heim með hjón og eitt lítið barn og hvort hún vildi eitt herbergi bergi klárt fyrir fólkið og eins þyrfti hún að elda góða súpu og smyrja brauð, því þetta fólk væri búið að lenda í miklum vandræðum og yrði að fá eitthvað gott að borða þegar hann kæmi heim með þau. Ég gerði þetta fyrir hann Kobba frænda þinn að sækja þau. Þegar á Bíldudal var komið sögðu þau að þau gætu örugglega fengið að gista hjá Jakob. Nei nei svaraði Dubbi "Hann Kobbi er örugglega löngu farinn að sofa og við erum ekkert að ónáða hann núna, klukkan er orðin svo margt, var þá ekið heim til Dubba og þar tók á móti þeim hans kona brosandi og bauð þeim inn í borðstofu. en þar beið stórt borð hlaðið af veislumat. Meðan þau voru að borða sagði Dubbi "Krakkar mínir þið vonandi fyrirgefið mér hvernig ég var að tala við ykkur en það er bara þannig að ég hef svo gaman af því að stríða fólki og koma því á óvart bara til að sjá viðbrögðin en í raun er ég besti kall". Eftir að hafa borða mikið af þessum góða mat var þeim hjónum fylgt í notalegt herbergi og Dubbi sagði ég vek ykkur kl:08,00 því við verðum að ná í bílinn ykkar. Konan sagði við okkur hjónin að hún hefði sjaldan á ævinni verið eins feginn og þegar hún fór að sofa og hefði sofið mjög vel og sá núna í réttu ljósi hvern mann Guðmundur Þ. Ásgeirsson hafði að geyma. Kl:08,00 er bankað á dyrnar og inn kom kona Dubba og sagði að Dubbi hefði beðið sig um að vekja þau og þau skildu bara koma upp og fá sér kaffi og morgunmat. Skömmu síðar fóru þau á fætur og fóru upp þar sem þau hittu konu Dubba og var það eins og um nóttina að þar beið þeirra glæsilegt morgunverðaborð eins og á bestu hótelum. Skömmu síðar kom Dubbi og fékk sér kaffi og mat og spurði þau síðan hvernig hjólbarðar væru á bílnum þeirra, það vissu þau ekki og Dubbi sagði Æ,æ þið þetta malbikunarfólk vitið ekkert um eitt eða neitt, en þetta er hlutur sem ég verð að redda til að við getum sótt bílinn. Því ég verð að fara á sjó í nótt, eftir morgunmatinn sagði Dubbi við eiginmanninn við verðum að drífa okkur og bjarga þessu. Síðan fóru þau út í bíl Dubba og hann ók rakleitt á bifreiðaverkstæðið og spyrði Dubbi hvort þeir vissu um einhvern bíl af sömu gerð á staðnum og þeir vissu um einn og var brunað heim ti þess manns og þau hjón sáu að þar stóð bíll eins og þeirra. Dubbi hringdi í manninn og bað hann að koma út og tala við sig. Sá maður kom skömmu síðar og Dubbi sagði umsvifalaust þú verður að lána mér varadekkið á bílnum þínum, farðu og náðu í það, ég skila því seinna í dag og vertu fljótur, maðurinn komst ekki að til að segja neitt en þegar hann kom aftur með hjólbarðann spurði hann "Hvað er að ske Dubbi minn?". Það er kallað að hjálpa náunganum svarði Dubbi og brunaði af stað og sagði við konuna og barnið nú fer ég með ykkur heim til hans Kobba og þið bíðið þar meðan við sækjum bílinn. Konan sagði við okkur, þetta er ótrúlegur maður, fyrst hræðir hann úr manni líftóruna og svo næst vill hann allt fyrir mann gera, Eftir hádegi kom skólabróðir minn akandi heim til mín og Dubbi fylgdi á eftir, ég fór út og ræddi við Dubba hvort ég ætti ekki að borga honum eitthvað fyrir þetta allt fór hann að skellihlæja og sagði "Nei ég á nóg af peningum, en ef þú ert í vandræðum með peninga þá skaltu bara kaup eitthvað fallegt fyrir konuna þína". Með þeim orðum kvaddi hann og fór.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2007 | 08:53
Smá grín að vestan.
Eitt sinn var á Ísafirði sýslumaður nokkur, en nafn hans skiptir ekki máli, hann hafði ávalt með sér í opinberum erindagjörðum, sýsluskrifara að nafni Matthías og leitaði oft til hans með góð ráð. Eitt sinn þurfti sýslumaður að hafa réttarhöld í barnsfaðirsmáli í Bolungarvík og var Matthías að sjálfsögðu með í för. Í réttarhöldunum kom fram hjá stúlkunni að hún sagði að ákveðinn maður ætti barnið og var hún beðinn um að gera grein fyrir sínum fullyrðingum. Sagði hún þá frá því að hún hefði verið stödd á Ísafirði og þar hefði verið fiskibátur, sem var að fara til Bolungarvíkur og fékk hún far með bátnum ásamt nefndum manni og fjölda fólks, sem var að nota tækifærið til að sleppa við að ganga um Óshlíð. Á leiðinni hefði hún haft samfarir við margnefndan mann. Spurði sýslumaður þá hvort lúkar bátsins hefði ekki verið þröngt setinn af farþegum og hvernig þau hefðu getað athafnað sig við þær aðstæður. Hún sagðist hafa sest í kjöltu mannsins og þannig hefðu þau getað haft samfarir án þess að nokkur yrði þess var. Sýslumaður horfði lengi undrandi á stúlkuna og sneri sér síðan að sýsluskrifaranum og spurði hann undrandi, "Er þetta hægt Matthías?". Síðan hefur þetta verið notað sem orðatiltæki fyrir vestan ef fólk verður undrandi á eitthverju.
Jóhann Júlíusson mikill heiðursmaður á Ísafirði sem nú er látinn og alltaf kallaður Jói Júl og var einn af stofendum fyrirtækisins Gunnvör hf. Fór þegar hann var farinn að eldast og búinn að draga sig að mestu í hlé frá rekstri þess fyrirtækis, að aðstoða konu sína í Skóbúð Leós á Ísafirði en búðina hafði hún fengið í arf. Jói sem alla tíð hafði unnið mikla erfiðisvinnu var kannski ekki alveg á réttum stað við að afgreiða í skóbúð. Eitt sinn kom sending af nýjum skóm í búðina og þar á meðal gulir lakkskór sem Jói stillti vandlega út í glugga. Skömmu síðar kemur maður inn í búðina og segir við Jóa hvernig dettur þér að vera með gula skó, þetta kaupir ekki nokkur maður, Jói klóraði sér aðeins í hausnum og svarað. Ég veit ekki betur en Guðbjörgin ÍS sé gul og það vilja allir fá að vera þar um borð. Það kom líka fyrir hjá Jóa að viðskiptavinur sem hafði nýlega keypt skó, hringir og segir að þegar hann hafi komið heim með skóna og opnað kassann að þeir voru báðir á sama fótinn. Líttu bara við hjá mér í búðinn sagði Jói, ég ætla að gefa þér 50% afslátt fyrst svona er. Ekki veit ég hvernig þessum viðskiptum lauk að lokum.
Kona nokkur frá Hveragerði bjó nokkuð lengi á Bíldudal harðdugleg og yndælis kona, en býr núna á Eyrarbakka og vann um tíma hjá Rækjuver hf. þar sem margt var rætt hjá konunum sem unnu við færibandið þar sem rækjan var hreinsuð. Hún ætlaði oft að nota ákveðin orðatiltæki til að krydda frásagnir sínar. Eitt sinn var hún nýbúin að eignast barn og gekk illa að fá einhvern til að líta eftir barninu meðan hún var að vinna og greip hún þá til þess ráðs að hafa barnið með sér í barnavagni sem hún hafði fyrir utan verksmiðjuna en þurfti oft að skreppa út til að huga að barninu. Í eitt skipti þegar hún kom til baka úr slíkri ferð var hún spurð hvort ekki hefði verið allt í lagi með barnið og þá brosti konan og sagði "Allt í lagi barnið sefur eins og dögg fyrir sólu". Eitt sinn þurfti hún að skreppa til Reykjavíkur og fékk frí í viku úr vinnunni. Þegar hún var að ljúka vinnu síðast daginn fyrir umrætt frí og var að kveðja vinnufélaga sína, sagði hún "Jæja stelpur mínar nú er ég farinn í vikufrí forever". Eitt sinn var ein af þeim sem voru að vinna við hreinsibandið að segja magnaða sögu um atburð sem nýlega hafði skeð á Bíldudal, þegar hún hafði lokið frásögn sinni umrædd kona "Ja hérna mikið hefði nú verið gaman að vera dauð fluga á vegg og fylgjast með þessu." Svo kom að því að það átti að skíra þetta litla barn en þá var hún orðin gift kona. Hún var ákeðinn að yngja afa sinn upp og hélt hún sjálf barninu undir skírn og þegar presturinn spurði "Hvað á barnið að heita?" svarað hún hátt og skýrt Einar Kristinn. Þegar heim kom var haldinn smá veisla fyrir nánust ættingja og konan gat varla beðið með að hringja í afa sinn og færa honum þessar fréttir því það myndi gleðja gamla manninn svo mikið og hún hringdi í afa sinn og sagði að nú ætti hann orðið alnafna. Það kom löng þögn í símann og svo sagði afinn. Elskan mín fyrst þú varst að þessu afhverju hafðir þú ekki nafnið rétt. Ég heiti Einar Kristján hún reyndi að afsaka þetta og sagðist hreinlega ekki hafa munað þegar hún stóð frammi fyrir prestinum hvort nafnið það væri svo hún hefði orðið að giska á það, en ekki var hægt að breyta neinu úr því sem komið var. Eitt sinn kom hún í heimsókn til okkar hjóna, en þá var hún og maðurinn hennar nýbúin að kaupa sér nýtt húsnæði og var hún að mála allt áður en flutt yrði inn. Ég sagði þá við hana "Jæja hvernig gengur svo að mála?". "Það gengur bar vel svaraði hún, en ég er óánægð með eitt "það koma svo margir sunnudagar á veggina". Ég held að það sé eitthvað að málningunni því veggirnir verða svo blettóttir. Eiginmaður þessarar konu var eitt sinn í viðtali í Svæðisútvarpi Vestfjarða og var að lýsa því hve gott hjónabandið væri og komst þannig að orði "Við erum mjög samrýmd og allar ákvarðanir tökum við saman en að sjálfsögðu tekur konan allar lokaákvarðanir". Þegar ég var á sínum tíma framkvæmdastjóri fyrir frystihúsinu og útgerðinni á Bíldudal (18 ár), kom maður sá er kona þessi giftist síðar eitt sinn til mín á skrifstofuna, en hann vann þá við beitningu á öðrum línubátnum sem við gerðum út. Þetta skeði þó nokkru áður en hann gifti sig. Hann sat lengi og hugsaði og stundi svo upp erindinu "Heyrðu Jakob er nokkur leið að ég geti fengið að vera aðkomumaður, en þú átt heima hérna vinur minn svaraði ég og af hverju ertu að velta þessu fyrir þér. Jú sjáðu til sagði hann það er orðið svo þröngt um okkur heima og ég hef ekki sér herbergi og þið útvegið öllu aðkomufólki herbergi í verbúðunum hjá ykkur en eins og þetta er hjá mér núna er það mjög óþægilegt ef maður færi nú að spá í kvennfólk. Það er ekkert mál að láta þig hafa herbergi karlinn minn en að gera þig að aðkomumanni í þinni heimabyggð get ég ekki gert fyrir þig. Það lifnaði mikið yfir honum yfir því að fá herbergi og gerðist hann nú aðeins djarfari og sagði"Eins og þú veist Jakob, sem fylgist svo vel með öllu og kemur í heimsókn til okkar á hverjum morgni, þá hefur mig aldrei vantað í beitninguna og er ekki oft veikur eins og hinir og ég var að velta því fyrir mér af því maður á víst rétt á ákveðnum fjölda veikindadaga, hvort ég fengi þá ekki bara greidda í lok vertíðar. Ég sagði honum að fólk ætti að sjálfsögðu rétt á að fá greidda veikindadaga, en þá yrði það að vera raunverulega veikt og koma með læknisvottorð. Heyrði ég hann segja við sjálfan sig um leið og hann fór, "Mikið hef ég verið heimskur að verða aldrei veikur í vetur." Nokkrum árum seinna en þá hafði skuttogari bætst við í flotann hjá okkur var sérstakt löndunargengi sem sá um að landa úr togaranum og gaf það af sér mjög góðar tekjur og í þessum hópi var áðurnefndur maður. Ég var eitt sinn staddur á skrifstofu verkstjórans í frystihúsinu og vinnu var að ljúka og þá kemur hann inn og segir við verkstjórann ég er búinn að vera talsvert slappur í dag er sennilega orðinn veikur og því óvíst að ég geti mætt á morgun Þú ert óheppinn sagði verkstjórinn því togarinn er að koma í nótt og það er löndun í fyrramálið. Þá brosti hann og sagði "Þá svindla ég bara á kerfinu og mæti þótt ég verði veikur og fór brosandi út." En þessi aðstoð mín við hann með herbergið átti eftir að draga dilk á eftir sér, því að í sama húsi og hann flutti í, bjó konan frá Hveragerði sem þá var komin með eitt barn og fór oft út að skemmta sér og þá var hann sem er einstaklega greiðvikinn maður alltaf tilbúinn að passa fyrir hana barnið. Þegar konan var spurð út í samband þeirra sagði hún eitt sinn það er nú ekkert alvarlegt og bætti svo við "Ég fæ stundum grænar gæsabólur þegar ég hugsa um hann." En svo fór nú að lokum að þau náðu saman og giftust og stofnuðu sitt heimili og virtust nokkuð hamingjusöm, en hún hélt uppteknum hætti var í partýjum hingað og þangað og hann sat heima og passaði börnin. Þegar hann var eitt sinn spurður um það hvort honum mislíkaði ekki þetta svaraði hann með bros á vör. "Svona er víst bara nútíminn að mér skilst, ungar konur verða víst að fá að skemmta sér aðeins án þess að vera alltaf með eiginmannin með sér." Það þar varla að taka það fram að þetta hjónaband endaði með skilnaði fyrir nokkrum árum og eins og áður sagði býr konan á Eyrarbakka en maðurinn býr í Keflavík.
Það hefur lengi loðað við Vestfirðinga að stytta nöfn manna og tengja þá foreldrum sínum sbr. Guðjón Arnar Kristjánsson gengur alltaf undir nafninu Addi Kidda Gau sem á að tákna að Guðjón (Addi) sé sonur Kristjáns Guðjónssonar. Annað dæmi get ég nefnt að á Bíldudal bjuggu lengi hjón sem nú eru bæði látinn og hétu Högni og Jóna. Hann var alltaf kallaður Högni hennar Jónu og hún Jóna hans Högna, maður sem var nýfluttur til Bíldudals og var að vinna á skrifstofu hjá mér, var að velta þessu fyrir sér og ekki lagaðist málið fyrir honum þegar stelpurnar á skrifstofunni fóru að útskýra þetta betur fyrir honum, Högni var nefnilega Högni hennar Jónu hans Högna.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2007 | 17:45
Gísli á Uppsölum
Gísli á Uppsölum var einstakur maður eins og alþjóð veit. Hann lifði af því sem landið gaf honum að því undanskyldu að hann þurfti að versla sér kaffi, sykur ofl. lítilsháttar. Naut hann aðstoðar nágranna sinna að nálgast þessar vörur frá Bíldudal en þangað kom hann aðeins einu sinni á ævinni til að sækja orgel sem hann hafði keypt sér annars kom hann aldrei til Bíldudals af þeirri einföldu ástæðu að þangað átti hann ekkert erindi. Hann undi glaður við sitt og kvartaði aldrei yfir sínum högum, frekar að hann hefði áhyggjur af öðrum. Eins og þegar Hannibal sem var nágranni hans í seinni tíð færði honum þær fréttir að Eþópýjukeisara hefði verið steypt af stóli, kom áhyggjusvipur á Gísla og hann spurði Hannibal hvort hann vissi hvað yrði um konu og börn keisarans og hvort maðurinn fengi ekki örugglega aðra vinnu. Þegar Gísli komst á eftirlaunaaldur og fór að fá greiddan ellilífeyrir eignaðist hann fyrst nokkra peninga sem söfnuðust upp á bankabók en áður fyrr hafði hann lagt inn hjá kaupfélaginu nokkur löm til slátrunar á haustin sem dugði fyrir nauðsynlegust útgjöldum og þegar rafmagn var lagt á alla bæi í sveitinni var Gísli sá fyrsti sem fékk tengt því hann gat greitt strax fyrir rafmagnsinntakið. Á sínum tíma voru þeir fjórir bræðurnir sem bjuggu með móður sinni á Uppsölum, það voru Gestur, Bjarni, Gísli og Sigurður. Þeir voru mjög pólitíski bræðurnir og deildu mikið um pólitík. Gestur var harður kommúnisti, Bjarni studdi Framsókn og Sigurður ofstækisfullur sjálfstæðismaður, ekki held ég að Gísli hafi verið mikið að kafa í pólitík honum var bara nokkuð sama hverjir voru að stýra landinu. Það var með pólitíikina eins og svo margt annað í hans lífi að það sem var ekki hans mál að skipti hann sér ekki af. Hinir bræðurnir þrír rifust svo harkalega við matarborðið að móðir þeirra tók til þess ráðs að láta stúka borðið niður í hólf sem hver sat við svo friður væri til að matast. Eftir að móðir þeirra dó fór Gestur fyrstur að heiman, giftist og varð bóndi í Trostnasfirði, síðan fór Bjarni en hann var lamaður að stórum hluta og fékk inni hjá einhverri stofnun fyrir slíka menn. Voru þeir því tveir eftir Gísli og Sigurður báðir jafn sérvitrir og höfðu lítið samstarf sín á milli. Íbúðarhúsið var á tveimur hæðum og bjuggu þeir hvor um sig á sitt hvorri hæðinni og einnig áttu þeir hvor sín útihús og voru hús Gísla lengra frá bænum. Ekki hjálpuðust þeir að við heyskap eða annað og þegar Sigurður eignaðist dráttarvél til að nota við heyskapinn leyfði hann ekki bróður sínum að nýta hina nýju tækni og var Gísla alveg sama, Sigurður átti traktorinn en ekki hann og við það sat. Svo kom að því að Sigurður hætti búskap og flutti til Bíldudals og var Gísli þá einn eftir og þótt Sigurður væri farinn datt Gísla ekki í hug að nýta útihús Sigurðar þótt þau væru mun nær íbúðarhúsinu og í betra ástandi en hús Gísla. Nei Sigurður átti þessi útihús og komu Gísla hreinlega ekkert við og eins var með íbúðarhúsið hann nýtti aldrei þá hæð sem Sigurður bjó áður vegna þess að það var hæðin hans Sigurðar og þangað átti Gísli ekkert erindi. Sú saga var sögð að þegar hann var ungur hefði hann orðið ástfanginn af stúlku sem bjó í Tálknafirði en ekki er löng gönguleið úr botni Selárdals yfir til Tálknafjarðar, þá mun móðir hans hafa komið í veg fyrir að Gísli fengi að eiga þessa stúlku vegna þess að þá myndi Gísli flytja að heiman og reiddist Gísli svo að hann mun hafa strengt þess heit að fyrst svona væri komið myndi hann aldrei fara frá Selárdal nema tilneyddur. Gísli horfði á heiminn með sínum augum og þótt hann væri ekki víðsýnn var hann ekki heimskur. Hann var ákeðinn og stóð við sitt. Áður en Ómar Ragnarsson gerði hina frægu þætti um Gísla kom Árni Johnssen sem þá var blaðamaður á Morgunblaðinu í heimsókn til Gísla, en ekki vildi Gísli mikið við hann ræða og sagði nágranna sínum síðar frá þeirri heimsókninni þannig: "Maðurinn virkaði þannig á mig að hann væri eitthvað skrýtinn og alla veganna er hann ekki eins og við hinir." En Ómar Ragnarsson náði góðu sambandi við Gísla eins og kom fram í hinum góðu þáttum Ómars um Gísla. Svo fór að lokum að heilsan brast hjá þessum heiðursmanni og lést hann á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Það kom í hlut Sigurðar að sjá um að skipuleggja útförina þar sem Gestur og Bjarni voru báðir látnir. Þegar Sigurður ræddi við prestinn og sagði honum að best væri að athöfnin færi fram í Patreksfjarðarkirkju og jarðsett í kirkjugarðinum á Patreksfirði reyndi presturinn að ræða við Sigurð hvort ekki væri betra að hafa jarðarförina í Selárdal en þar er kirkja og beitti presturinn m.a. þeim rökum að Gísla hefði nú líkað það mun betur að fá að hvíla hinstu hvílu í dalnum sínum sem fór aldrei frá og þótti greinilega svo vænt um. En Sigurði varð ekki haggað og sagði prestinum: "Hvað heldur þú að Gísli geti verið að velta svona hlutum fyrir sér, skilur þú ekki að hann er steindauður."
Þetta voru menn sem tóku sínar ákvarðanir og stóðu við þær hvað sem á gekk. Þetta minnir mig óneytanlega svolítið á afstöðu manna hjá Hafró hvað varðar fiskveiðistjórnunarkerfið. Það sem einu sinni er búið að ákveða og segja skal standa hvað sem á gengur. En munurinn er sá að Gísli var oft talinn sérvitur, ómenntaður sveitamaður og jafnvel heimskur en hinir eru vísindamenn og eiga að teljast hafa mun meira vit á hlutunum en ég og þú. Eins og kemur fram hér að ofan skipt Gísli sér aldrei að þeim hlutum sem hann taldi að væru ekki sitt mál og mættu margir taka það sér til fyrirmyndar.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2007 | 11:17
Lítil saga af sjónum
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2006 | 16:33
Fimmtudagur 28. desember 2006
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 801837
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
249 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Hægri og vinstri samsæriskenningar
- -stríðsþokan-
- Yfirlýsing um fósturvísamálið ...
- Orð guðföður Viðreisnar
- Myndir af þeim.
- Enn einn naglinn í kistu covid bóluefnanna
- Samskipti Alfa við beta í gegnum söguna - Hvar fellur Trump inn í myndina?
- Skjátextar á vitvélaöld
- AÐ TAKA UPP EVRU (VERSTU MISTÖK SEM HÆGT ER AÐ GERA).....
- Einn pakki, enginn valkostur