Færsluflokkur: Spaugilegt
26.9.2007 | 08:35
Meira um flug
Á sínum tíma var Flugfélag Íslands með reglulegt á ætlunarflug til Patreksfjarðar sem var notað af íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum. Flogið var 3 daga í viku. Sá galli var á Patreksfjarðarflugvelli að í ákveðnum áttum sem eru talsvert ríkjandi á þessum stað var alltaf talsverður hliðarvindur á flugbrautina og því algengt að fella þyrfti niður flug af þeim sökum í þetta áætlunarflug notaði félagið vélar af gerðinni Fokker sem tóku um 48 farþega. Þegar ákveðnar endurbætur voru gerðar á Bíldudalsflugvelli var hann oft notaður sem varaflugvöllur því þar voru lendingarskilyrði miklu betri og á tímabil var svo komið að Fokkervélin var farinn að lenda oftar á Bíldudal en á Patreksfirði ákvað Flugfélag Íslands að hætta þessu flugi, því áætlunarflug til Bíldudals var þá sinnt af öflugu og velreknu félagi sem var Íslandsflug hf. og var það félag stöðugt að taka farþega frá Flugfélagi Íslands, bæði var það að Íslandsflug hf. flaug daglega og á tímabili tvær ferðir á dag og einnig að mjög sjaldan þurfti að fella niður flug vegna veðurs. Í dag er Bíldudalsflugvöllur notaðu í allt áætlunarflug á sunnaverða Vestfirði. Ég ætla að segja hér tvær litlar sögur sem skeðu þegar áætlunarflug var til Patreksfjarðar:
Eitt sinn sem oftar þegar farþegar eru mættir á Reykjavíkurflugvöll og búið að tilkynna að brottför væri á réttum tíma og allt í lagi með veður og biðu farþegar hinir rólegustu eftir að vera kallaðir út í vélina. Í þessum hópi var kona frá Tálknafirði sem hafði það orð á sér að hún gæti séð fyrir um óorðna hluti. Síðan kemur að því að farþegar eru kallaðir út í flugvélina og myndaðist þó nokkur röð við stigann sem notaður var til að ganga um borð. Konan frá Tálknafirði var ein af fyrstu farþegunum sem fóru um borð og fékk sér sæti, eftir smá stund í sætinu stendur hún upp og gengur aftur eftir vélinni og segir við flugfreyjuna að hún verði að komast út, því það sé svolítið að og hún geti ómögulega farið með þessu flugi. Flugfreyjan stoppaði þá farþega sem eftir voru að koma um borð og bað þá að bíða á meðan konan kæmist niður stigann, því hún treysti sér ekki í þetta flug. Nær allir farþegar vissu að þessi kona var talin skyggn og fóru að velta fyrir sér hvað konan hefði nú séð fyrir og öllum datt það sama í hug "flugslys" Nú sneru nær allir sem ekki voru komnir um borð, við og hættu við flugið og brátt fóru fleiri farþegar að tínast út úr flugvélinni og endaði með því að aðeins nokkrir farþegar voru eftir en flestir fóru aftur inn í flugstöðina. Vélin flaug síðan til Patreksfjarðar með nokkra farþega og til baka aftur og ekkert kom fyrir. Eftir að konan hafði jafnað sig var farið að spyrja hana hvað hefði komið fyrir og hvað hún hefði séð? Þá kom í ljós að ástæðan fyrir því að hún hætti við og treysti sér ekki í flugið var sú;"Að hún hefði fengið svo heiftarlegt Mígrenikast og hefði gleymt að taka með sér þær töflur sem hún notaði við þessum sjúkdóm" Voru því nokkuð margir farþegar sem vonsviknir yfirgáfu flugstöðina þennan dag.
Nokkru seinna var líka áætlað flug til Patreksfjarðar og þar sem veður var frekar slæmt var tilkynnt að ófært væri til Patreksfjarðar en athugað með flug nokkrum klukkutímum síðar og gekk þetta svona allan daginn og að lokum var fluginu aflýst og tilkynnt um ákveðin brottfaratíma næsta dag og byrjaði þá aftur sama sagan tilkynnt ófært til Patreksfjarðar og næsta athugun eftir nokkra klukkutíma. Góður kunningi minn og samstarfsmaður til margra ára var ein af farþegum, hann var þekktur fyrir mikla óþolinmæði og vildi að allir hlutir gengju eftir og það strax. Þegar síðan kemur að það er tilkynnt að fluginu sé aflýst og tilkynnt brottför næsta dag. Þá sprettur þessi maður á fætur og segir að þetta gangi ekki lengur. Fer í símann og kemur til baka og fer að segja hinum farþegunum að hann sé búinn að fá 6 manna vél til að fljúga vestur á Bíldudal og spyr hvort einhverjir sem þarna voru að bíða vilji koma með og var fljótt að fylla þau sæti sem í boði voru. Þegar þessir 6 menn eru búnir að fá farangur sinn aftur og flugmiðana endurgreidda og eru á leiðinni út í leigubíl stendur upp kona og hrópar í Guðanna bænum hættið við þetta, þið gætuð verið að ana beint út í dauðann. Sá sem stóð fyrir þessu flugi stoppaði aðeins og sneri sér að konunni og sagði; "Það er þó skárra að taka þátt í því en að sitja hér á rassgatinu og gera ekki neitt" Það skal tekið fram að þessi flugferð þeirra 6 tókst vel og ekkert óhapp kom fyrir.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 11:57
Flughræðsla
Það er ekkert gaman mál að vera flughræddur. Ég þjáðist af þessu lengi vel og vegna starfa minna sem framkvæmdastjóri á Bíldudal í 18 ár og stjórnarmaður í stóru sölufyrirtæki á sjávarafurðum, þurfti ég að ferðast mikið í flugi. Lengi vel hélt ég þessu niðri með því að vera alltaf með pela af áfengi á mér og fá mér hressilega úr honum áður en ég fór uppí flugvél. Þar sem ég þurfti auðvitað að vera allsgáður er ég var að fara til Reykjavíkur frá Bíldudal vegna minna starfa og gat ég auðvitað ekki farið að hitta og ræða við þá aðila sem ég þurfti strax við komu til Rvík. og varð því að fresta öllu slíku þar til daginn eftir. En svo kom auðvitað að því að ég sá að þetta gat ekki gengið lengur og leitaði mér aðstoðar hjá geðlæknir vegna þessarar hræðslu og eftir það og með mörgum flugferðum hef ég ekki fundið fyrir þessu. En ég ætla að segja hér frá nokkrum flugferðum frá þeim tíma þegar þetta þjakaði mig sem mest:
Einu sinni var starfandi flugfélag sem hét Vængir hf. og var með áætlunarflug til Bíldudal og fleiri staða og notaði tvær gerðir af flugvélum sem voru af gerðinni, Dornier 9 farþega og Twin Otter 19 farþega. Þetta voru góðar og traustar vélar en fjárhagur þessa flugfélags var orðinn mjög erfiður og á mörkum þess að félagið héldi flugrekstrarleyfi sínu. Hjá þessu félagi störfuðu margir mjög góðir flugmenn og þeir reyndu að gera allt sem þeir gátu til að létta undir með þessu félagi, hlóðu vélarnar sjálfir og affremdu á komustað og jafnvel sættu sig við að fá ekki laun sín alltaf greidd á réttum tíma. Einu sinni um miðjan vetur og talsverðu frosti var ég á leið frá Rvík. til Bíldudals og þá var farið með minni vélinni. Það var ekið út á brautarenda á flugvellinum og stoppað þar og virtust flugmennirnir vera að fara yfir tékklista, svo sett á fulla ferð og átt ég ekki von á öðru en fljótlega færi vélin í loftið en allt í einu er hætt við flugtak og vélin stöðvuð og ekið að flughlaðinu hjá þessu flugfélagi og okkur var tilkynnt að það yrði aðeins bið og við ættum að bíða í vélinni. Þegar vélin hafði stöðvast opnar flugstjórinn hurð og hoppar út, það komu einhverjir menn út og miðað við allt handapatið hjá flugstjóranum og þar sem hann hafði ekki lokað alveg hurðinni mátti heyra að mikið rifrildi var í gangi og sást að flugstjórinn var farinn að steyta hnefana framan í ákveðinn mann og af einhverjum ástæðum færðust þessir tveir menn stöðugt nær flugvélinni og fór maður þá að heyra um hvað verið var að rífast og við heyrðum flugstjórann hrópa framan í þennan mann,"Þú áttir að sjá um að vélin væri fyllt af eldsneyti og merktir meira að segja við að það væri búið og það er ekki þér að þakka að ekki varð af þessu stórslys því þegar ég ætlað að lyfta vélinni af brautinni snarféll eldsneytismælirinn." Já sjáðu til sagði hinn heldur aumur"Ég reyndi, en lokið var svo frosið að ég gat ekki opnað það" Var nú beðið góða stund eftir að eldsneyti væri sett á vélina og síðan farið í loftið og allt gekk vel, en alla leiðina var ég nánast stjarfur af hræðslu og hugsaði um það eitt. Hvort eitthvað annað hefði gleymst.
Nokkru síðar var ég aftur á leiðinni vestur með sama flugfélagi og nú var farið með stærri vélinni. Veðrið var ekki gott og spáð versnandi veðri. Fljótlega eftir flugtak byrjuðu smálæti, flugstjórinn til kynnti að það yrði talsverð ókyrrð á leiðinn og bað alla að hafa sætisbeltin spennt og ekki væri öruggt að hægt yrði að lenda á Bíldudal og sagði að núna væri gott veður á Bíldudal og hann væri að vona að þetta slæma veður yrði ekki komið fyrir vestan þegar þangað væri komið. En það var eins og veðrið nánast fylgdi okkur alla leið og þegar við erum komin að heiðinni sem er á milli Arnarfjarðar og Barðastrandar tilkynnir flugstjórinn að því miður sé veðrið á Bíldudalsflugvelli orðið frekar slæmt en hann ætli samt að reyna að lenda, en við skyldum vera við því búin að það yrðu sennilega talsverð læti þegar farið yrði að lækka flugið og fara niður í Arnarfjörð. Þegar flugvélin var komin yfir heiðinna og fór að lækka flugið byrjuðu heldur betur lætin, það var nánast eins og tröllshendur hefðu gripið vélina og hún kastaðist til og frá og stundum fannst manni eins og vélin væri við það að skella utan í hin háu fjöll sem þarna eru og tók ég nú upp vínpelann og drakk hressilega úr honum og þegar flugstjórinn tók síðan stóran sveig út á Arnarfjörð og skellti vélinni nánast á hliðina til að koma rétt í aðflug að flugbrautinni og ég ætlaði að fá mér meiri hressingu vildi ekki betur til en svo að í öllum látunum skvettist uppúr pelanum á þann sem sat við hliðina á mér. Ég sneri mér að manninum, sem var eldri maður og frekar veiklulegur á að sjá. Ég bað hann afsökunar og sagðist bara vera svo flugræddur og spurði manninn en hvað með þig, þú situr bara rólegur í öllum þessum látum ertu aldrei hræddur? Hann svaraði ósköp rólega "Ég var að koma úr læknisskoðun og greindist með krabbamein á svo háu stigi að það verður ekki læknað svo mér er alveg sama hvernig þessi flugferð endar." Þegar hann hafði lokið þessari setningu renndi flugvélin inná flugbrautina.
Það kom oft fyrir ef ekki hafði verið flogið innanlands í nokkra daga og allar flugáætlanir fór úr skorðum að þegar loks var hægt að fljúga var oft tilkynnt að ekki væri fært til Bíldudals þótt hin raunverulega ástæða væri skortur á flugvélum. Eitt sinn kom slíkt fyrir hjá mér og þegar veðrið var orðið gott bæði í Rvík. og á Bíldudal gafst ég upp og fór út á Flugskóla Helga Jónssonar, en Helgi er fæddur og uppalinn á Bíldudal og flaug þangað mikið. Þegar ég kem og hitti Helga og spyr hvort hann eigi leið vestur á firði, hann sagði mér að það hefði nú ekki verið á dagskrá hjá sér þennan dag en bætti svo við að reyndar væri hann með pakka sem þyrfti að komast til Þingeyrar og hann hefði verð að bíða með að fara með pakkann í þeirri von að einhverjir farþegar kæmu líka, því sá sem ætti pakkann vildi ekki borga fyrir sérstakt flug með hann en ef ég vildi borga ákveðna upphæð sem hann nefndi, þá væri sjálfsagt mál að fara með mig vestur og þá gæti hann losað sig við þennan pakka. Ég var fljótur að reikna það í huganum að þetta værri ekki hærri upphæð en flugfar hjá Vængjum hf. að viðbættum kostnaði við gistingu, mat, bílaleigubíl ofl. í einn sólahring svo ég sagði Helga að ég ætlaði að taka þessu boði. Hann sagði mér að hann sjálfur væri að fara í flug til Grænlands, sem hann stundaði mikið á þessum árum, og því miður væru allir sínir flugmenn uppteknir í flugi, en hann vissi um einn flugmann sem alltaf væri tilbúinn til að gera sér greiða og sagði einnig að þar sem ég væri bara einn dygði einshreyfils flugvél alveg og sagði mér að mæta á ákveðnum tíma og þá yrði þetta klárt. Ég fór þá á Hótel Sögu þar sem ég gisti alltaf á þessum ferðum mínum og pakkaði saman mínu dóti, kvittaði undir reikninginn í lobbýinu og fór síðan að skila bílaleigubílnum og var mættur tímarlega á flugvöllinn og var stöðugt að hugsa um að hætta við þetta og hugsunin um einshreyfils flugvél bætti ekki úr, auk þess sem ég var stöðugt að hugsa um hver flugmaðurinn yrði og taldi orðið næsta öruggt að það yrði einhver sem væri nýbúinn að ljúka flugnámi og kynni lítið sem ekkert og reynslulaus. Þegar ég sit þarna í öllum mínum neikvæðu hugsunum er allt í einu opnuð hurðin og inn snarast maður og býður hressilega góðan daginn og gengur að afgreiðsluborðinu og segir við konu sem þar var. Er Jakob mættur? því hann Helgi hringdi í mig og bað mig að skreppa eina ferð vestur á firði og sagði mér að allt yrði klárt þegar ég kæmi. Konan kannaðist vel við málið og afhendir honum einhver gögn og nefnir hvaða flugvél hann eigi að nota. Maðurinn segir "Nú er það þessi elska sem ég fæ í dag og spyr síðan en hvar er Jakob?" Hún bendir á mig og segir hann situr þarna. Maðurinn snýr sér þá við og gengur til mín og réttir mér höndina og kynnir sig sem í raun var óþarfi því ég þekkti manninn strax, en hann segir ég heiti Vilhjálmur Vilhjálmsson og er flugmaður og söngvari og tók þétt í hendina á mér, og sagði við skulum drífa okkur af stað með stæl. Við fórum út í flugvélina og eftir eðlilegan undirbúning vorum við komnir á loft og þegar við vorum komir í eðlilega flughæð fór Vilhjálmur að syngja og naut þess greinilega að fljúga enda veðrið sérstaklega gott sól og blíða. Þegar við erum að fara yfir Snæfellsnesið byrjar smá ókyrrð og um leið byrjar flughræðslan og ég gríp fast í stólinn sem ég sat í, Vilhjálmur tekur eftir þessu og segir þetta er nú allt í lagi það er bara alltaf hérna talsvert uppstreymi frá fjöllunum. Síðan segir hann allt í einu og snýr sér að mér, "Ertu flughræddur?" Ég gat ekki annað en játað því og þá spurði hann aftur, "Ertu ekki með vínpela í skjalatöskunni eins og svo margir sem eru flughræddir?" þegar ég svaraði því játandi og spurði, er þér sama þótt ég fái mér sopa? Þá rak Vilhjálmur upp skellihlátur og sagði: "Auðvitað er mér nákvæmlega sama, heldur þú að ég hafi aldrei sé fólk drekka vín og óþarfi að vera að pína sig ef manni líður illa." Ég dró þá upp pelann og fékk mér góðan sopa og Vilhjálmur hélt áfram að syngja og einbeita sér að fluginu og lenti með mig á Bíldudalsflugvelli og flaug svo af stað aftur til að skila pakkanum til Þingeyrar. Þessi flugferð hafði mikil áhrif á mig bæði að ég sat við hlið flugmannsins og Vilhjálmur gerði þetta allt af svo miklu öryggi, gleði og trausti. Svo þegar við bættist meðferðin hjá geðlæknir, fór smátt og smátt hverfa þessi flughræðsla mín og mörg ár síðan hún var að öllu horfin.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2007 | 17:32
Að gera grín að trú annarra
Mörgum finnst mjög sniðugt að gera grín að trúuðu fólki og þess vegna ætla ég að koma með smá sögu sem er sönn.
Gömul kona sem bjó ein í blokkaríbúð í Reykjavík var mjög trúuð. Hún hafði ekki mikla peninga á milli handanna frekar en venjulegt eldra fólk á Íslandi í næstu íbúð fyrir ofan bjuggu nokkrir sjómenn sem voru nýkomnir í land eftir góða veiðiferð á frystitogara og höfðu þar af leiðandi talsvert mikla peninga. Þannig háttað til í þessari blokk að hver hæð var dreginn aðeins inn og var því gott útsýni úr hverri efri íbúð á svalir þeirrar neðri. Sjómennirnir voru með mikinn gleðskap fyrsta kvöldið þegar þeir komu í land og spiluðu tónlist af fullum krafti og eins og eðlilegt er var mikill hávaði langt fram á nótt svo gömlu konunni gekk illa að sofna sem endaði með því að hún fór út á svalirnar hjá sér til að fara með bænirnar sem hún gerði á hverju kvöldi og þegar hún er stödd þarna að ræða við sinn Guð er einn úr partýinu staddur á svölunum fyrir ofan og fylgdist með gömlu konunni og þegar hún breiðir út faðminn í átt til himins og biður Guð um hjálp til að bæta líf sitt, kallar sá á efri svölunum á félaga sína til að fylgjast með, því honum fannst þetta svo sniðugt. Félagarnir taka sig þá til og fara að láta detta einn og einn fimm þúsund kall niður til konunnar sem hún tíndi upp og þakkaði Guði fyrir í hvert skipti. Þegar þetta hafði gengið í nokkra stund ráku þeir upp tröllahlátur og kölluðu niður til konunnar "Þetta er nú bara við en ekki Guð sem erum að hjálpa þér og reyna að kenna þér að Guð er ekki til" Sú gamla lét ekki slá sig út af laginu og svaraði á móti "Jú hann er víst til og meira segja notar hann vitleysinga eins og ykkur til að gera góðverk" síðan fór hún inní sína íbúð með seðlabúntið sem hún var búin að tína upp af svölunum, en á efri svölunum stóðu svekktir brandarakarlar nokkrum tug þúsundunum fátækari og var ekki hlátur í huga þegar þeir fóru aftur inn í sína íbúð.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 17:50
Að tala án þess að hugsa
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2007 | 09:16
Verkalýðsbarátta
Á árunum 1995-1997 starfaði ég sem framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu Trostan ehf. á Bíldudal og sá einnig um bókhaldið. Þetta fyrirtæki rak frystihús og saltfiskverkum á Bíldudal og rækjuvinnslu á Brjánslæk á Barðaströnd. Allar afurðir seldum við sjálfir undir merki Trostans ehf. Þarna störfuðu í allt 60-70 manns. Sá sem var aðallyftaramaður fyrirtækisins var jafnframt formaður verkalýðsfélagsins á staðnum og var sá maður ekki kosin sem formaður vegna sinnar hæfni heldu fékkst enginn maður í starfið annar en þessi sem var nú ekki talinn stíga í vitið. Eitt sinn kemur hann alvarlegur á svipinn til að ræða við framkvæmdastjórann sem var jafnframt aðaleigandinn Eiríkur Böðvarsson frá Ísafirði. Formaðurinn segir við Eirík að það hafi komið til tals að fá gossjálfsala í kaffistofuna og hann sé búinn að ræða við Vífilfell sem muni útvega kassann endurgjaldslaust en hinsvegar þurfi að greiða kókið til að fylla á kassann í fyrsta sinn svo rúlli þetta bara sjálfkrafa. Hann ætli sjálfur að sjá um rekstur kassans svo allt fari nú ekki í vitleysu. Eiríkur tekur vel í þessa hugmynd og fær upphæðina hjá manninum og hringir í bankann og lætur millifæra þá upphæð inn á reikning formannsins, sem fór síðan brosandi út. Svo kom kassinn og kókið rann út og síðan þurfti að fylla kassann aftur. Þegar kemur að leysa út næstu kók sendingu kemur formaðurinn aftur til Eiríks og segir honum að nú hafi farið illa kókkassinn sé orðinn gjaldþrota og hvort hann geti hjálpað til. Eiríkur spyr manninn, borgar fólkið ekki kókið? Jú auðvitað svaraði hinn það er ekki hægt að ná úr honum flösku nema setja peninga í hann. Eiríkur spyr þá aftur hver tekur peningana? Ég geri það svarar hinn og legg þá alltaf inná bankabók og það getur enginn náð peningunum nema að hafa lykil og ég er með hann. Þá spyr Eiríkur og hvað er mikið inni á þessari bók núna. Ekkert svaraði maðurinn og klóraði sér mikið í hausnum. Eiríkur sem er mikill húmoristi hafði mjög gaman af þessu og vildi endilega halda áfram að ræða þetta merka gjaldþrot og sagði blíðlega við manninn, þú hefur nú bara eytt þessum aurum vinur. Nei ekki krónu svaraði hinn aldrei tekið neitt, en tautaði svo niður í barm sér, bara stundum þegar ég hef verið tóbakslaus og ekki verið með pening á mér en það er ekki oft bara stundum. Eiríkur stóð á fætur og klappaði manninum á öxlina og sagði við hann. Þú hefur alveg rétt fyrir þér og þar sem kókkassinn er orðinn gjaldþrota skaltu bara skila honum sem fyrst og ég gleymi bara peningunum sem ég lét þig hafa í stofnfé. Kvöddust þeir síðan með handarbandi og verkalýðsformaðurinn fór brosandi út. Með næstu ferð til Reykjavíkur fór síðan hinn gjaldþrota kókkassi.
Í byrjun mars kemur formaðurinn aftur í heimsókn til Eiríks og tilkynnir honum það að fólkið sé orðið mjög óánægt með að tímakaupið skuli ekki hafi verið hækkað í febrúar. Eiríkur horfir undrandi á manninn og segir, það var hækkað 1. janúar og á að hækka næst 1. júní samkvæmt samningum þú hlýtur að vita það sjálfur verkalýðsformaðurinn. Jú sjáðu til sagði hinn nú er hlaupaár og þar af leiðandi vinnum við einum degi lengur því nú voru 29 dagar í febrúar en ekki 28 eins og oftast er og þeir sem voru að kvarta við mig sögðu mér þetta væri alveg ljóst og báðu mig að tala við þig. Eiríkur var fljótur að fatta hvað var að ske og sagði. Segðu þeim sem eru að kvarta við þig að koma sjálfir og tala við mig, en það var gott að þú komst ég þurfti nauðsynlega að hitta þig. Opnar skúffu og tekur upp fullt af bæklingum og réttir honum þetta eru bæklingar yfir nýja lyftara ég vil ekki að þú sért að vinna hér á einhverju gömlu drasli og ég hef ekki vit á hvað hentar okkur best en þú veist það. Ég ætla að kaupa alla lyftara nýja og taktu þetta með þér heim og skoðaðu vandlega og vertu ekkert að hugsa um verðin þau skipta engu máli. Komdu svo með þetta til mín eftir2-3 daga og vertu þá búinn að merkja við hvað við eigum að kaupa Kvöddust þeir með handabandi og verlalýðsformaðurinn gekk brosandi út og ljómaði af hamingju. Í næsta kaffitíma fór ég inn á kaffistofu og þar sat vinurinn og lék á alls oddi að sýna öllum myndir af nýju lyfturunum. Þegar ég kem aftur inn á skrifstofu sé ég Eirík hvergi og spyr konuna sem var þarna að vinna hvar hann væri og sagði hún þá að hann hefði hlaupið útí bíl og sagt henni að hann þyrfti að fara til Reykjavíkur að redda peningum og yrði 2-3 vikur í burtu. Þess skal getið að lyftarakaupin voru gleymd þegar hann kom næst til Bíldudals.Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2007 | 08:20
Líkamsárás
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.5.2007 | 16:31
Nokkur gullkorn úr munni Guðbjarts Jónssonar frá Flateyri
Þetta mál er stærra í hugum okkar en við sjálf gerum okkur grein fyrir.
Ég er upphaflega fæddur í Hafnarfirði, svo inn á Hesti og eftir það á Flateyri.
Hundurinn á Gyllir var alltaf fyrsti maður á dekk.
Skuttogararnir drepa allt, bæði lifandi of dautt.
Hann var eins og hrókur í hænsnahóp.
Hann er fasisti á vín og tóbak.
Ég hélt að hann væri hærri.
Með opinn hausinn út um gluggann.
Glöggið í mér er ekki í lagi.
Það er stutt í allar áttir í Stykkishólmi.
Elli er einn af tvíburunum.
Hvaða ár var frostaveturinn mikli 1918?
Heimild: Dagatal Önfirðingafélagsins 2005
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2007 | 07:29
Að fara á taugum
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2007 | 06:07
Pólski kokkurinn
Fyrirtækið Pétursvör ehf. á Bíldudal átti skipið Sigurbjörg Þorsteins BA-65 sk.nr. 1100, en að þessu félagi stóðu ég og næstelsti sonur minn og okkar eiginkonur. Gerðum við þetta skip út á línu-, troll-, neta-, humar-, og hörpudiskveiðar. Alltaf var fastur kjarni í áhöfn hjá okkur sem voru 6 menn. Það voru við feðgar, kokkur og vélstjóri frá Bíldudal, 1 færeyingur og 1 pólverji, sem báðir voru búsettir á Bíldudal. Sonur minn var skipstjóri og fyrstu árin var ég stýrimaður en seinna þegar illa gekk að fá vélstjóra fór ég í Vélskólann, þá orðinn 48 ára gamall og eftir það tók ég við sem vélstjóri og nýr maður búsettur á Patreksfirði tók við sem stýrimaður. pólverjinn var svo til nýbyrjaður á sjó, en færeyingurinn sem hafði flutt hingað til lands eitthvað fyrir 1960 var þrælvanur togaramaður, stór og mikill og einn af þessum gömlu togarajöxlum sem ólust upp við mikla vinnuhörku á síðutogurunum og borðaði á við tvo menn. Ekki vorum við að fækka í áhöfn þótt skipt væri um veiðarfæri og hægt að komast af með færri menn því við vildum halda í þennan kjarna sem við höfðum. Því fátt er verra en að vera að segja mönnum upp og þurfa svo að fara að leita að nýjum þegar á þurfti að halda fyrir utan það að þessi 6 manna hópur var orðin mjög vel þjálfaður að vinna saman og allt gekk eins og smurð vél, en að vísu réðum við 1-2 menn þegar við fórum á netin þar sem við slægðum allan aflann um borð og var þá alltaf um tímabundna ráðningu að ræða. Sumarið 1999 var ákveðið að fara á rækju og gera út frá Bolungarvík og lönduðum alltaf þar, ástæða þess að við völdum Bolungarvík var sú að rækjuverksmiðjan þar útvegaði okkur endurgjaldslaust öll veiðarfæri. Þar sem nægjanlegt var á rækjuveiðunum að vera 4 um borð var um það samið að eftir hverja veiðiferð færu 2 menn í frí í tvær veiðiferðir og voru allir sáttir við það og fannst bara gott að fá svona mikið frí yfir sumarið en úthafsveiðar á rækju er sá léttasti veiðiskapur sem hægt er að hugsa sér a.m.k hjá þeim sem þurfa að vinna á dekki, togað er í 10-12 tíma og þótt afli sé nokkuð góður var ekki nema um klukkutíma að hreinsa rækjuna og ísa í kör í lestinni, því það hélst nokkuð í hendur að eftir því sem veiðin var meiri, þeim mun hreinni var rækjan. Við fórum allir í fyrsta túrinn þar sem aðeins einn um borð hafði verið á rækjuveiðum áður, en hinir aldrei og svo kom að því að menn byrjuðu að taka frí-túrana. Þegar kom að kokknum sem var búinn að vera kokkur á sjó í fjölda ára og snilldarkokkur, var farið að skoða hver gæti leyst hann af bauðst ég til þess, þar sem skipstjórinn togaði yfir daginn en ég sem stýrimaður á nóttinni gat það alveg gengið upp og ég hafði oft leyst kokkinn af. Þegar við vorum að byrja veiðar í síðasta túrnum áður en kokkurinn færi í frí lét skipstjóri mig vita hlægjandi að ég þyrfti ekki að leysa kokkinn af sá pólski sækti það fast að fá að leysa hann af og hefði hann láti það eftir honum en bætti svo við, ekki veit ég hvernig matur verður í næsta túr en þú hjálpar honum ef hann lendir í miklum vandræðum. Ástæðan hjá pólverjanum var ekki sú að hann langaði svona mikið til að elda, heldu vissi hann að hann sem háseti fékk hann 1 hlut en kokkurinn 1,25 og var hann fyrst og fremst að að þessu til að fá hærri laun. Næstu daga fór sá pólski í eldhúsið til að fylgjast með þegar kokkurinn var þar við störf og tók ég eftir að hann var með litla vasabók sem hann var alltaf að skrifa eitthvað í og greinilegt að hann ætlaði að standa sig vel. Við vorum yfirleitt 5 daga á veiðum og lönduðum að morgni 6. dags og fórum út á þeim tíma sem passaði til að byrja dag-togið. Fórum við yfirleitt úr höfn frá kl: 16,00 til 21,00 og fór það eftir veðurspá og fallaskiptum, því nokkuð langt stím var á miðin frá Bolungarvík og munaði talsvert miklu að hafa strauminn með sér. Þegar við vorum búnir að landa og taka kör og ís um borð og gera klárt fyrir næsta túr, röltum við oft á matsölustað sem einnig var pöbb, rétt fyrir ofan höfnina og þar gat maður setið og fengið sér bjórglas og lesið dagblöðin. Nú var ákveðið að kokkurinn sem var að fara í frí, pólverjinn og ég færum í verslunina til að panta kostinn fyrir næsta túr. Ég átti að fara með til að aðstoða pólverjann með kostinn næst þegar við lönduðum, því sá sem var að fara í frí yrði ekki um borð næstu tvo túra. Verslunin var nánast næsta hús við áðurnefndan pöbb og kokkurinn sem þótti gott að fá sér hressilega í glas, var alltaf vanur því að koma þar við þegar hann fór að panta kostinn og fá sér nokkur glös af Vodka. Áður en við þrír fórum í land hélt kokkurinn smá kennslustund fyrir pólverjann og sagði við hann, nú sýni ég þér hvernig ég fer að við að panta kostinn og þú verður að gera allt nákvæmlega eins og ég, annars fer þetta allt í tóma vitleysu hjá þér og eins og þú veist er færeyingurinn talsvert skapmikill og ef honum mislíkar maturinn hjá þér, gæti hann orðið svo reiður að hann hreinlega henti þér fyrir borð. Síðan fórum við þrír í land og gengum í átt að versluninni og þegar við komum að pöbbnum stoppar kokkurinn og lyftir hendinni og segi við þann pólska grafalvarlegur á svip, hér hefst kennslan og við byrjum á lið nr. 1 og gengur inn á pöbbinn og við á eftir og setjumst allir saman við borð. Kokkurinn byrjar á að panta eitt glas af þreföldum vodka í kók og ég eitt bjórglas en pólverjinn ekkert. Kokkurinn sagði við hann ætlar þú ekki að fá þér neitt? nei of mikinn pening kosta svaraði sá pólski. Kokkurinn horfði reiðilega á hann og sagði, þetta er ekki hægt og barði í borðið og bætti síðan við, þú ert alger aumingi og býður þig fram til að sinna mínum störfum, ég mátti labba í land strax eftir löndun og fara heim, en af hreinni góðmennsku við þig, ætlaði ég að hjálpa þér af stað og á fyrsta lið kennslunnar klikkar þú. Þetta mun aldrei ganga hjá þér og ég ætla að láta skipstjórann vita að þetta sé vonlaust og þú ert nú þegar búinn að móðga mig og ef þú tímir ekki að fá þér einn bjór skal ég borga hann fyrir þig en annars áttir þú að fá þér sama og ég, að drekka en ég fyrirgef þér það nú af því því ert aumingi og getur ekki drukkið meir en smábarn og pantaði svo einn bjór fyrir pólverjann, borgaði hann og hallaði sér fram á borðið og sagði reiðilega, ef þú drekkur ekki þennan bjór skaltu andskotast út og þetta mál er búið, ég fer og ræði þetta við skipstjórann. pólverjinn sem var orðinn náfölur í framan byrjaði að snakka á bjórnum og tók einn og einn smásopa af og til. Kokkurinn var nokkuð fljótur úr sínu glasi og pantað strax aftur þrefaldan Vodka í kók. um 20 mínútum síðar var sá pólski ekki nær hálfnaður úr glasinu en kokkurinn búinn með sitt annað glas og pantaði strax aftur sömu blöndu og áður og var nokkuð fljótur með það glas og pantaði þá það fjórða eins og áður. Sagði þá við pólverjann ætlar þú aldrei að verða búinn með þennan eina bjór, við getum ekki setið hér í allan dag við erum á leið í verslun. Ef ég þarf að sitja hér mikið lengur verð ég orðinn blindfullur og hvað heldur þú að konan mín segi við mig þegar ég kem heim, hún verður brjáluð og ætlar þú að hafa það á samviskunni að eyðileggja mitt hjónaband. Fór nú pólverjinn að taka stærri oft sopa af bjórnum og loks kom að því að við héldum áfram á leið í verslunina og á leiðinni segir kokkurinn, hvað er að ske, ég er bara farin að finna talsvert á mér og drakk ég nú aðeins fjögur glös ég hlýt að vera orðinn eitthvað veikur. Svo komum við að versluninni og fórum inn, kokkurinn dró upp kostlista og um leið og við gengum í gegnum búðina merkti hann við af og til og sagði pólverjanum að skrifa niður hvaða dag hann ætti að nota hverja vöru og númera dagana frá 1 til 5 og gerði hinn það samviskusamlega, þegar við komum að hrísgrjónunum segir kokkurinn við verðum að taka talsvert af þessu og þegar þú eldar þetta verðurðu að passa þig á því að elda talsvert mikið, því færeyingurinn borðar svo mikið af hrísgrjónagraut, það er eitt það besta sem hann fær, svo héldum við áfram, þegar við komum að hillu sem var full af súpum og sósum í bréfum merkti kokkurinn á kostlistann nokkrar súpur og sagði við væntanlegan kokk það er nú svo auðvelt að elda þetta nánast eins auðvelt og að pissa og merkti síðan við talsvert magn af sósum í bréfum og sagði við pólverjann, ég reikna ekki með að þú kunnir að búa til sósur maður sem er í hinum mestu vandræðum að drekka einn bjór og þú verður að finna út hvaða sósa á að vera með hverjum rétti en við förum betur yfir það á eftir. Þegar kostlistinn hafði verið útfylltur skrifaði kokkurinn undir og afhenti afgreiðslumanni sem sagði að þetta yrði komið á bryggjuna eftir tvo tíma, kokkurinn fékk afrit af pöntuninni, síðan fórum við út og á leiðinni til baka gengum við aftur framhjá pöbbnum. Þá stoppar kokkurinn og segir hér förum við inn og ég ætla að fara yfir þetta með pólverjanum og hjálpa honum að raða þessu niður á dagana og eins að segja honum hvaða sósur hann á að nota við hvern rétt. Það kom skelfingarsvipur á pólverjann en samt kom hann með okkur inn. Við settumst við sama borð og áður, kokkurinn pantaði sér glas af þreföldum vodka í kók, einn bjór fyrir mig og sagði ákveðinn við pólverjann þú færð ekkert, því þú ert að fara að taka á móti kostinum og síðan út á sjó og það gerir þú ekki undir áhrifum víns. Það er einfaldlega stranglega bannað, síðan fór hann vandlega yfir allt sem hafði verið pantað og hvenær ætti að nota hverja vöru og sá pólski skrifaði í minnisbókina sína á fullri ferð og tók síðan í höndina á honum og sagðist vona að allt gengi nú vel hjá honum og þá var hinn nýi kokkur formlega tekinn við og gerði sig líklega til að fara. Kokkurinn kallaði í hann áður en hann náði að dyrunum og sagði við hann, hvaða æsingur er þetta það liggur ekkert á, okkur var sagt að kosturinn kæmi eftir tvo tíma sestu nú hérna hjá okkur smá stund og spjallaðu við okkur elsku karlinn minn. Sá pólski kom og settist hjá okkur, en samt var ekki laust við að smá hræðslu gætti hjá honum og í eitt skiptið þegar smá töf varð á afgreiðslu gekk kokkurinn að afgreiðsluborðinu og lamdi allfast í borðið og strax kom hlaupandi ein dama sem var að afgreiða og hann sagið frekar reiðilega er enginn þjónusta hér, þið sitjið og kjaftið hér fyrir innan á meðan maður bíður eftir afgreiðslu. Fyrirgefðu svaraði daman og spurði hvað hann ætlaði að fá, það er nú bara eitt glas af léttum drykk sem fer vel í maga sagði kokkur og bætti síðan við það er eitt glas að þreföldum vodka í kók. það er svo hollt, síðan klóraði hann sér aðeins í hausnum og bætti við, hafðu hann bara fjórfaldan svo ég þurfi ekki að trufla ykkur of mikið. Við sátum þarna góða stund og þótt talsvert væri farið að svífa á kokkinn fylgdist hann vel með tímanum og eftir ákveðinn tíma og nokkur glös stóð hann upp og sagði, ég ætla að labba með ykkur niður á bryggju því kosturinn á að vera komin og við skulum fara og ganga frá honum og raða öllu í rétta skápa svo allt verði nú í lagi. Við fórum síðan niður á bryggju þar sem báturinn lá og þar var kominn kosturinn og við tókum hann um borð og öllu var komið fyrir á réttan stað, að loknu því verki tók kokkurinn utan um pólverjann og sagði. Ég vona síðan að allt gangi vel elsku vinur og ef þú ert í vandræðum , kallaðu þá bara á hann Kobba sem mun hjálpa þér og kyssti þann pólska að skilnaði og bætti síðan við, ég mun hugsa til þín á hverjum degi og ef svo ólíklega vildi til að ég fengi mér í glas í fríinu skal ég skála fyrir þér, síðan tók hann sína tösku og fór í land. Brátt fóru aðrir úr skipshöfninni að mæta um borð og um kl. 20,oo létum við úr höfn frá Bolungarvík. Þar sem ég sem stýrimaður átti næturvaktina kom það í minn hlut að taka við stíminu þegar við vorum komnir úr höfn og skipstjóri fór í koju. Um miðnætti kemur hinn nýiji kokkur til mín uppí brú og færir mér kaffi og nokkrar smurðar brauðsneiðar og segir, þetta gott að borða fyrir nótt Jakob. og var með þessu að sýna mér að hann ætlaði að standa sig. Veðrið var mjög gott og þar sem við höfðum straumfallið með okkur gekk ferðin vel og um kl 07.oo ræsi ég skipstjórann og hann tekur við stjórn skipsins og skömmu síðar kallar hann í hátalarakerfið að við skulum láta trollið fara og gekk það vel allt fór klárt og byrjað var að toga og þar sem ég var orðinn þreyttur eftir að hafa vakað í rúman sólahring og framundan var 10-12 tíma tog, var ég fljótur inn í minn klefa og steinsofnaði. Var síðan ræstur um kl. 12,oo en þá var kominn hádegismatur og dreif ég mig því í mat, hinn nýi kokkur var brosandi út að eyrum og stoltur setti hann á borði' hitaðar pylsur og soðnar kartöflur. Og sagði á sinni íslensku ef ekki matur góður. koma skal betra matur í kvöld. færeyingurinn sem var frekar dómharður sagði, ekki verður maður nú saddur af þessu. Ég læddist í ísskápinn og náði í tómarsósu, sinnep og lauk sem var þar tilbúið frá fyrri kokki og kom með þetta á borðið og sagði við færeyinginn sýndu mér nú hvað þú getur borðað mikið. Hann fór á fulla ferð og pylsurnar runn ofan í hann eins og þyrstur maður drekkur vatn og brátt var allt búið og kallar þá færeyingurinn á þann pólska, hvað er ekki til nóg af mat þarf maður að standa svangur uppfrá borðinu. Sá pólski brosti sínu breiðasta brosi og skellti einum pakka af pylsum á borðið sem rann fljótt niður hjá færeyingnum og þegar það var búið kom pólverjinn með þriðja pakkann og fljótlega eftir það stundi færeyinguirinn upp. Nú get ég ekki meira og strunsað út á þess að þakka fyrir matinn. Sá pólski ljómaði af hamingju, fyrsta máltíðin búinn og hann taldi sig nú fær í flestan sjó hvað matseldina varðaði. Ég var áfram nokkuð syfjaður og ákvað að fara aftur að leggja mig þar sem ekki yrði híft fyrr en í fyrsta lagi kl. 19,oo og fór aftur að sofa. Vakna síðan aftur við að hr, Kokkur kemur vaðandi inn í klefann hjá mér og hrópar, hjálp, hjálp, Kobbi, Kobbi, þú koma strax og hjálpa, mikið vandamál og teygir úr báðar hendur og segir svo stórt vandamál. Ég klæddi mig og leit á klukkuna og var hún rúmlega 17,00 og gat passað að hann væri byrjaður að elda kvöldmat og hljóp ég á eftir honum inn í eldhús og þar féllust mér algerlega hendur. Á eldvélinni stóð stærðar pottur og út úr honum vall hrísgrjónagrautur eins og hraunstraumur yfir alla eldavélina og var farið að renna niður á gólf, pólverjinn benti á færeyinginn sem sagt og borðaði hrísgrjónagraut eins hratt og hann gat og sagði sá pólski, færeyingur hjálpa og hjálpa en bara ekki nóg. Ég slökkti á hellunni og tók stóran pott og ausu og fór að minnka magnið í grautarpottinum og sagði við þann pólska hvað settir þú mikið af vatni og hrísgrjónum í pottinn? Bara 1 ltr. af vatni og einn pakka af hrísgrjónum. Ég tók pakkann úr ruslinu og sýndi honum og sagði, sjáðu hér er sýnt að ef þú ert að elda fyrir 4 á að setja 1 til 1,5 ltr. af mjólk, 0,5 ltr. af vatni og 75 gr. af hrísgrjónum því hrísgrjónin bólgna svo út þegar þau fara að sjóða en þú hefur látið 2 ltr. af vatni og tæp 1000 gr. af hrísgrjónum sagði ég. Ég bara vilja elda mikið því mig við segja Kokkur að færeyingur finnast mjög gott borða svona graut og þegar upp koma úr potti mikið, mikið, grautur ég biðja færeyingur hjálpa og koma og borð mikið, mikið. Ég sagði við hann, farðu nú að þrífa allt eldhúsið, ég er farinn að sofa aftur og yfirgaf hrísgrjónaveisluna og um leið heyrði ég færeyinginn stynja og segja, nú get ég ekki meir og lagðist útaf á bekkinn sem hann sat á og var gjörsamlega búinn. Ég fór hinsvegar í minn klefa og hélt áfram að sofa Um kl:18,00 er ég ræstur og sagt að það sé kominn kvöldmatur og við skyldum borða áður en farið yrði í að hífa, þegar ég kom í borðsalinn var sá pólski búinn að þrífa allt og leggja á borð og komið brauð og álegg hann sagði bara svona núna brauð og svo mikill grautur til. Ég borðaði nokkrar brauðsneiðar og fékk mér kaffi en afþakkaði grautinn og sama gerði færeyingurinn. Síðan var híft og eftir að við höfðum látið trollið fara og vorum búnir að ganga frá aflanum var farið í kaffi, ég var fljótlega kallaður uppí brú til að taka við að toga og skipstjórinn fór í koju. Um miðnættið kom pólverjinn og færði mér kaffi og nokkrar brauðsneiðar og var lengi að vappa um í brúnni. Sagði síðan skælbrosandi á morgun ég góðan mat hafa og bauð síðan góða nótt. Um morguninn eftir að við vorum búnir að hífa var farið í kaffi og sá ég að pólverjinn var mikið að skoða vasabókina sína sem hann var greinilega búinn að skrifa mikið í og las nú mjög niðursokkinn í hádeginu var allt í lagi smurt brauð og ágætis súpa með. í kvöld mikil vera veisla sagði hann okkur öllum. Sú mikla veisla fór nú aðeins öðru vísi en ætlað var. Hann hafði um nóttina soðið hangikjötsrúllu og kælt hana niður og skorið í sneiðar og raðað öllu snyrtilega á stóran bakka, einnig voru á borðinu grænar baunir, rauðkál og kartöflur. Hann stóð við eldavélina og hrærði stöðugt í litlum potti og sagði okkur að sósa bráðum koma. Svo kom sósan frekar þykk brún sósa, vélstjórinn stóð upp frá borðinu og hundskammaði pólverjann og sagði ég hef aldrei lent í því á ævinni verið boðið hangikjöt með brúnni sósu. kokkurinn náði í bréfið sem hafði verið utan um sósuna og benti á að þar stæði að þessi sósa væri ætluð með kjöti og spurði okkur undrandi og benti á hangikjötið er þetta ekki kjöt. Vegna þess hvað hann var aumur eftir lestur vélstjórans sem hafði rokið út og borðaði ekkert létum við hinir sem eftir sátum okkur hafa það og borðuðum nokkuð vel og sá færeyski einna mest og þegar skipstjórinn fór og skoðaði í búrið og kom til baka með annað bréf sem í var hvítur sósujafningur og sagði við hann. það var þessi pakki sem þú áttir að nota og mundu það næst og eins ef þú eldar bjúgu þá notar þú þetta og brosti þá hinn nýbakaði kokkur og sagði nú bara ekki rétta pakki, en þegar hann síðan kom með grjónagrautinn sögðu allir nei takk og náði hann þá í tvær dósir af blönduðum ávöxtum og þeytti rjóma og lét á borðið og spurð þetta kannski meira betra sögðu allir já takk. Lauk þá þessum erfiða degi í starfi kokksins og hann fór að gera sig kláran í uppvaskið. Næsta dag var í hádeginu smurt brauð og hin besta súpa og kom þá í ljós að þar sem hann bjó einn á Bíldudal var hann þrælvanur að elda súpur úr pökkum. Þegar kom að kvöldmatnum var á borðinu bjúgu og þessi fína hvíta sósa með svo jafnvel vélstjórinn hrósaði honum fyrir. Kláraði hann síðan túrinn í eldamennskunni án þess að mikið færi úrskeiðis og eftir löndun í Bolungarvík fórum við tveir sama í verslunina til að panta kostinn fyrir næsta túr. Þegar við nálguðumst pöbbinn sem áður er talað um fór ég að taka eftir að smá skelfingarsvipur var að koma á vininn og við pöbbinn stoppaði ég og sagði við hann, við förum inn smá stund, ég ætla að fá mér einn bjór og kíkja í blöðin, ekki sama og eins var síðast sagði hann og þegar ég sagði nei kom hann með mér inn og ég fékk mér einn bjór og síðan fórum við í verslunina og gengum frá öllu þar og á leiðinni til baka þegar við fórum framhjá pöbbnum stoppaði pólverjinn og spurði undrandi ekki fara inn aftur? Nei, nei sagði ég við förum bara um borð en hlauptu inn og náðu í poka með dagblöðunum sem konan ætlaði að gefa okkur og gerði hann það og kom brosandi út, og við gengum saman til skips. Þar sem færeyingurinn myndi verða sextugur í næsta trúr höfðum við tekið með kostinum nokkra tertubotna og lítil kerti til að halda upp á afmælisdaginn í túrnum. Þegar afmælisdagurinn rann upp aðstoðaði ég pólverjann að búa til tvær nokkuð stórar og matarmiklar tertur og höfðum við sex kerti á hvorri. Eins höfðum við keypt súpukjöt ofl. til að nota í kjötsúpu. Við vorum búnir að láta hina skipsfélaganna vita að það yrði veisla um miðjan daginn og mættu allir nema færeyingurinn sem kvaðst vera svo listalaus. Vorum við því 3 sem settumst niður í afmæliskaffið og rétt náðum að klára aðra tertuna og var hin því sett í kælir ósnert og færeyingurinn látinn vita svo hann vissi um tertuna ef hann fengi matarlystina á ný. Eftir að pólverjinn hafði gengið frá öllu ákváðum við að elda súpukjötið og kjötsúpu. Þegar kjötið var orðið soðið lækkaði ég hitann og sagði við pólverjann þá er það kjötsúpan næst. Hann hljóp til og kom með alla súpupakkana sem hann fann og spurði hvað súpa þú vilja nota, ég sagði við hann settu þetta allt aftur inn í skáp við notum ekkert af þessu, þetta verður bara naglasúpa hjá okkur. Það kom mikill undrunarsvipur á hann og hann horfði á mig góða stund og svo heyrðist haaaaaaaaaaaaaa. Þig vanta nagli ég leita hjá vélstjóri. ég sagði við hann, það er allt til í ísskápnum sem við þurfum að nota og fór í ísskápinn og fann þar hálfan hvítkálshaus og eina rófu og tók síðan nokkrar kartöflur og setti þetta allt í vaskinn og sagði honum að skola þetta vel og brytja niður og láta í pottinn þegar það var búið náði ég í einn pakka af hrísgrjónum og fyllti einn bolla og hellti í pottinn og ýmislegt fleira sem ég fann, fór allt í pottinn. Hann spurði varlega er allt í lagi að setja hrísgrjón og bætti síðan við ekki allt fara upp úr potti og niður á gólf og var greinilega með hugann við hrísgrjónagrautinn fræga. Allt í lagi sagði ég við hann þetta var svo lítið. Hann sat lengi og hugsaði og spurði síðan, hvenær þú setja nagli í pott. Ég fór að hlægja og sagði, það verður enginn nagli, það er bara oft sagt svona þegar maður er að búa til kjötsúpu og notar allt sem maður finnur til að setja útí. Ég tók eftir að hann var stöðugt að vakta pottinn og greinilegt að honum stóð ekki á sama um hrísgrjónin. Síðan tókum við kjötið upp úr og létum á stóran bakka og helltum súpunni í stóra skál og fór hann til að kalla á mennina í mat. Færeyingurinn var greinilega orðin mjög svangur og borðaði vel og þegar hann var hættur buðum við honum að fá sér af rjómatertunni en hann sagðist ekki getað borðað meira. Næsta morgun þegar ég hafði lokið minni vakt fór ég í kaffi og var með hugann við að heil rjómaterta væri eftir í ísskápnum. Þegar ég opnaði ísskápinn blasti við tómur diskur og spurði ég þá kokkinn hvar tertan væri hann fór að hlægja og svaraði færeyingur koma í nótt og borða einn heila tertu. Það sem eftir var af túrnum var allt í lagi hjá hinum pólska með matinn og á leiðinni til Bolungarvíkur þreif hann allt hátt og lágt svo ekkert væri hægt að finna að þegar hinn íslenski kokkur kæmi um borð aftur. Eftir löndun í Bolungarvík var hinn rétti kokkur mættur og hann, ég og pólverjinn gengum í átt að versluninni og þegar við komum að pöbbnum vildi hinn rétti kokkur fara inn og við fórum líka og þegar hann pantað eitt glas af þreföldum vodka í kók var orðið nokkuð ljóst að allt var orðið eðlilegt á ný og sá pólski brosti út að eyrum.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 05:54
Ljóskubrandari
Þar sem Nilli er farinn að segja brandara um ljóskur, kemur hér einn hér sem er ættaður frá USA:
Ákveðin sjónvarpsstöð í USA stóð fyrir spurningakeppni og var ein ljóska sem tók þátt í undankeppni og fjölmenntu nokkrar ljóskur í salinn til að styðja sinn keppanda. Sá sem spurði hafði frekar léttar spurninga í byrjun:
Fyrsta spurning var: Hvað eru 2+1? og ljóskan svarað án þess að hugsa sig mikið um, það eru 4, rangt sagði stjórnandinn og salurinn veinaði, gefið henni annað tækifæri og var það gert og nú var spurt: Hvað eru 2+2 og ekki stóð á svari, það eru 5 svaraði ljóskan, nokkuð ánægð með sig. rangt sagði stjórnandinn og salurinn veinaði, gefið henni annað tækifæri og nú ákvað stjórnandinn að hafa næstu spurningu talsvert þyngri og spurði: Hvað eru 7+8 og svarið kom um leið, það eru 15 og áður en stjórnandinn hafði náð að skýra frá því hvort svarið væri rétt eða rangt, veinaði salurinn nú enn hærra en áður, gefið henni annað tækifæri.
Annar frá USA ekki um ljóskur og hafði viðkomu í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Sumir sem þar dvöldu voru einhleypir og gekk illa að ná sér í kvenfólk einhverra hluta vegna þetta var á þeim tíma sem sauðfé og gekk laust á Miðnesheiði og svo kvaldir voru nokkrir menn úr hernum að þeir tóku uppá því að misnota sauðlindina kynferðislega, nema einn sem var stórhneykslaður á framferði félaga sinna og var ákveðinn að harka þetta af sér en svo fór að lokum að hann gat ekki meir og hugsaði með sér, ég verð þó aldrei verri en félagar mínir. Þegar hinir sáu hvað vinurinn hafði í huga fylgdust þeir vel með og eitt kvöld þegar hann leggur af stað eltu hinir vinirnir og fylgdust með og þegar það hafði tekist sem hann ætlaði sér og var að hysja upp um sig buxurnar. Stóðu félagarnir upp og velktust um af hlátri. Hann gekk reiðilega til þeirra og sagði, hvað er þetta, ég er búinn að horfa á ykkur alla gera þetta nákvæmlega sama marg oft og ekki hef ég verið að hlægja að ykkur. Þá hlógu þeir ennþá meira og manngreyið stóð þarna gapandi af undrun og skildi ekki neitt í neinu, en svo fór að lokum að einn gat stunið upp milli hláturskviðanna:
En þessi var svo andskoti ljót maður. Sástu það ekki?
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 801834
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
249 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Samskipti Alfa við beta í gegnum söguna - Hvar fellur Trump inn í myndina?
- Skjátextar á vitvélaöld
- AÐ TAKA UPP EVRU (VERSTU MISTÖK SEM HÆGT ER AÐ GERA).....
- Einn pakki, enginn valkostur
- Bæn dagsins...
- Sagan hófst þegar að mannkyn fann upp á guðum og mun enda þegar mannkynið verða guðir
- Seneca þá og Ísland nú
- Ísland nær Ameríku en Evrópu
- "Heilbrigðir" eru alveg jafn hættulegir og "geðsjúkir"
- Vísindin að baki grímuskyldu og 2m fjarlægðinni