Færsluflokkur: Spaugilegt
17.11.2007 | 16:35
Að henda engu
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 09:04
Handfæraveiðar
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 05:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2007 | 11:24
Jón Kristófer Kadett
Jón Kristófer Kadett var mikill heiðursmaður og varð ég þess heiðurs aðnjótandi að kynnast aðeins þessum manni. Það var á þeim árum sem ég bjó á Patreksfirði og annaðist bókhald og fjármál fyrir skipið Jón Þórðarson BA-180 (þann eldri), að Jón Kristófer kom þar um borð sem matsveinn. Ég hafði heyrt margar skemmtilegar sögur af þessum manni og taldi að þarna væri nú á ferðinni einn furðufuglinn í viðbót og yrði til vandræða en það var öðru nær. Á þessum tíma var greidd kauptrygging vikulega en svo lokauppgjör í lok hvers úthalds. Ekki var greitt beint inná bankareikninga hjá mönnum því fæstir vildu slíkt og var því alltaf borgað með ávísunum á hverjum föstudegi. Þeir sem voru giftir fengu eiginkonur sínar til að sækja þetta til mín, en aðrir fengu vini eða kunningja, nema Jón Kristófer Kadett, hann vildi fá greitt í peningum og varð ég því að fara alltaf í bankann til að fá peninga fyrir Jón Kristófer, sem hann sótti síðan heim til mín þegar helgarfrí var. Alltaf mætti Jón Kristófer á mitt heimili spariklæddur til að sækja sín laun og bauð ég honum yfirleitt í kaffi, því mér þótti gaman að spjalla við karlinn og hlusta á nokkrar sögur. Á þessum tíma áttum við hjónin orðið aðeins elsta son okkar sem heitir Gunnar. Eftir kaffið og gott spjall kvaddi Jón Kristófer okkur alltaf á sama hátt. Hann stillti sér upp í eldhúsinu og bað Guð að blessa þetta heimili, tók son okkar upp og bað Guð að blessa hann, kyssti konuna mína og mig og bað Guð að blessa okkur bæði. Þegar leið á vertíðina og ég sá að talsverður aflahlutur yrði og kæmu því flesti til með að eiga talsverðar inneign í vertíðarlok og fór ég þá að greiða flestum talsvert meira í hverri viku en sem nam kauptryggingu. Allir tóku þessu auðvitað fagnandi nema Jón Kristófer, hann vildi ekki nema rétta kauptryggingu annað væri brot á kjarasamningum. Af launagreiðslum þurfti oft að draga frá kröfur um ógreidda skatta og meðlög, því þetta var áður en staðgreiðsla skatta kom til. Flestir sem í því lentu kvörtuðu og kvörtuðu. En ekki Jón Kristófer, ég spurði hann eitt sinn út í þetta og sagði hann þá: "Ég greiði með ánægju það sem keisaranum ber, annars væri ég ekki hamingjusamur maður." Svona gekk þetta allan tímann sem hann var matsveinn á Jóni Þórðarsyni BA-180. Karlinn hafði siglt út um allan heim og hafði frá mörgu að segja. Nafnbótina Kadett hafði hann hlotið vegna starfa sinna í Hjálpræðishernum og hélt henni ætíð síðan. Hann hafði verið á sínum tíma talsvert háður Bakkusi en var hættur öllu slíku þegar hann var á Patreksfirði og sagði mér að hann hefði sinn Guð til að trúa á og Bakkus hefði verið farinn að ráð of miklu í hans lífi og væru þeir nú skildir að skiptum. Mér þótti vænt um þegar hann í lok einnar heimsóknar sinnar, en þá var hann að fara frá Patreksfirði, tilkynnti okkur að við værum einu vinirnir sem hann hefði eignast á Patreksfirði meðan hann hefði dvalið þar og sagðist ætla að biðja fyrir okkur við hvert tækifæri. Ég ætla að láta fara hér á eftir tvær sögur sem hann sagði mér og vona að hann fyrirgefi mér það þar sem hann er núna staddur en hann er löngu látinn:
Jón Kristófer Kadett var alla tíð mjög glysgjarn og hafði mikla ánægju af að ganga um í hinum ýmsu einkenninesbúningum. Hann átti marga vini sem höfðu verið skipstjórar á millilandaskipum, sem gáfu honum gamla einkennisbúninga. Eitt sinn er hann á gangi við Reykjavíkurhöfn og sér að stór skúta er á leið til hafnar. Hann flýtti sér út á Ingólfsgarð, þar sem varðskipin liggja oft núna. Þar stillti hann sér upp í sínu júníformi og um leið og skútan renndi framhjá heilsaði hann að hermannasið og kallaði hátt og skýrt"La falllllllllllle"." Um leið og skipverjar heyrðu þetta voru bæði akkeri skútunnar látin falla og stoppaði hún þarna í hafnarmynninu og eftir að hann hafði skoðað skútuna vel veifaði hann til skipverja og kallaði "Hífoppp" og gekk síðan brosandi til baka. Skútan lenti hinsvegar í hinu mesta basli og varð að fá aðstoð frá dráttarbát til að komast að bryggju.
Eitt sinn var Jón Kristófer Kadett á Vífilstöðum af ástæðum sem mér eru ekki kunnar, en í herbergi með honum var gamall maður sem var mikið veikur. Gamli maðurinn safnaði öllum smápeningum í krukku og var kominn þó nokkuð í krukkuna, Jón Kristófer Kadett sem oft var blankur, fór nú að spyrja gamla manninn hvað hann ætlaði að gera við krukkuna þegar hann félli frá, því varla færi hann að taka hana með sér í gröfina, því í himnaríki þyrfti hann enga peninga þar væri allt frítt. Sá gamli hugsaði sig lengi um og sagði síðan við Jón, "Þegar ég dey þá mátt þú eiga þessa krukku og allt sem í henni verður þá." Þar sem Jón Kristófer var ekki mikið veikur fékk hann oft leyfi til að skreppa til Reykjavíkur og á þeim tíma var starfrækt leigubílastöð Steindórs og þar var hann tíður gestur og fékk kaffi hjá bílstjórunum og sagði þeim sögur. Bílstjórarnir höfðu svo gaman af þessum heimsóknum Jóns að þeir óku honum oft um bæinn án nokkurrar greiðslu og einnig mjög oft á Vífilstaði. Einn morguninn þegar Jón Kristófer vaknar er herbergisfélagi hans orðinn mjög veikur og spurning hvað hann myndi lifa lengi. Að vanda ætlaði Jón að bregða sér til Reykjavíkur en aðgætti þó fyrst hvort krukkan góða væri ekki á sínum stað og var hún þá á náttborði mannsins og orðin nærri full. Jón fór á Bifreiðarstöð Steindórs og eftir góða stund þar ákveður hann að hringja á Vífilstaði til að fá fréttir af herbergisfélaganum og var honum þá sagt að hann hefði látist um morguninn. Jón fékk nú einn bílstjórann til að aka sér í einum hvelli á Vífilstaði sem var gert og er Jón kom þangað æddi hann inn í herbergið og sá að krukkan góða var farinn af náttborðinu, en greinilegt var að maður lá í rúminu. Jón ætlaði ekki að tapa þessum aurum og fór að leita um allt herbergið og í því rís maðurinn í rúminu upp og spyr hvað gangi á? Jón gaf sér ekki tíma til að virða manninn vel fyrir sér heldur æddi að rúminu og hristi manninn duglega til og hrópaði "Þú átt að vera dauður helvítið þitt og hvar er krukkan?" Í því kom þar að starfstúlka of sagði Jóni að fyrri herbergisfélagi hans væri dáinn og annar maður kominn í rúmið hinsvegar hefði hún verið beðin um að færa honum svolítið frá fyrrum herbergisfélaga og fór og náði í krukkuna góðu sem var rækilega merkt Jóni Kristófer. Jón snéri sér þá aftur að manninum í rúminu og sagði; "Farðu bara að sofa aftur þú átt ekki að vera dauður strax." Fór síðan alsæll út í leigubílinn og til Reykjavíkur með krukkuna.
Mörgum árum seinna þegar ég var fluttur á Bíldudal tól ég að mér sem aukastarf að aka vörubíl hjá Matvælaiðjunni hf. á kvöldin og landa úr rækjubátunum. Einn báturinn var Kári BA-265 8 tonn að stærð og eigandi hans var einstaklega sérvitur og alltaf í vandræðum að fá mann með sér á bátinn, því bæði var báturinn einn af minnstu rækjubátunum og veiðarfæri af elstu gerð og afli þar af leiðindi lítill. Eitt kvöldið sé ég að það er kominn nýr háseti á Kára BA-265 og fór út úr bílnum til að athuga með afla hjá þeim. Þá reyndist aflinn einungis vera tveir kassar af rækju eða um 80-90 kíló og þar sem aflinn var svona lítill ákvað skipstjórinn að rétta þá upp á bryggjuna og hinn nýi háseti átti að taka við þeim og hjálpa mér síðan að lyfta þeim upp á vörubílinn. Hásetinn reyndist vera Jón Kristófer Kadett og þar sem talsverð hálka var á bryggjunni tókst ekki betur til en svo að þegar Jón ætlaði að taka við seinni kassanum, þá rann hann til og missti hann í sjóinn og fór þar með 50% af aflanum í hafið. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn brjálaðist af reiði og lauk þar með störfum Jóns Kristófers Kadetts, sem háseta á Kára BA-265. Síðan hitti ég Jón aldrei áður en hann dó.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 05:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 13:53
Einstakur prestur
Frá 25.11. 1975 til 15.11. 1977 var prestur á Bíldudal, sem heitir Hörður Þ. Ásbjörnsson. Hann var ógiftur og barnlaus og bjó einn í prestbústaðnum, sem var nokkuð stórt hús, á tveimur hæðum með fjölda herbergja. Ekki nýtti prestur nema hluta hússins og kvartaði mikið undan því hvað dýrt væri fyrir sig að borga kyndingu fyrir húsið, sem vissulega var rétt. Honum var einnig tíðrætt um hvað væri mikill munur þar sem væri hitaveita og sagðist ætla að reyna að sækja um hitaveituprestakall. Auðvitað var þetta erfitt fyrir prestinn fjárhagslega, því ekki voru launin svo há og á svona litlum stað var ekki mikið um aukaverk sem gátu bætt fjárhaginn. Var þetta því óttalegt basl á prestinum Og svo kom til þessa að skýra átti eitt barna minna og var það gert á mínu heimili, ekki var gestafjöldinn mikill, aðeins nánustu ættingjar og vinir. Hinsvegar hafði konan mín bakað talsvert mikið af kökum og tertum og því nóg til. Prestur var nokkuð snöggur að afgreiða skírnina og horfði mikið á veisluborðið og var fljótur að byrja að gæða sér á veislumatnum og borðaði og borðaði. Ég sagði við hann þú hefur greinilega verið svangur Hörður minn og hann svaraði um hæl "já heldur betur og svo ætla ég að reyna að borð svo mikið að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af kvöldmatnum." Þegar allir gestir voru farnir sat séra Hörður eftir og spjallaði og var hann að segjast frá öllum sínum raunum og hvað hann hitti fáa og hvað sér leiddist mikið og hvað miklir peningar færu í að kynda prestbústaðinn. Ég bauð honum þá að hann gæti komið og unnið í frystihúsinu hjá mér og þannig verið innan um fólk og kynnst fleirum, auk sem þetta færði honum auknar tekjur. Hann lifnaði allur við og spurði hvenær hann mætti mæta og ég sagði honum að hann gæti mín vegna mætt á morgun og ég skildi útvega honum mat í hádeginu hjá konu sem rak slíka þjónustu og var með nokkra menn á mínum vegum í fæði. Hann kvaddi okkur síðan alsælla með þessa lausn á sínum málum. Ég hringdi síðan í verkstjórann hjá mér og lét hann vita að presturinn myndi mæta til vinnu næsta morgun ogvar það allt í lagi af hans hálfu. Mitt fyrsta verk næsta morgun áður en ég mætti á mína skrifstofu fór ég í frystihúsið til að athuga með prestinn og viti menn hann stóð þarna í einu horninu og þvoði frystipönnur í gríð og erg og sá einnig um að koma hreinum pönnum þangað sem pökkunin fór fram og virtist alsæll með lífið. Verkstjórinn sagði mér að presturinn væri búinn að lát flesta vita að það svæði sem pönnuþvotturinn fór fram, væri hans umráðasvæði og þangað mætti enginn koma nema með hans leyfi. Gekk þetta nú allt nokkuð vel um stund, en svo fer verkstjórinn að segja mér að presturinn eigi það til að taka sér full langa matartíma og bað mig um að tala við hann, sem ég gerði og spurði prestinn af hverju hann gæti ekki mætta á réttum tíma úr mat eins og aðrir og hannfór að úrskýra málið og sagði" Jú sjáðu til ég get ekki verið að mæta í matinn í vinnufötunum eins og þeir gera sem eru í línubeitningunni og borða þarna líka, ég verð að hraða mér heim í hádeginu og skipta um föt og fara í jakkaföt áður en ég fer í matinn og svo verð ég að skipta aftur um föt áður en ég mæti til vinnu og tíminn er bara full stuttur." Ég lét þá verkstjórann vita og bað hann að horfa framhjá þessu, sem hann taldi sjálfsagt að gera enda væri prestur hörkuduglegur. Síðan kemur að því að páskarnir eru að koma og kemur prestur þá til mín og er heldur vandræðalegur og segir mér síðan erindið. "Sjáðu til Jakob að nú eru að koma páskar og þá verður talsvert um messur og ég þarf tíma til að skrifa nokkrar ræður því ég er búinn að nota allt sem ég átti til og ég er svo þreyttur eftir hvern vinnudag að ég get ekkert skrifað þegar ég kem heim." Ég sagði honum að það væri allt í lagi, því ekki væri ætlun mín að hann gæti ekki sinnt sínum preststörfum vegna mikillar vinnu og bað hann að láta verkstjórann vita og segja honum að ég hefði gefið honum frí alla páskavikunna.
Síðar þennan vetur þegar steinbítsvertíðin byrjaði fór að berast mikill fiskur að landi til vinnslu því við keyptum allan þann steinbít sem við gátum fengið á sunnanverðum Vestfjörðum og nauðsynlegt þótti að bæta við starfsfólki. Ég réði 12 stúlkur á aldrinum 18-20 ára víða af landinu til vinnu. En þá kom upp vandamál um hvar ég ætti að koma öllum þessum stelpum fyrir, því okkar verbúðir voru fullar. Eftir að hafa hugsað þetta nokkuð lengi fékk ég þá hugmynd að ræða við prestinn sem hafði nægt húsnæði og boðaði hann á minn fund og bauð honum að við skyldum leigja af honum neðri hæð prestbústaðarins og til við bótar leigunni skyldi ég greiða allan kostnað við kyndingu og allt rafmagn fyrir húsið. Presturinn tók þessu mjög vel og sá fram á verulegan bættan fjárhag. Síðan fékk ég smiði til að taka í gegn neðri hæð hússins, mála þar allt, dúkleggja, og urðu þarna hinar bestu vistarverur. Svo komu dömurnar og ég mætti á staðinn þegar þær fluttu inn og prestur tók á móti öllum og heilsaði með handabandi og kynnti sig. Þegar stelpurnar voru að koma sér fyrir kom í ljós að eitt herbergi vantaði og þá sagði prestur það ekki vera neitt vandamál, hann myndi bara rýma eitt herbergi á efri hæðinni, því sér nægði alveg eitt herbergi og var það gert.
Ef mig hefði grunað að öll þau vandræði sem þetta átti eftir að skapa mér seinna hefði ég aldrei látið mér detta í hug að leysa húsnæðisvandræðin á þennan hátt. Því þegar koma svona margar ungar og myndarlegar dömur á jafn lítinn stað, sækja ungir menn mjög í félagsskap þeirra og því fylgir síðan partý, ýmis gleðskapur ofl.
Eitt sinn er ég vakinn um miðja nótt við símhringingu og er þá presturinn í símanum og segi að ég verði að koma eins og skot, því það sé allt orðið vitlaust í húsinu, fullt af blindfullu fólki og tónlist spilið af fullum krafti og hann geti ekki náð að sofna. Ég dreif mig á fætur og mætti á staðinn og það var rétt hjá presti að þarna stóð yfir mikill gleðskapur og presturinn búinn að læsa sig inni í sínu herbergi og þorði varla að koma út og þegar hann loksins kom fram sagði ég við hann að ég skyldi stoppa þetta í hvelli, en þá bað hann mig um að fara varlega því ekki vildi hann missa stelpurnar úr húsinu, því þær væru allar mjög indælar við sig. Ég fór þá á neðri hæðina og henti öllum út sem ekki bjuggu þarna og hundskammaði stelpurnar og sagði þeim að fara að sofa því þær ættu að mæta í vinnu morguninn eftir. Færðist nú ró yfir húsið og ég fór upp til að ræða við prestinn og vorum við rétt sestir niður þegar bíll kemur akandi að húsinu og skömmu síðar snarast inn séra Þórarinn Þór prestur á Patreksfirði, sem þá var prófastur í V-Barðastrandarsýslu en presturinn hafði einnig hringt í hann. Þórarinn Þór sem var hin mesti húmoristi og fór nú að spyrja séra Hörð hvað hefði eiginlega skeð, hann sæi ekki betur en hér væri allt í besta lagi. Séra Hörður svaraði honum þá því til að hann Jakob væri búinn að stoppa öll lætin en bætti líka við að stelpurnar ættu það til að fara um húsið bara í nærfötum, sem væri mjög óþægilegt fyrir sig að horfa á. Þá sagðist Þórarinn að það væri þá best að hann færi bara heim á Patreksfjörð aftur og þar sem ég var að fara líka urðum við samferða að útidyrunum, en þar stoppar Þórarinn og horfir lengi á séra Hörð og segir síðan; "Séra Hörður, hér býrð þú með 12 ungum dömum og ert að kvarta og segðu mér nú eitt ert þú algerlega náttútlaus?" Ekki urðu mikil svör hjá séra Herði og kvöddum við hann og fórum. Ekki man ég hvað oft ég þurfti að vakna oft þennan vetur við símhringingu frá prestinum og fara og stilla til friðar í prestbústaðnum.
Í lok janúar 1976 var fyrirhugað að halda þorrablót á Bíldudal, sem var ein af þeim skemmtunum sem flest allir mættu á. Seinnipart lagardagsins sem þorrablótið átti að vera hringir séra Hörður og segir mér að nú sé algert neyðarástand í húsinu. Það flæði vatn út um allt og hann sé við það að gefast upp, ég sagði honum að það væri ekki nokkur leið að fá viðgerðarmann á þessum tíma en hann hélt áfram að biðja mig að koma. Svo fór að lokum að ég gafst upp of sagðist ætla að koma og fór ég á staðinn og fann prestinn í geymsluherbergi á neðri hæðinni, þar sem hann var á fullu að ausa upp vatni í fötu, en stöðugt lak vatn niður úr loftinu. Ég spurði hann hvað væri á efri hæðinni fyrir ofan þetta herbergi og sagði hann þá að það væri baðherbergið. Ég fór þá upp og skoðaði undir baðkarið og sá að þar var plastlögn frá niðurfalli baðsins sem hafði farið úr sambandi, þannig að í hvert skipti sem hleypt var úr baðkarinu flæddi vatnið um allt gólf og lak síðan niður í geymsluna þar sem presturinn var að ausa upp vatninu og spurði hann af hverju væri verið að nota baðið svona mikið og sagði hann þá að það væru allar stelpurnar, því þær væru að fara á þorrablótið. Ég sagði honum þá að láta þær hætta að nota baðið á meðan ég reyndi að koma þessu í samband. Nei það gengur ekki sagði prestur, það eiga tvær eftir að fara í bað í viðbót og þær væru að flýta sér og hann myndi bara halda áfram að ausa upp vatninu þar til allar væru búnar. Ég sagði honum þá að ég væri sjálfur að fara á þetta þorrablót og nennti því ekki að bíða og kvaddi og fór. Eftir helgina sendi ég viðgerðarmann til að koma þessu í lag.
Eftir því sem tíminn leið batnaði sambúðin í prestbústaðnum og stelpurnar fór að elda fyrir prestinn, þrífa hjá honum og jafnvel að þvo fyrir hann og horfðu með honum á sjónvarpið á kvöldin. Var hann nú heldur betur ánægður með lífið. Svo kom að því að ráðningartíma lauk og þessar dömur fóru burt af staðnum. Skömmu síðar hitti ég prestinn á göngu, en þá var hann hættur að vinna í frystihúsinu og ég spurði hvað væri að frétta hjá honum? "Æ það eru ekkert nema leiðindi og einmannaleiki hjá mér síðan stelpurnar fóru og nú sæti hann einn í þessu stóra húsi og léti sér leiðast, auk þess, sem hann ætti aldrei til neina peninga því kyndingarkostnaðurinn væri svo mikill og nú væri hann alvarlega að hugsa um að segja starfi sínu lausu og vita hvort hann gæti ekki fengið hitaveituprestakall." Árið eftir flutti svo séra Hörður frá Bíldudal og síðar frétti ég af honum við vinnu í kjötiðnaðarstöð SÍS á Kirkjusandi og greinilegt að hann hafði ekki fengið sitt langþráð hitaveituprestakall. Sennilega hefur þetta verið ein mesta lífsgleði hans á ævinni þegar hann bjó með öllu þessu kvenfólki og vann við að þvo frystipönnur í frystihúsinu á Bíldudal.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 10:14
Ekki einfalt að fara að lögum
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2007 | 09:34
Vildi heldur drukkna sofandi
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 08:52
Viðhorf til fatlaðra
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2007 | 23:57
Að telja fiska
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007 | 16:43
Brandarar
Ég heyrði í dag tvo mjög góða brandara og get ekki stillt mig um að láta þá koma hér fram og vil taka fram að það var prestur sem var að segja mér og fleirum þessa tvo brandara svo ég verði ekki ásakaður um guðlast.
Bandarísk hjón voru á ferðalagi í Ísrael nánar tiltekið í Betlehem, þegar konan varð bráðkvödd og í framhaldi af því hafði eiginmaðurinn samband við útfarastofu og spurðist fyrir hvað kostaði að jarðsetja konuna og fékk að vita að það kostaði 150 dollara. Hann spyrði þá hvað kostaði að flytja líkið til Bandaríkjanna og var sagt að það kostaði 5.000 dollara. Eftir að hafa hugsað sig aðeins um sagðist hann ætla að láta flytja líkið heim. Undrandi spurði starfsmaðurinn hjá útfarastofunni afhverju hann ætlaði heldur að eyða 5.000 dollurum í flutning á líkinu en láta jarðsetja það á svona helgum stað fyrir 150 dollara. Maðurinn stamaði hikstandi út úr sér; "Ja, ég las í einhverri bók um mann sem var einmitt jarðaður hér en ekki tókst betur til en svo að á þriðja degi reis hann upp aftur."
Svo voru gömul hjón og konan andaðist í svefni og var úrskurðuð látinn af læknir og síðan fór gamli maðurinn að undirbúa jarðaför sem tókst nokkuð vel í alla staði nema þegar líkmennirnir eru að bera kistuna og koma að Sálnahliðinu á kirkjugarðinum tókst ekki betur til en svo að þeir ráku kistuna harkalega utan í hliðið og hrökk þá konan upp og við nánari skoðun var hún í fullu fjöri og lifði í 12 ár eftir þetta, en svo kom auðvita að því að hún andaðist og var úrskurðuð látinn af læknir eftir vandlega skoðun. Gamli maðurinn fór nú að undirbúa jarðarför á ný og allt gekk eins og átti að vera en þegar líkmennirnir sem báru kistuna eru að nálgast Sálnahliðið á kirkjugarðinum, hleypur gamli maðurinn fram fyrir kistuna og segir; "Í Guðs bænum passið að reka nú ekki kistuna utan í hliðið."
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 11:07
Að haga seglum eftir vindi
Ég hef sagt frá því áður hér í mínum skrifum að á sínum tíma var ég að gera út með syni mínum bát sem hét Sigurbjörg Þorsteins BA-65 og var stálbátur rúmar 100 brl. að stærð og vorum við oft á togveiðum og einn úr skipshöfninni var pólverji.
Eitt sinn erum við að togveiðum við Eldeyjarboða út af Reykjanesi, sonur minn var skipstjóri og ég stýrimaður, veður var frekar leiðinlegt 7-8 vindstig byrjaði sem NV-átt síðan N-átt og endaði í NA-átt. Við höfðum verið að fiska þokkalega vel þarna en stöðugt var að bæta í veðrið,en þegar við hífum í eitt skiptið er greinilegt að talsvert er af fiski í og vorum við að áætla að þetta gæti sennilega verið hátt í 15-20 tonn. Við byrjuðum að hífa aflann um borð og var í hverjum poka 2-3 tonn og allt var þetta stór og fallegur ufsi, þar sem veðrið var frekar leiðinlegt og við urðum að láfa bátinn flatreka undan veðrinu og trollið á síðunni lamdist stöðugt utan í bátinn og þegar við erum búnir að hífa 2-3 poka skellur trollið svo harkalega á síðunni með öllum þessum afla í og springur og við horfðum á eftir hátt í 10 tonnum af ufsa fljóta um allt. Þar sem spáð var vaxandi veðri ákvað skipstjórinn að fara í land, bæði vegna veðurs og svo þurftum við líka að gera við trollið en það var ekki gott við að eiga um borð í ekki stærri bát og sérstaklega þegar veður var slæmt. Við lönduðum alltaf í Njarðvík og þaðan fór fiskurinn á Fiskmarkað Suðurnesja. Þegar við vorum búnir að ganga frá aflanum og öllu á dekki var farið í kaffi og síðan fór ég upp í brú og tók við af skipstjóranum, því ég átti að taka landstímið. Þegar ég tek við stjórn bátsins var vindstaðan þannig að við vorum að sigla beint á móti veðrinu og voru því talsverð högg og læti, því saman fór vindur og talsverður sjór og gekk því ferðin talsvert hægt. Seint um kvöldið kemur kokkurinn upp í brú til mín og færir mér nýlagað kaffi á brúsa og segir að hann hafi viljað koma með þetta áður en hann fari að sofa en bætir svo hlægjandi við að pólverjinn hafi beðið sig að spyrja mig hvort ekki væri hægt að breyta stefnu skipsins því það sé svo vont að sofa í þessum látum. Hann sagðist hafa reynt að útskýra fyrir honum að það væri ekki hægt því við værum að sigla ákveðna leið, en pólverjinn segði alltaf, ég ekki skilja, ég ekki skilja. Ég sagði honum að skila til pólverjans að það væri orðið stutt í Garðskagann og þegar við værum komnir þar fyrir myndi þetta lagast og fór hann þá frammí skipið til að sofa en þar voru þeir saman í klefa. Þegar ég er búinn að beygja fyrir Garðskaga og set stefnuna inn Stakksfjörðinn byrjar talsverður hliðarveltingur og skömmu sinna sé ég að pólverjinn er á leið aftur eftir skipinu og hann kemur síðan uppí brú til mín og segir; "Kobbi ekki gott núna sofa kannski bara betra hafa sama áðan, allt í lagi aftur breyta" Síðan lék hann með höndunum hvernig hefði farið um sig í kojunni, ég sýndi honum í siglingartölvunni hvaða leið við værum búnir að sigla og hvað við við ættum eftir. Þá rak hann upp mikið undrunaróp haaaaaaaaaaaaaa og þar sem annar stóll var bb-megin í brúnni settist hann þar og sagði síðan; "Ég bara hér sitja,kannski bara sofa hjá bryggja". Ég sagði að það væri allt í lagi þótt hann sæti þarna og sagði honum að það væri nú orðið stutt eftir og þegar við nálguðumst höfnina í Njarðvík ræsti ég skipstjórann og hann tók við. Pólverjinn fór nú að lýsa fyrir skipstjóranum hvernig ástandið hefði verið hjá sér í kojunni á leiðinni til lands. Síðan var skipið bundið og þar sem ekki var hægt að landa fyrr en um morguninn fóru allir að sofa og pólverjinn fékk loksins sinn langþráða svefn.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 801833
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
250 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Kvenréttindabarátta er innihaldslaus frasi, þegar búið er að taka í burtu sjálfstæðan vilja
- Samsæriskenning dagsins - 20250418
- Misheppnuð fiskveiðistjórn: Írska hafið, V-Skotland og Rockall
- Bólusetningabjargráð, heilbrigðisnjósnir og gervigreindargeðlækningar
- Óstaðfestar upplýsingar
- Alþingi þarf að afnema haturslög og ritskoðun til að Ísland geti átt viðskipti við Bandaríkin
- Ranghugmynd dagsins - 20250418
- Er framleiðsla AstraZeneca örugg fyrir smábörnin?
- Regluvædd út
- Öll stórveldi hrynja að lokum !