10.7.2007 | 15:10
Óheiðarlega gólftuskan
Ég hef nú um ævina kynnst margri lyginni og óheiðarleika en aldrei hef ég kynnst jafn ómerkilegu fólki og nú kallast ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar. Sl. haust stóð öll stjórnarandstaðan sameiginlega að tillögu um bætt kjör aldraðra og öryrkja og Ingibjörg Sólrún gerði mikið grín að því sem þáverandi ríkisstjórn var að gera varðandi allar þær skerðingar sem við verðum fyrir sem erum öryrkjar. Jóhanna Sigurðardóttir flutti nánast grátklökk ræður um fátækt á Íslandi og átti varla til nógu sterk lýsingarorð um skilningsleysi stjórnvalda. Fyrir kosningar lofaði þessi flokkur öllu fögru ef hann kæmist til valda og þeir sem verst væru settir í þjóðfélaginu ættu von á bjartri framtíð og betri tíð og allt var þetta Framsókn að kenna. Ég var einn af þeim sem trúði að þetta aumingja fólk væri að meina það sem það var að segja og þótt ég hafi fyrir löngu sagt skilið við Framsókn, hvarflaði eitt sinn að mér að sennilega væri Samfylkingin ágætis flokkur sem vert væri að styðja en sem betur fer hætti ég við og gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn og þakka enn í dag fyrir þá ákvörðun mína því að þar er þó í forustu heiðarlegt fólk sem segir sína skoðun og stendur við hana. Ég reyndi fyrir síðustu kosningar að kynna mér hvað stefnu Samfylkingin hefði í hinum ýmsu málum og ekki vantaði stóru yfirlýsingarnar og loforðin sem í dag er komið í ljós að allt var tóm lygi og blekkingar. Jón Baldvin sagði í vor í þættinum Silfri Egils að Samfylkingunni hefði mistekist allt sem hún var stofnuð til að gera og eru þau orð hans nú rækilega komin í ljós. Ingibjörgg Sólrún flutti þrumandi ræður um turnana tvo sem yrðu í íslenskum stjórnmálum þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin og höfuðandstæðingur Samfylkingarinnar vari Sjálfstæðisflokkurinn. En hvað skeður eftir kosningar, þá var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að fá nóg af því að nota Framsókn sem gólftusku og vantaði nýja og þá var Samfylkingin tilbúinn að taka við hlutverki Framsóknar og tilbúinn að gleypa öll kosningaloforðin, eingöngu horft á ráðherrastóla og til að koma öllum að var einu ráðuneyti skipt í tvö þrátt fyrir að þessi flokkur boðaði áður fækkun ráðuneyta. Þegar félagsmálaráðherra Framsóknar lækkaði lánshlutfall Íbúðalánasjóðs fór Jóhanna Sigurðardóttir hamförum á heimasíðu sinni í gagnrýni sinni á þessari ákvörðun en hvað skeður svo þegar Jóhanna er orðin félagsmálaráðherra tekur hún sömu ákvörðun og þegar hún er mynnt á fyrri yfirlýsingar sínar eru svörin þau að þetta sé gert allt öðru vísi núna og aðstæður allt aðrar og bla, bla, bla. Það er rétt hjá Jóhönnu að þetta er öðruvísi núna að því leiti að það er Jóhanna Sigurðardóttir sem tekur ákvörðunina en ekki Magnús Stefánsson, annað hefur ekki breyst. Svo kom að því að bæta kjör aldraðra og öryrkja og hver var niðurstaðan, ákveðið var að þeir sem væru orðnir 70 ára mættu vinna eins og þeir gætu á þess að bætur skertust, aðrir fengu enga leiðréttingu á sínum málum. Ég bar spyr aflverju að miða við 70 ára aldur ef ekki var hægt að ganga lengra mátti alveg eins miða við 100 ára aldur. Nú er samfylkingin orðin gólftuska hjá Sjálfstæðisflokknum og fær engu ráðið og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar um að þau yrðu að komast í ríkisstjórn til að hafa áhrif. En hver eru áhrif Samfylkingarinnar í núverandi ríkisstjórn, þau eru enginn og verða enginn það eina sem Ingibjörg Sólrún hefur haft upp úr þessu brölti sínu að hún fékk þann vafasama heiður að Hannes Hólmsteinn hældi henni sem stjórnmálamanni og segir það allt sem segja þarf um hvar hún stendur gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Eini munurinn á núverandi ríkisstjórn og þeirri fyrri að innan raða Samfylkingarinnar er varla hægt að finna heiðarlega stjórnmálamenn, en þá mátti þó finna slíkt hjá Framsókn. Kalli prestur fór um Vestfirði og Snæfellsnes fyrir kosningar og predikaði um galla núverandi kvótakerfis og endurskoða yrði það allt frá grunni og þegar Samfylkingin var komin í stjórn fékk hann sæti í sjávarútvegsnefnd og mér er sagt að þegar nefndin var á dögunum að fjalla um hinn mikla niðurskurð á þorskvótanum hafi Karl Matthíasson prestur einu sinni sagt jæja og gleymdi að segja amen. Ekki vildi ég vera í sporum þingmanna Samfylkingarinnar í næstu kosningum, því hætt er við miklu hruni ef ekkert fer að bóla á að Samfylkingin hafi einhver áhrif í þessari ríkisstjórn. Ég get vorkennt Jóhönnu Sigurðardóttur að þurfa að sitja í þessari stjórn, því hún hafði það orð á sér að vilja berjast fyrir þá sem minna meiga sín í þessu þjóðfélagi en nú er að koma á daginn að hún hefur ekkert meint með því sem hún hefur verið að tala um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
- Bæn dagsins...
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
Athugasemdir
Ekki varstu svo barnalegur Jakob, að halda að Sjálfstæðisflokkurinn keypti alla stefnu Samfylkingar á einum mánuði, nei andskotinn.
Þetta er eins og hjá Grími áttunda úr Eyjum í gær, hvar kallað var með látum eftir göngum, höfn eða bara einhverju frá Robert Marshall aðstoðarmanni samgönguráðherra??? Þessi sami "áttundi" er búinn að eiga samgönguráðherra í formi Sturlu í einhver 8 ár og ekkert slitið útúr honum??? Það er hreinlega með ólíkindum hvernig hægt er að leggja hlutina upp.
Mitt álit á heilagri Jóhönnu hefur hinsvegar ekkert breyst og ég er nokkuð viss um að þú átt ekki marga betri málsvara í baslinu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.7.2007 kl. 10:53
Nei Hafsteinn ég bar ekki svo barnalegur að halda að Sjálfstæðisflokkurinn gleypti alla stefnu Samfylkingar og gerði mér fulla grein fyrir að þeir voru bara að leita að nýrri gólftusku í stað Framsóknar. Hinsvegar er ég þannig gerður að ég ætlast til þess af stjórnmálmönnum og öðrum að þeir standi við orð sín, en séu ekki með fullyrðingar og loforð sem þeir vita um leið og þeir láta slíkt frá sér að er tóm lygi og rugl. Ég held að heilög Jóhanna verði seint minn málsvari í mínu basli sem öryrki, því miðað við það sem hún hefur gert til þessa verð ég að bíða í 23 ár en þá verð ég 70 ára og ef ég verð þá á lífi munu þær aðgerðir sem hún hefur gert hingað til koma mér til góða, en ég efast um að hún verði ráðherra þá. Ég geri mér alveg grein fyrir því að í samsteypustjórn þarf að miðla málum en þegar um er að ræða tvo flokka er undarlegt að annar verði að svíkja öll sín kosningaloforð.
Ég hélt að Marshall-aðstoðin hefði verið eftir seinni heimsstyrjöld og væri liðin tíð svo menn ættu að fara varlega í væntingar um slíka aðstoð nú.
Jakob Falur Kristinsson, 11.7.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.