10.7.2007 | 14:04
Meira um þorskinn
Í hádegisviðtali á Stöð 2 í gær var athyglisvert viðtal við Kristinn H. Gunnarsson alþm. um niðurskurðinn á þorskkvótanum og kom þar margt athyglisvert fram. Kristinn gaf lítið fyrir hinar svokölluðu mótvægisaðgerðir stjórnvald en sagði samt að þær væru þó til góða svo langt sem þær næðu en benti réttilega á að þrátt fyrir þessar aðgerðir vantaði samt það sem mestu máli skipti en það væri atvinna handa þeim fjölda sem missa myndi vinnuna, því á atvinnu og tekna heimilanna væri fólki flestar bjargir bannaðar. Hann benti einnig á fjölda atriða í skýrslu Hafró sem stönguðust á og gæti ekki verið traustur vísindalegur grunnur til að byggja á svona mikilsverða ákvörðun. Einnig að ekki gengi lengur að ein ríkisstofnun gæfi út hin eina og sanna sannleika um fiskinn í sjónum, fleiri þyrftu að koma til. Kristinn kom ekki bara með gagnrýni heldur einnig tillögur sem eru athyglisverðar en hann benti á að skipta mætti miðunum í ákveðin svæði sem lægju best við gjöfulum fiskimiðum og ákveða afla á hverju svæði en setja sen skilyrði að afla á hverju svæði væri landað í þeim höfnum sem styðst er til og vinna hann þar. T.d. tók hann Breiðafjörð sem dæmi og sagði að auðvitað gætu skip frá öðrum landshlutum veitt þar en yrðu að landa afla sínum í höfnum í Snæfellsbæ og skapa þar atvinnu. Með þessu fengju sjávarbyggðirnar að njóta nálægðar sinnar við fiskimiðin, en það er einmitt þessi nálægð við góð fiskimið sem urðu til þess að þessar byggðir við sjávarsíðuna urðu til. Þessar skoðanir Kristins H. eru í samræmi við það sem kemur fram í mjög góðri grein Stefáns Þórarinssonar ráðgjafa sem hann skrifaði í Mbl. sl. sunnudag en Stefán var einn af þeim sem komu að þeirri vinnu að móta kvótakerfið á sínum tíma og hefur fengist við ráðgjöf um fiskveiðar víða um heim og þekkir þessi mál mjög vel. Einnig var í Kastljósi í gær viðtal við Grím Atlason bæjarstjóra í Bolungarvík og kom fram hjá honum að hann vissi ekki enn um hvað þessar aðgerðir ríkisstjórnar þýddu í raun og hefði ekki fengið nánari útskýringar á þeim, nema að það ætti að auka fjármagn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til aðstoðar sveitarfélögunum. Það er augljóst að sveitarfélögin verða fyrir miklu tekjutapi og stóðu nú ekki mörg vel fyrir svo staða þeirra verður slæm. Grímur benti líka á að á Vestfjörðum störfuðu mörg minni fyrirtæki sem þyrfti að styðja við, en ekkert slíkt er inni í þeim tillögum sem hafa verið kynntar. Athygli vekur að lítið heyrist frá stóru fyrirtækjunum í sjávarútvegi enda vitað að þau eru flest með miklar veiðiheimildir í loðnu, síld og kolmunna og eiga sjálfsagt auðveldara með að þola þessa skerðingu og fá aðstoð hjá sínum viðskiptabönkum. Reyndar var viðtal við forstjóra Samherja hf. í fréttum í gær sem skýrði frá því hvað hans fyrirtæki yrði fyrir mikilli tekjuskerðingu en líka kom fram að Samherji hefur um 70% af sínum tekjum af erlendri starfsemi og þolir þar af leiðandi nokkur áföll hér heima. Hinsvegar benti Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. á atriði sem lítið hefur verið bent á en það er að mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur tekist að koma sér upp traustum viðskiptasamböndum erlendis t.d. með ferskum fiski í flugi og komist þannig nær neytandanum og fengið hærri verð. Þetta hefur byggst á því að fyrirtækin hafa til þessa getað staðið við að afhenda vöruna eftir óskum kaupanda sem verður mun erfiðara nú. Ef ferskur fiskur frá Íslandi hverfur úr smásöluverslun erlendis mun eitthvað annað koma þar í staðinn og ekki verður auðvelt að ætla að stökkva þar inn aftur þegar okkur hentar, aðrir verða komnir þar í okkar stað t.d. Noregur. Það er búið að eyða óhemju fjármunum í þessa markaðssetningu og þegar og ef við getum aukið þorskkvótann aftur þarf að byggja þessa markaðssetningu alla upp aftur við verðum aftur á upphafsreit. Ég hef ekki trú á því sem sjávarútvegsráðherra segir að þetta breyti engu vegna þess að kaupendur vilji eingöngu kaupa þorsk sem veiddur er úr sjálfbærum stofni og veiðunum stýrt eins og Ísland hefur gert, en kaupandinn er að kaupa sér þorsk til að borða hann og mun ekki lifa á hugsjónum. Þetta hljómar eins og brandari við höfum síðan 1984 verið að stýra veiðunum til að byggja upp þorskstofninn og hver er árangurinn eftir rúm 20 ár með þessa frábæru veiðistjórnun. Árangurinn er slíkur að stjórnvöld ættu að skammast sín fyrir að segja frá því, vegna þess að árangurinn er sá að þorskstofninn er að hruni kominn samkvæmt upplýsingum frá Hafró. Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir hvað það er erfitt og kostnaðarsamt að komast inná smásölumarkað erlendis en staðreyndin er sú að eftir því sem hægt er að komast nær neytandanum þeim mun meira er greitt fyrir vöruna. Halda menn virkilega að smásali í Englandi sem kominn er með þorsk frá Noregi í sína verslun skrúfi þar fyrir ef íslendingar tilkynna eftir nokkur ár að nú getum við komið með þorsk. Nei góð viðskiptasambönd þarf að rækta og sinna vel og smásalinn erlendis getur ekki sagt við sína viðskiptavini "því miður enginn þorskur til sölu næstu 4-6 árin", hann leitar einfaldlega annað eftir þorski. Það er vitað að mörg fyrirtæki greiða stórfé til að koma vörum sínum í smásöluverslanir og lögmálið er alltaf það sama, varan verður að vera til þegar kaupandinn vill kaupa hana og afsakanir um frábæra veiðistjórnun gilda lítið í þessum viðskiptum. Loka orðið er alltaf hjá hinum endanlega kaupanda. Ég nefndi hér áður að lítið hefði heyrst frá stóru fyrirtækjunum í greininni og er ástæðan sennilega sú að þeir vita sem er að hrun verður í greininni og fjöldagjaldþrot blasa við og bankarnir munu eignast stóran flota og mikinn kvóta sem auðvelt verður fyrir þessa stóru að eignast á útsölu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 801059
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.