Mánaðarmót

Nú eru komin mánaðarmót, sem eru einn skelfilegasti dagur í lífi öryrkjans en þá fáum við okkar bætur og eru enn einu sinni minnt á hvað kjör okkar eru léleg og allar bjargir bannaðar, því ekki megum við vinna til að bjarga okkur.  Ég hef setið í dag yfir mínum heimabanka en þar hefur maður á einni síðu þá reikninga sem greiða verður í mánuðinum og maður les þetta aftur og aftur og spyr sig í huganum hvort þarna sé eitthvað sem megi bíða eða hvort hugsanlega hægt sé að semja um að fá einhverju skipt niður.  Síðan kemur í ljós að við hvern reikning að niðurstaðan verður sú að ekki er þorandi að fresta greiðslu það má ekki bíða með að greiða af íbúðinni, ekki láta loka símanum eða loka fyrir rafmagnið eða taka áhættu á að þessi eða hinn reikningurinn lendi í innheimtu með tilheyrandi kostnaði og maður smellir á að greiða viðkomandi reikning og eftir því sem fleiri reikningar eru greiddir lækkar stöðugt inneignin á reikningnum.  Alltaf endar þetta á sama veg að þegar búið er að greiða það sem nauðsynlegt er, þorir maður varla að skoða hvað eftir er til að lifa af það sem eftir er mánaðarins sem oftast er um 10-15 þúsund og í huganum deilir maður í þá tölu með 4 til að fá þá upphæð sem óhætt er að eyða í hverri viku.  Síðan lokar maður heimabankanum og reynir að gleyma þessu sem fyrst og lætur sig dreyma um Lottóvinning en áttar sig svo á því að hann kemur aldrei þar sem ekki eru til peningar til að kaupa lottómiða í hverri viku en í staðinn reynir maður að hugsa að kannski verði þetta eitthvað skárra um næstu mánaðarmót þótt undir niðri viti maður að það verður alveg eins því tölurnar breytast ekkert.  En eitt er þó jákvætt að það eru þó hátt í 30 dagar í næstu mánaðarmót og næsta kvíðakast við heimabankann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband