15.9.2007 | 18:31
LÍÚ
Formaður LÍÚ hefur verið að væla mikið í fjölmiðlum varðandi mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á þorskkvóta sem ríkisstjórnin kynnti nýlega og ásakar stjórnvöld um að hafa ekkert samráð við LÍÚ áður en þetta var kynnt og krafist að afnema ætti alla byggðakvóta og línuívilnun. En forusta LÍÚ hefur fram til þessa litið á það sem sinn rétt að ekkert mætti gera varðandi sjávarútveginn nema að þeir væru búnir að leggja blessun sína yfir málið. Í hádegisviðtali á Stöð 2 í gær var rætt við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra en hann ásamt fjármálaráðherra unnu að þessari útfærslu. Ég verð nú að viðurkenna það þótt þessi ríkisstjórn sé ekki eins og ég hefði kosið, þá verður hver að eiga það sem hann á og Össur kom mér skemmtilega á óvart. Hann benti á það með réttu að það sem verið væri að gera kæmi stórútgerðum í LÍÚ í raun ekkert við. Þeir ættu alla möguleika til að bjarga sér ólíkt einyrkjunum í sjávarútveginum og krafa LÍÚ um að afnema alla byggðakvóta og línuíviljun yrði til þess eins að rústa endanlega hinum ýmsu byggðalögum þar sem stórútgerðir væru búnar að taka í burtu allan aflakvótann. Síðan taldi hann upp fjölda atriða sem kæmi stórútgerðum til góða. Þegar ég fór að velta þessu betur fyrir mér er augljóst að óánægja formanns LÍÚ er ekki sprottinn af litlu samráði, heldur er hann að átta sig á að áhrif LÍÚ á ákvarðanatöku í sjávarútveginum eru sennilega að hverfa. Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði Samfylkinguna í vasanum líkt og var með Framsókn en svo er greinilega ekki og ráðherrar Samfylkingarinnar ætla að sýna í verki að þeir muni hafa sterk áhrif í þessari ríkisstjórn. Ég var að lesa í nýjasta tbl. Fiskifrétta viðtal við Eirík Tómasson forstjóra Þorbjarnarins hf. í Grindavík, þar sem hann er að dásama núverandi kvótakerfi og þá hagræðingu sem þessu kerfi hafi fylgt og tekur sem dæmi að nú geri Þorbjörn hf. út 7 skip sem veiði kvóta af 45 skipum. Ég held að Þorbjörn hf. í Grindavík hafi aldrei átt og gert út á sama tíma 45 skip heldur er þetta kvóti sem fyrirtækið hefur getað fengið frá öðrum byggðalögum t.d. verulegur kvóti frá Bolungarvík og Ísafirði. Hann gagnrýnir líka stjórnvöld fyrir byggðakvóta og línuívilnun sem komi sér illa fyrir þá í Grindavík, hann segir líka að þrátt fyrir að nú sé útgefinn þorskvóti sá minnsti sem um getur gangi miklu betur að veiða þorskinn og þakkar það hagræðingu og hagkvæmni en segir svo "Persónulega tel ég að það hafi ekkert með betra skipulag á veiðum að gera, það er einfaldlega bara meira af fiski í sjónum en áður var og aðgengi að honum því betra". Það skyldi nú ekki vera að einhver hluti af kvóta þessara 45 skipa hafi orðið til þegar svokölluð línutvöföldun var í gangi sem LÍÚ barði í gegn að yrði aflögð og línuskip fengju í staðinn aukningu á sínum kvóta miðað við hvað þessi tvöföldun var búinn að skila hverju skipi árin á undan. Einnig má benda á að fyrirtækið Vísir hf. í Grindavík fékk á sínum tíma verulegan byggðakvóta og stuðning Byggðastofnunar til kvótakaupa þegar það fyrirtæki hóf rekstur á Þingeyri á sínum tíma. Nú á annað byggðalag í Ísafjarðarbæ í svipuðum vandræðum og voru á Þingeyri en þar á ég við Flateyri en einstaklingur þar hefur lagt mikið undir til að koma þar af stað fiskvinnslu á ný. Hafa aðilar í Grindavík efni á því nú að skammast út í stjórnvöld ef álíka byggðakvóta væri veitt til Flateyrar í ljósi þess að þeir voru fyrir nokkrum árum þiggjendur að byggðakvóta. Það er svo augljóst að hin stóru fyrirtæki hafa miklu meiri burði til að taka á sig skerðinguna núna heldur en einyrkjar í útgerð og rekstri smærri fyrirtækja t.d. HB-Grandi hf., Samherji hf., Þorbjörn hf., Síldarvinnslan hf. ofl. Bæði hafa þessi stóru fyrirtæki hagnast verulega á undanförnum árum, njóta betri bankaviðskipta en Jón Jónsson á Vestfjörðum, ákveðnum stöðum á Austfjörðum og víðar um land sem eru að basla einir með sína trillu eða litla fiskverkun. Bankarnir horfa framjá því hjá hinum stóru þótt hluti af veðunum á bak við kvótalánin hafi rýrnað um 30% en ég er hræddur um að slíkt eigi ekki við um hina minni aðila í sjávarútvegi. Það eru nefnilega einyrkjar í útgerð og vinnslu eins og Össur bendir á sem hafa minnstu burðina til að taka á sig svona áföll og hætt við að margir þeirra verði hreinlega gjaldþrota. Nei það eru stórútgerðirnar með LÍÚ í forustu sem telja sínum hagsmunum best borgið að ganga endanlega frá þessum aðilum. Það má líkja þessu við að sparka í liggjandi mann, sem hefur ekki talist stórmannlegt fram að þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
33 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Sammála þér Jakob eins og alltaf !
Níels A. Ársælsson., 16.9.2007 kl. 01:35
Góð grein hjá þér Jakob, og vel farið yfir staðreyndir.
Hallgrímur Guðmundsson, 16.9.2007 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.