Samherji hf.

Nú hefur Samherji hf. tilkynnt um viðbrögð sín við kvótaskerðingu í þorski og auðvitað var ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, því tilkynnt hefur verið um lokun á skreiðarvinnslu fyrirtækisins á Hjalteyri sem er stærsti vinnuveitandinn í Arnarneshreppi.  Þarna munu 8 til 10 manns missa vinnuna og sveitarfélagið verður af verulegum tekjum bæði af gjöldum þessa fólks og húsaleigu sem það hefur haft af þessari starfsemi en starfsemin hefur farið fram í gömlu síldarverksmiðjunni sem er í eigu sveitarfélagsins.  Reyndar hefur öllu starfsfólkinu verið boðin vinna í frystihúsi Samherja hf. á Dalvík í vetur og akstur þar á milli.  Það er nú einu sinni svo á þessum litlu stöðum að þótt geti starfað í sinni heimabyggð getur verið erfitt fyrir suma að fara í starf sem kostar það fjarveru frá sínu heimili frá morgni til kvölds.  Það kemur til af því að fólk þarf að hugsa um börn sín og á þessum litlu stöðum fer fólk heim í mat og er fljótt að bregðast við ef eitthvað kemur uppá og börnin eiga í flestum tilfellum greiðan aðgang að sínum foreldrum á þeirra vinnustað.  Þannig að þótt Samherji hf. bjóði uppá þennan möguleika á starfi er ekki víst að allir geti nýtt sér það.  Þetta boð virðist í fyrstu vera mjög gott fyrst á litið, en er það kannski ekki ef betur er skoðað.  Í fréttinni kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að ná tali af neinum yfirmann hjá Samherja hf. því þeir hafi allir verið á fundi erlendis.  Ég hélt að þessi litla starfsemi Samherja hf. á Hjalteyri skipti ekki miklu í allri hans starfsemi bæði hér á landi og erlendis.  En auðvita stýra þeir sínu fyrirtæki eins vel og þeir geta og ef þarf að hagræða í rekstrinum, gera þeir það.  Ef þetta er brýnasta verkefnið eru ekki mikil vandamál í þeirra rekstri þótt þorskkvótinn hafi verið skorin niður um rúm 30%.
mbl.is Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona er þetta alltaf, byrjað á þeim sem minnst mega sín, og hafa minnstu möguleikana á að kvarta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Þessi ákvörðun Samherja, er örugglega ekki tekin með eihverja sérstaka illsku gagnvart Hjalteyringum í huga, heldur eru þarna menn sem eru að stjórna fyrirtæki og þeim ber að reka sitt fyrirtæki á þann máta sem þeir telja best, hafi þessi rekstrareining verið óhagkvæm í rekstri, er þá nokkuð undarlegt þá fyrirtækið vilji loka henni.

Ef hins vegar fólk á Hjalteyri er þeirrar skoðunnar að skreiðarverkunin sé arðbær, þá er ég nokkuð viss um að það yrði auðsótt mál að fá batteríið keypt, en hafi fólk á staðnum ekki trú á að reksturinn borgi sig og vilji því ekki leggja peningana sína í að kaupa þetta, er þá hægt að gera kröfu á samherja að hann reki einingu sem starfsfólkið  hefur ekki trú á.

Ekki er heldur hægt að gera Samherja ábyrga fyrir kvótakerfinu eða afleiðingum þess, þeir hafa eingöngu unnið úr því kerfi sem stjórnmálamenn komu á, og gert það vel

Anton Þór Harðarson, 24.9.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Aron Þór, ef þú hefur lesið greinina vel yfir er ég ekki að ræða um neina sérstaka illsku gagnvart Hjalteyringum og ég bendi á í lok greinarinnar, að þurfi stjórnendur Samherja hf. að hagræða í sínum rekstri geri þeir auðvita það.  Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvort þessi rekstur á Hjalteyri var arðbær eða ekki.  Ég var bara að benda á að hvað þetta væri lítil eining sem þyrfti að loka vegna hagræðingar í rekstri hjá þessu stóra og öfluga fyrirtæki.  Hvað varðar að fólk á Hjalteyri kaupi þetta batterí og reki, ætla ég ekki að svara, það er miklu flóknara mál en hægt er að gera í stuttri athugasemd og væri efni í heila grein.  Ég var hvergi að reyna að gera Samherja hf. ábyrga fyrir kvótakerfinu sem ég veit að þeir hafa unnið eftir en hvort þeir haf gert það vel eða illa þekki ég ekki.  En ég ætla að benda þér á að á þessu kvótakerfi kerfi hafa verið gerðar margar breytingar og sumar EINGÖNGU með hagsmuni Samherja hf. í huga.  Samherji hf. var á sýnum tíma nánast gjaldþrota fyrirtæki í Grindavík þegar þeir frændur á Akureyri keyptu það og Þorsteinn Vilhelmsson segir sjálfur frá því í bókinni "Aflakóngar og athafnarmenn" að ef ekki hefði verið hliðrað til í kerfinu og þeir fengið að nýta sér svokallaðan "Skipstjórakvóta" sem færði þeim 3-4 þúsund tonn af kvóta, þá hefði þetta ævintýri verið dauðadæmt frá upphafi og þeir frændur allir orðið gjaldþrota.  Þannig að stjórnmálamenn hafa því veitt þeim aðstoð af og til og gert það vel.

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband