Engin afsökun til

Í þessari frétt segir frá að Guðjón Sigurðsson sem er bundinn við 140 kg rafknúinn hjólastól vegna MND taugasjúkdómsins þurfti í vikunni að bíða í tvær klukkustundir eftir því að komast heim frá Keflavíkurflugvelli, því að stólinn hafði týnst í flugstöðinni.  Guðjón segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þetta hafi gerst.  Í öllum mínum ferðum fæ ég stólinn í fínu lagi úti, en í hvert skipt sem ég hef komið heim, að minnsta kosti síðustu fimm skipti, þá er einhver andskotinn að.  Eitthvað brotið, eitthvað blautt, og núna síðast týndu þeir stólnum segir Guðjón en tók jafnframt fram að hann reyndi af fremsta megni að sjá spaugilegu hliðina á málinu, þó það yrði stöðugt erfiðara. "Þetta er eins og ef starfsfólkið bryti á þér báðar lappirnar við lendingu.  Þetta er ekki golfsettið mitt eða skíðin-þetta er nauðsynlegur hlutur sem veitir mér frelsi og möguleika á þátttöku í lífinu."  Stefán Thordsen yfirmaður öryggissviðs hjá Flugmálastjórn, segir málið mjög erfitt í framkvæmd, því það sé enginn hægðarleikur að koma tæki sem er á annað hundrað kíló í og úr flugvélalest.  "En það eru allir að reyna að gera betur."  Þetta er nú ansi léleg afsökun hjá Stefáni og stórundarlegt að þetta sé auðleyst á flugvöllum erlendis en stórvandamál hér á landi.  Ætli skýringa sé ekki frekar að leita í mismunandi viðhorfum til fatlaðra hér á landi og erlendis eða á maður að trúa því að hér á landi vinni eintómir vitleysingar og aumingjar við að losa og lesta flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem ekki geti leyst sömu hluti og starfsbræður þeirra erlendis.  Nei komdu með betri skýringu en þetta Stefán, þessa kaupi ég ekki.
mbl.is „Fótunum" kippt undan fötluðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband