31.10.2007 | 11:24
Jón Kristófer Kadett
Jón Kristófer Kadett var mikill heiðursmaður og varð ég þess heiðurs aðnjótandi að kynnast aðeins þessum manni. Það var á þeim árum sem ég bjó á Patreksfirði og annaðist bókhald og fjármál fyrir skipið Jón Þórðarson BA-180 (þann eldri), að Jón Kristófer kom þar um borð sem matsveinn. Ég hafði heyrt margar skemmtilegar sögur af þessum manni og taldi að þarna væri nú á ferðinni einn furðufuglinn í viðbót og yrði til vandræða en það var öðru nær. Á þessum tíma var greidd kauptrygging vikulega en svo lokauppgjör í lok hvers úthalds. Ekki var greitt beint inná bankareikninga hjá mönnum því fæstir vildu slíkt og var því alltaf borgað með ávísunum á hverjum föstudegi. Þeir sem voru giftir fengu eiginkonur sínar til að sækja þetta til mín, en aðrir fengu vini eða kunningja, nema Jón Kristófer Kadett, hann vildi fá greitt í peningum og varð ég því að fara alltaf í bankann til að fá peninga fyrir Jón Kristófer, sem hann sótti síðan heim til mín þegar helgarfrí var. Alltaf mætti Jón Kristófer á mitt heimili spariklæddur til að sækja sín laun og bauð ég honum yfirleitt í kaffi, því mér þótti gaman að spjalla við karlinn og hlusta á nokkrar sögur. Á þessum tíma áttum við hjónin orðið aðeins elsta son okkar sem heitir Gunnar. Eftir kaffið og gott spjall kvaddi Jón Kristófer okkur alltaf á sama hátt. Hann stillti sér upp í eldhúsinu og bað Guð að blessa þetta heimili, tók son okkar upp og bað Guð að blessa hann, kyssti konuna mína og mig og bað Guð að blessa okkur bæði. Þegar leið á vertíðina og ég sá að talsverður aflahlutur yrði og kæmu því flesti til með að eiga talsverðar inneign í vertíðarlok og fór ég þá að greiða flestum talsvert meira í hverri viku en sem nam kauptryggingu. Allir tóku þessu auðvitað fagnandi nema Jón Kristófer, hann vildi ekki nema rétta kauptryggingu annað væri brot á kjarasamningum. Af launagreiðslum þurfti oft að draga frá kröfur um ógreidda skatta og meðlög, því þetta var áður en staðgreiðsla skatta kom til. Flestir sem í því lentu kvörtuðu og kvörtuðu. En ekki Jón Kristófer, ég spurði hann eitt sinn út í þetta og sagði hann þá: "Ég greiði með ánægju það sem keisaranum ber, annars væri ég ekki hamingjusamur maður." Svona gekk þetta allan tímann sem hann var matsveinn á Jóni Þórðarsyni BA-180. Karlinn hafði siglt út um allan heim og hafði frá mörgu að segja. Nafnbótina Kadett hafði hann hlotið vegna starfa sinna í Hjálpræðishernum og hélt henni ætíð síðan. Hann hafði verið á sínum tíma talsvert háður Bakkusi en var hættur öllu slíku þegar hann var á Patreksfirði og sagði mér að hann hefði sinn Guð til að trúa á og Bakkus hefði verið farinn að ráð of miklu í hans lífi og væru þeir nú skildir að skiptum. Mér þótti vænt um þegar hann í lok einnar heimsóknar sinnar, en þá var hann að fara frá Patreksfirði, tilkynnti okkur að við værum einu vinirnir sem hann hefði eignast á Patreksfirði meðan hann hefði dvalið þar og sagðist ætla að biðja fyrir okkur við hvert tækifæri. Ég ætla að láta fara hér á eftir tvær sögur sem hann sagði mér og vona að hann fyrirgefi mér það þar sem hann er núna staddur en hann er löngu látinn:
Jón Kristófer Kadett var alla tíð mjög glysgjarn og hafði mikla ánægju af að ganga um í hinum ýmsu einkenninesbúningum. Hann átti marga vini sem höfðu verið skipstjórar á millilandaskipum, sem gáfu honum gamla einkennisbúninga. Eitt sinn er hann á gangi við Reykjavíkurhöfn og sér að stór skúta er á leið til hafnar. Hann flýtti sér út á Ingólfsgarð, þar sem varðskipin liggja oft núna. Þar stillti hann sér upp í sínu júníformi og um leið og skútan renndi framhjá heilsaði hann að hermannasið og kallaði hátt og skýrt"La falllllllllllle"." Um leið og skipverjar heyrðu þetta voru bæði akkeri skútunnar látin falla og stoppaði hún þarna í hafnarmynninu og eftir að hann hafði skoðað skútuna vel veifaði hann til skipverja og kallaði "Hífoppp" og gekk síðan brosandi til baka. Skútan lenti hinsvegar í hinu mesta basli og varð að fá aðstoð frá dráttarbát til að komast að bryggju.
Eitt sinn var Jón Kristófer Kadett á Vífilstöðum af ástæðum sem mér eru ekki kunnar, en í herbergi með honum var gamall maður sem var mikið veikur. Gamli maðurinn safnaði öllum smápeningum í krukku og var kominn þó nokkuð í krukkuna, Jón Kristófer Kadett sem oft var blankur, fór nú að spyrja gamla manninn hvað hann ætlaði að gera við krukkuna þegar hann félli frá, því varla færi hann að taka hana með sér í gröfina, því í himnaríki þyrfti hann enga peninga þar væri allt frítt. Sá gamli hugsaði sig lengi um og sagði síðan við Jón, "Þegar ég dey þá mátt þú eiga þessa krukku og allt sem í henni verður þá." Þar sem Jón Kristófer var ekki mikið veikur fékk hann oft leyfi til að skreppa til Reykjavíkur og á þeim tíma var starfrækt leigubílastöð Steindórs og þar var hann tíður gestur og fékk kaffi hjá bílstjórunum og sagði þeim sögur. Bílstjórarnir höfðu svo gaman af þessum heimsóknum Jóns að þeir óku honum oft um bæinn án nokkurrar greiðslu og einnig mjög oft á Vífilstaði. Einn morguninn þegar Jón Kristófer vaknar er herbergisfélagi hans orðinn mjög veikur og spurning hvað hann myndi lifa lengi. Að vanda ætlaði Jón að bregða sér til Reykjavíkur en aðgætti þó fyrst hvort krukkan góða væri ekki á sínum stað og var hún þá á náttborði mannsins og orðin nærri full. Jón fór á Bifreiðarstöð Steindórs og eftir góða stund þar ákveður hann að hringja á Vífilstaði til að fá fréttir af herbergisfélaganum og var honum þá sagt að hann hefði látist um morguninn. Jón fékk nú einn bílstjórann til að aka sér í einum hvelli á Vífilstaði sem var gert og er Jón kom þangað æddi hann inn í herbergið og sá að krukkan góða var farinn af náttborðinu, en greinilegt var að maður lá í rúminu. Jón ætlaði ekki að tapa þessum aurum og fór að leita um allt herbergið og í því rís maðurinn í rúminu upp og spyr hvað gangi á? Jón gaf sér ekki tíma til að virða manninn vel fyrir sér heldur æddi að rúminu og hristi manninn duglega til og hrópaði "Þú átt að vera dauður helvítið þitt og hvar er krukkan?" Í því kom þar að starfstúlka of sagði Jóni að fyrri herbergisfélagi hans væri dáinn og annar maður kominn í rúmið hinsvegar hefði hún verið beðin um að færa honum svolítið frá fyrrum herbergisfélaga og fór og náði í krukkuna góðu sem var rækilega merkt Jóni Kristófer. Jón snéri sér þá aftur að manninum í rúminu og sagði; "Farðu bara að sofa aftur þú átt ekki að vera dauður strax." Fór síðan alsæll út í leigubílinn og til Reykjavíkur með krukkuna.
Mörgum árum seinna þegar ég var fluttur á Bíldudal tól ég að mér sem aukastarf að aka vörubíl hjá Matvælaiðjunni hf. á kvöldin og landa úr rækjubátunum. Einn báturinn var Kári BA-265 8 tonn að stærð og eigandi hans var einstaklega sérvitur og alltaf í vandræðum að fá mann með sér á bátinn, því bæði var báturinn einn af minnstu rækjubátunum og veiðarfæri af elstu gerð og afli þar af leiðindi lítill. Eitt kvöldið sé ég að það er kominn nýr háseti á Kára BA-265 og fór út úr bílnum til að athuga með afla hjá þeim. Þá reyndist aflinn einungis vera tveir kassar af rækju eða um 80-90 kíló og þar sem aflinn var svona lítill ákvað skipstjórinn að rétta þá upp á bryggjuna og hinn nýi háseti átti að taka við þeim og hjálpa mér síðan að lyfta þeim upp á vörubílinn. Hásetinn reyndist vera Jón Kristófer Kadett og þar sem talsverð hálka var á bryggjunni tókst ekki betur til en svo að þegar Jón ætlaði að taka við seinni kassanum, þá rann hann til og missti hann í sjóinn og fór þar með 50% af aflanum í hafið. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn brjálaðist af reiði og lauk þar með störfum Jóns Kristófers Kadetts, sem háseta á Kára BA-265. Síðan hitti ég Jón aldrei áður en hann dó.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 05:57 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
Af mbl.is
Fólk
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.