Rjúpur

Rúmum átta klukkustundum eftir að rjúpnaveiðitímabilið hófst, eða laust eftir klukkan átta í morgun, barst björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni hjálparbeiðni frá tveim skyttum sem fest höfðu jeppa sinn í miðri á norðan við Sandkluftarvatn. Þeir höfðu bjargað sér í land og amaði ekkert að þeim.

Alltaf er þetta sama sagan á hverju hausti þegar rjúpnaveiðimenn geysast á fjöll til að skjóta rjúpur, eilíf vandræði, bílar að festast, fólk að lenda í hrakningum og jafnvel týnast.  Björgunarsveitarmenn alltaf í viðbragðsstöðu og ég veit ekki hvað og hvað.  Mér finnst að það eigi hreinlega að banna þessar rjúpnaveiðar, þó ekki væri bara til þess að björgunarsveitir landsins fengju frið fyrir þessu liði.  Svo þegar búið er að bjarga þessu fólki til byggða er því slegið upp í blöðum að þetta séu miklar hetjur.  En þetta eru engar hetjur heldur aumingjar sem ekki kunna að bjarga sér og æða á fjöll illa undirbúnir á sínum flottu fjallajeppum.  Ég hef alltaf stutt starf björgunarsveitanna og nú um næstu helgi á að selja einhver kall þeim til stuðnings.  Nú ætla ég ekki að styrkja þessar sveitir meira af þeirri ástæðu einni að þær eru komnar langt út fyrir það svið sem þær voru stofnaðar til.  Nú ættu björgunarsveitarmenn ekki að fara rjúpnaskyttum til aðstoðar nema að búið væri að tryggja greiðslu á öllum þeim kostnaði sem svona útköllum fylgir.  Rjúpnaskyttur verða bara að sætta sig við að þurfa að kaupa sér tryggingu fyrir slíkum kostnaði.


mbl.is Björgunarsveitarmenn aðstoða rjúpnaskyttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

Björgunarsveitirnar eru alltaf tilbúnar, hvort sem það er rjúpnaveiðmenn eða eitthvað annað..

Svo finnst mér full harkalegt hjá þér að halda því fram að allir rjúpnaveiðimenn séu illa undirbúnir aumingjar, Ísland er bara þannig land að það er ekki alltaf hægt að bjarga sér sjálfur. 

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 1.11.2007 kl. 12:06

2 identicon

Hvernig í óssköpunum færðu út að björgunarsveitirnar séu komnar langt út fyrir það svið sem þær voru stofnaðar til?

Magnús Hákonarson 1.11.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

Ég hef einmitt haldið að tilgangurinn með björgunarsveitunum væri sá að hjálpa, hvort sem það er ferðamaður uppi á fjöllum (eða bara hvar sem er), leit að týndu fólki eða rjúpnaveiðimenn, sem eru einfaldlega ekkert annað en ferðamenn á fjöllum.. Þannig hef ég skilið mitt starf sem björgunarsveitarmanneskja allavegana.

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 1.11.2007 kl. 14:02

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Björgunarsveitirnar eru stofnaðar í þeim tilgangi að aðstoða fólk sem lendir í ófyrirséðum vandræðum.  Ég get ekki fallist á þína skýringu Sandra Dögg að rjúpnaveiðimenn séu eins og venjulegt ferðafólk upp á fjöllum.  þetta er fólk sem gerir sér leik að því að storka náttútunni með ferðum sínum og er ekki að fara á þá staði sem hinn venjulegi ferðamaður fer á og lendir þar af leiðandi mjög oft í vandræðum. Og þegar ég kalla rjúpnaveiði menn illa undirbúna aumingja.  Þá á ég við að t.d. er mjög algengt að þetta fólk villist vegna þess að það annaðhvort hefur ekki með sér áttavita eða kann ekki að nota hann.  Einnig er það ekki vel undirbúið ef það kemst ekki yfir eina óbrúaða á hjálparlaust og veður áfram í tómri vitleysu í trausti þess að ef allt um þrýtur koma björgunarsveitarmenn til hjálpar.  Magnús, björgunarsveitirnar voru stofnaðar til að aðstoða og bjarga fólki í neyð.  Ég get ekki kallað það neyð þegar fólk kemur sér viljandi í vandræði og tilgangur þessara sveita var aldrei sá að snúast í kringum fólk sem væri að leika sér upp á fjöllum að vetrarlagi.  Það eru margir sem búa víða um land og þurfa nauðsynlega að komast ferðar sinnar í hvaða veðri sem er.  Þetta þekki ég mjög vel síðan ég bjó á Vestfjörðum.  En sá er munur á að fyrir vestan kunnu menn að búa sig undir slík ferðalög sem ekki virðist gilda um rjúpnaskyttur.  Ég get ekki kallað það neitt annað en leikaraskap eins og margar rjúpnaskyttur haga sér og björgunarsveitir eiga ekki að aðstoða fólk við hættulega leiki, það er mín skoðun.

Jakob Falur Kristinsson, 1.11.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband