Ný tillaga um aflakvóta

Þar sem það virðist vera brostinn á flótti úr sjómannastéttinni tel ég að réttast væri að hætta allri útgerð í stað þess að reyna að manna skipin með erlendu vinnuafli.  Við getum auðveldlega hætt að gera út og farið að fordæmi Grænlendinga og leigt ESB allan okkar aflakvóta a.m..k. á meðan ekki má veiða meiri þorsk en 130.000 tonn á næstu árum.  Hægt væri að hjálpa eigendum fiskiskipa að borga af sínum lánum, og einnig að greiða sjómönnum laun því svo miklir peningar fengjust fyrir leigu á aflakvótanum.  Ekki þurfti að hugsa mikið um fiskvinnslufólk því það er í dag um 90% af því erlent fólk sem færi auðvitað heim til sín aftur.  Við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af okkar mörkuðum erlendis, því auðvelt væri að semja við fiskvinnslur í ESB um að sinna því fyrir okkur í nokkur ár.  Svo má líka spyrja sig að því hvort þetta sé ekki úreltur atvinnuvegur sem ekki getur lengur greitt sómasamleg laun.  Ég veit ekki um neina útgerð sem telur sig hafa yfir að ráða nægum aflaheimildum og eru því aumingja útgerðarmennirnir í tómu basli með sinn rekstur og væri nánast góðverk að losa þá undan þessari kvöð að basla með vonlausa útgerð ár eftir ár.  Ég skora á ríkisstjórnina að létta þessari kvöð af aumingja útgerðarmönnunum og leigja allar aflaheimildi á Íslandsmiðum til ESB fyrir góðan pening svo fengjum við góðan blóraböggul til að kenna um þegar í ljós kemur að Haró hefur verið á villigötum í rúm 20 ár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband