Háir vextir

Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, sagði við umræður utan dagskrár á Alþingi í dag um stýrivexti Seðlabankans og stjórn efnahagsmála, að mikil uppgangur og framfari hafi átt sér stað í þjóðfélaginu en líka hafi hrikt í. Margskonar breytingar hafi orðið, sem hafi kannski eftir á að hyggja ekki verið allar rétt hugsaðar eða tímasettar. Vísaði Geir m.a. til þess sem fram kom við umræðuna um 70% hækkun á íbúðaverði.

Það er alveg sama hvað sagt er um ástæður eða orsakir að vextir á Íslandi eru komnir langt út fyri öll heilbrigð mörk.  Núverandi vexti ræður enginn venjulegur launamaður við að greiða, og nýleg vaxtahækkun á eftir að setja merki sitt á væntanlegar biðræður um nýja kjarasamninga, sem flestir eru lausir um n.k. áramót. 


mbl.is Of fljótir á sér að hækka lán Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hann væri sennilega best geymdur þar, þá þyrfti fólk ekki að hafa daglega fyrir augunum þetta vaxtaokurskrímsli.

Jakob Falur Kristinsson, 7.11.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það ætti að koma Seðlabankanum "aftur" í "skúffu" í Landsbankanum og losna við mesta hryðjuverkamann í Íslensku efnahagslífi.  Hann er búinn að ganga frá útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar og svo er því logið að okkur sauðsvörtum almúganum að hann sé að halda vörð umefnahag þjóðarinnar svo "verðbólgan" nái ekki tökum á okkur aftur.  Verðbólgan getur ekki unnið sama skaða og hann er búinn að vinna.

Jóhann Elíasson, 7.11.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, þetta er komið nóg, og Geir er ekki nokkur bógur í að bregðast við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Seðlabankinn átti aldrei að fara úr skúffunni hjá Landsbankanum.  Ef svo hefði verið gert væri ástandið allt annað og betra en það er í dag.

Jakob Falur Kristinsson, 8.11.2007 kl. 10:27

5 Smámynd: Birnuson

Ekki má gleyma því að Seðlabankinn miðar ákvarðanir sínar við verðbólgu sem er reiknuð að teknu tilliti til hækkunar á húsnæðisverði. Annars staðar í heiminum þykir yfirleitt rétt að halda húsnæði utan vísitölu sem notuð er í þessu skyni, vegna þess að hún á að mæla breytingar á verði neysluvöru en ekki fjárfestinga. Samkvæmt svokallaðri samræmdri vísitölu neysluverðs er ekki meiri verðbólga á Íslandi en að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Fræði Seðlabankans eru sem sagt rétt, forsendurnar rangar.

Birnuson, 8.11.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband