REI

Starfsmenn Reykjavík Energy Invest eru farnir að ókyrrast vegna þeirrar stefnu sem málefni fyrirtækisins hafa tekið. Heimildir fréttastofu Útvarps herma að stjórnarfundur Orkuveitunnar á morgun ráði miklu um hvað gerist innan REI. Ef ekki koma skýr skilaboð um hvert stefna skal í útrásinni er talið líklegt að Bjarni Ármannsson dragi sig út úr fyrirtækinu og það fé sem hann hefur lagt í fyrirtækið. Hið sama gildir, samkvæmt heimildum RÚV, um fleiri starfsmenn REI.

Hvað veldur því að starfsmenn REI eru að ókyrrast og hvert ætla þeir að fara?  Eru þetta ekki að stórum hluta fyrrum starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og ætli það sé svo auðvelt að hlaupa þangað aftur?.  Hvað Bjarna Ármannsson varðar þá verður sá ágæti maður að átta sig á því að hann er ekki ómissandi frekar en aðrir menn það kemur alltaf maður í manns stað eins og sást best á því þegar hann var látinn hætta hjá Glitnir.  Auðvitað ræður Bjarni því sjálfur hvar hann fjárfestir með sínum peningum en græðgin var svo mikil að hann vildi líka fá að spila með fjármuni Reykjavíkurborgar og þegar hann fær það ekki, fer hann bara í fýlu eins og smákrakki og vill hætta að leika.  Bjarni er góður hlaupari og getur þess vegna hlaupið hratt frá REI og eins gott að hann geri það ef hugsunin hjá honum hefur eingöngu snúist um að hagnast á kostnað íbúa í Reykjavík er engin eftirsjá að honum.  Þessi drengur hefur alla tíð verið ótrúlega laginn við að hagnast sjálfur á braski með annarra manna fé.


mbl.is Bjarni og fleiri starfsmenn REI hugsa sér til hreyfings?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Allt stefnir nú í það að Bjarni muni í framtíðinni snúa sér af meiri krafti að garðrækt og munu þá ,,hjólbörurnar" sem hann fékk að gjöf frá Glitni koma að góðum notum. En til gaman má geta þess að Bjarni hóf störf sem stráklingur upp á Akranesi við að plægja kartöflugarða fyrir hobbí ræktendur og þénaði bara nokkuð vel.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 8.11.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hann hefur alltaf verið laginn við að ná sér í peninga.

Jakob Falur Kristinsson, 8.11.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband