Landsvirkjun

Landsvirkjun tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að í bráð myndi það ekki ganga til viðræðna við fyrirtæki sem hyggja á byggingu nýrra álvera á Suður- eða Vesturlandi. Þess í stað verði rætt við fyrirtæki er ætli að byggja upp netþjónabú hérlendis, og einnig fyrirtæki á sviði kísilhreinsunar fyrir sólarrafala.

Á nú að fara að flokka kaupendur að raforku eftir því til hvers á að nota hana.  Eru menn ekki lengur með fullu viti?  Hvað verður næst? Fær fólk t.d. ekki keypt rafmagn nema að nota ákveðna gerð af heimilistækjum ofl.  Er ekki stjórnendum Landsvirkjunar skylt að selja þeim orku sem vilja greiða hæst verð fyrir hana?  Það mætti ætla að Pútín væri sestur í forstjórastólinn hjá þessu fyrirtæki.  Gera stjórnendur þessa fyrirtækis sér ekki fulla grein fyrir út á hvað hálan ís þeir eru að leiða fyrirtækið með svona ákvörðunum og erfitt getur verið að snúa til baka hjálparlaust.  Þetta er heimska og ekkert annað.  Landsvirkjun á ekkert að geta ákveðið hverskonar orkufrekur iðnaður verður hér á landi, það er ríkisstjórnin á hverjum tíma sem á að ákveða slíkt.  Ég er ekki hlynntur fleiri álverum á Suður- eða Vesturlandi en að ætla að útiloka allt nema tvær iðngreinar er full mikið af því góða og hreinlega lokar fyrir alla framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. 


mbl.is Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Hilmarsson

Sæll Jakob,

Mér finnst þú aðeins vera að misskilja.  Landsvirkjun hefur verið í könnunarviðræðum við um 15 aðila sem áhuga hafa á raforkukaupum nú í haust, í þeim hópi voru álframleiðendur og ýmsir  fleiri sem ekki  stefna á netþjónabú eða sólarkísil. 

 Það sem  viðræðurnar  leiddu í ljós er að nú vilja netþjóna- og sólar kísilfyrirtæki greiða hærra verð en aðrir áhugasamir og þar með líka hærra en þeir aðilar sem hyggja á byggingu nýrra álvera á suðvesturhorninu.  Ákvörðun Landsvirkjunar snýst um að láta á það reyna.  Það er verðið sem ræður en ekki hvað nota á rafmagnið í.

Kveðja,

Þorsteinn Hilmarsson

Þorsteinn Hilmarsson, 9.11.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég hef misskilið þetta svona illilega og biðst afsökunar á því.  Rétt var vera rétt.

Jakob Falur Kristinsson, 9.11.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband