Fáránleg lög

Það er víðar en á Íslandi sem furðuleg lög fljóta í gegn og hreinlega gleymast síðan.  Síðasta dæmið um slíkt skeði á Alþingi sl. vor þegar reyna átti að setja lög til að hindra vændi á Íslandi og ekki tókst betur til en alveg óvart voru samþykkt lög sem gerðu vændi á Íslandi löglegt.  Ég ætla að nefna hér á eftir nokkur furðuleg lög sem enn eru í gildi erlendis;

1.   Í Skotlandi er skylt að hleypa fólki inn til að nota klósett og í Bretlandi öllu hafa óléttar konur fullt leyfi til að pissa hvar sem er, meira að segja í lögregluhjálma.

2.  Í borginni York mun vera leyfilegt að drepa Skota, en þó aðeins ef Skotinn er svo ógætinn að vera með boga og örvar.

3.   Í Sviss er körlum bannað að pissa standandi eftir klukkan tíu að kvöldi.

4.   Í Flórída í Bandaríkjunum mega giftar konur ekki stunda fallhlífarstökk á sunnudögum og í Ohio er bannað að gera fiska ölvaða.  Þá er ólöglegt að aka bifreið með bundið fyrir augun í Alabama.

5.   Í Indónesíu liggur dauðarefsing við því að fróa sér, en í Frakklandi er bannað að gefa svínum nafnið Napóleon.

Miðað við ofanritað standa íslenski þingmenn sig bara nokkuð vel í lagasetningum, þótt margt furðulegt megi sjá ef kafað er í hið íslenska lagasafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já samanber þessi hérna:

Það má bara raula.

Það er ýmislegt sem ekki má á götum borgarinnar.  Á einum stað í lögreglusamþykktinni segir:

“Á götum bæjarins eða þar sem hætta getur stafað af má ekki leika knattleik, paradís, feluleik, skikk eða kling…”

Á öðrum stað:

“Enginn má ganga dularklæddur á almannafæri, eða í búningi sem misbýður velsæmi eða getur raskað allsherjarreglu..”

Og munið svo þetta;

“Á almannafæri má heldur ekki fljúgast á, æpa, kalla, blístra eða syngja hátt “ 

Ef þið haldið að hver sem er megi aka um götur borgarinnnar, þá er það misskiliningur.  Nauðsynlegir eiginleikar ökumanna eru tíundaðir í 55. Grein lögreglusamþykktarinar;

“Ökumenn og vagnstjórar skulu vera nógu sterkir og þroskaðir til þess starfa, senda hafi þeim verið kennt að stýra hesti og vagni af æfðjum ökumannn.” 

Mö mö mööööö

Ef þið skylduð vera á ferð um götur Reykjavíkur á hesti og  hefðuð naut meðferðis, þá er rétt að minna ykkur á 63 grein lögreglusamþykktarinar.  Þar stendur:

“Nautgripir, sem færðir eru til bæjarins, skulu ávallt leiddir í bandi, nægilega traustu, og skal gæsla höfð á. Það er með öllu bannað að binda nautgrip í tagl á hesti ..” 

Þar sem margir koma saman og þurfa að fá afgreiðslu í borginni svo sem við miðasölur kvikmyndahúsa, kemur vel í ljós, hve illa menn eru heima í efni þess ágæta og fróðlega bækklings lögreglusamþykkar Reykjavíkur. Allt gengi þetta betur og skipulegar fyrir sig, ef borgarbúar kynnu réttu aðferðina. Ákvæðið um biðraðamenninguna er svohljóðandi;

Þar sem almenningur kemur saman, skal fólk raða sér þannig, að þeim sem fyrst koma, fái fyrstir afgreiðslu :::”

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Skemmtilegt það sem þið Ásthildur færið okkur hérna, takk bæði tvö

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.11.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekkert skrýtið við erum bæði Vestfirðingar.

Jakob Falur Kristinsson, 10.11.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband