Inni-kýr

Vélmenni leysa nú æ fleiri bændur af hólmi við mjaltir og fjarstýring eykst. Róbót, mjaltaþjónn eða mjaltari eru orð sem notuð eru yfir búnaðinn. Fjárfestingin er dýr og bændasamtökin reikna með því að sextíu mjólkandi kýr séu lágmarksrekstrareining fyrir hvern róbót. Hundrað slíkar einingar eru í rekstri hér á landi og segja samtökin Íslendinga fljótari til en flestar aðrar þjóðir að taka þessa tækni í notkun. Í sumum löndum er hún ekki nýtt.

Sá galli fylgdi róbótavæðingunni að á mörgum bæjum hættu menn að reka kýrnar á beit. Sums staðar voru þær jafnvel alls ekki settar út. Með róbót er hægt að fylgjast með efnasamsetningu mjólkur, hvaða kýr koma til mjalta, mjólkinni sem kemur úr hverjum spena og flestu sem máli skiptir innan úr bæ eða langt að. Kýrnar geta svo glaðst yfir því að mjaltakonan er alltaf tiltæk. Ekki þarf annað en að fara í röðina og fá fóðurbæti í verðlaun fyrir að hafa mætt í róbótinn.

Bóndi sem 24 stundir ræddu við telur kúnum líða betur eftir en áður, þótt þær séu alltaf inni. Þeim finnist gott að láta mjólka sig oftar en einu til tvisvar sinnum á dag. Ekki verði heldur séð að þær sakni útivistarinnar, enda séu kýr ekki sérstakir náttúruunnendur. Þessu eru dýraverndunarsamtök algjörlega ósammála, bæði hér á landi og í nágrannalöndunum.

Ég er nú ekki vel að mér í búskap en fljótt á litið hefði ég talið öllum gott að fara stundum út og hreyfa sig aðeins, bæði dýr og menn.  Bóndinn sem rætt við og fullyrðir að kúnum líði betur og þær gleðjist yfir þegar komi til mjalta.  Hvernig getur maðurinn sett fram slíkar fullyrðingar?  Hefur hann hæfileika til að tala við þær?  Þetta er eintómt bull og rugl því bóndinn hefur ekki minnstu hugmynd um hvernig kúnum líður.  Tæknivæðingin þótt góð sé getur gengið of langt og þetta minnir mig á að þegar ég skoðaði á sínum tíma kjúklingabú í Bandaríkjunum, en þar var hver kjúklingur í sér búri og átti hann auðvelt með að ná í fóður, en við búrið var tengd vigt og þegar kjúklingurinn hafði náð réttri þyngd opnaðist botninn á búrinu og kjúklingurinn datt niður á færiband sem flutti hann til slátrunar og síðan til pökkunar.  Ég var einmitt þá að hugsa um hvað þetta væri nú ömurlegt líf hjá þessum aumingja fuglum og upp í hugann komu útrýmingarbúðir nasista í seinni heimstyrjöldinni.  Ég er ekki að segja að ástandið hjá þessum kúabónda sé neitt þessu líkt, en heyrt hef ég sögur af því ,að á sínum tíma þegar sá siður var að sleppa kúnum út á vorin og þau hlupu kýrnar um allt og hoppuði og veltu sér um á jörðinni og virtust algerlega sleppa sér af gleði yfir því að fá að koma loksins út undir bert loft.  Var ekki einhver ástæða fyrir þessum látum í kúnum?


mbl.is Kýrnar hafðar inni allt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var kúabóndi í 15 ár og það þarf enginn að segja mér að kýrnar séu ekki ánægðar að komast út undir bert loft og sletta úr klaufunum. Þessi bóndi segir þetta eflaust af því það hentar honum ekki að setja kýrnar út það er svo mikil vinna að koma þeim inn  og út og það verður meira rokk á mjólkurframleiðslunni. Það vilja öll dýr frekar vera frjáls í náttúrunni heldur en lokuð inn í húsi. Já ég er eins og þú mér verður oft hugsað til aumingja kjúklinganna sem ala allan sinn aldur í búrum og sjá aldrei sólina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir 20.11.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir þetta innlegg Jónína, sem er staðfesting á því sem ég var að skrifa um, en þar sem ég hef aldrei komið nálægt búskap er þekking mín á því sviði mjög takmörkuð.

Jakob Falur Kristinsson, 20.11.2007 kl. 13:02

3 identicon

Ég ætla að leggja inn þá hugmynd að Jónína hafi verið með básafjós en ekki lausagöngufjós og það hafi verið hreyfingin sem kýrnar hennar voru svo hrifnar af en ekki útiveran sem slík...

Guðfinna Harpa Árnadóttir 22.11.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband