Skiptakrafa

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lúðvíks Gizurarsonar um opinber skipti á dánarbúi Hermanns Jónassonar. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins. Hæstiréttur úrskurðaði í mars að heimilt væri að bera saman lífsýni úr Hermanni Jónassyni og Lúðvík og sú rannsókn leiddi í ljós að Lúðvík væri sonur Hermanns.

Ég man ekki betur en eftir að dómur féll í því máli að Lúðvík væri sonur Hermanns, að þá hafi dóttir hans sagt í sjónvarpsviðtali að ekkert frekar yrði gert í þessu máli og aðspurð um arf svaraði hún því tiul að slíkt kæmi aldrei til, faðir sinn hefði einungis verið að fá fram sitt rétta faðerni.

Hvað hefur breyst síðan þetta viðtal var tekið?  Það virðist því ekki hafa verið tilgangur Lúðvíks að fá á hreins sitt faðerni heldur hafi peningagræðgi rekið hann áfram því Hermann Jónasson var talinn efnaður maður.  Núlifandi börn Hermanns Jónassonar eru orðin mjög fullorðið fólk og það hlýtur að hafa verið því fólki visst áfall þegar allt í einu kemur upp að þau eigi bróður sem þau vissu ekki um.  Er Lúðvík Gizurarson ekki búinn að valda þessu fólki nægum sárindum með sínu fyrra máli svo ekki þurfi að bæta þar við.  Ég trúði því að Lúðvík væri aðeins að fá úr því skorið hver væri hans faðir en á þessum ósöpunum átti ég ekki von.  Það getur vel verið að Lúðvík hafi talið sig getað með þessu brölti sínu komist yfir einhverja peninga.  En lífið snýst ekki allt um peninga, það eru líka til hjá fólki tilfinningar sem ekki verða bættar.  Ef Lúðvík ætlar að halda þessari vitleysu sinni áfram er hann í mínum augum lítilmenni.

Ég tek að lokum heilshugar undir orð Steingríms Hermannssonar þegar hann sagði á sínum tíma;

Leyfum látnum að hvíla í friði


mbl.is Skiptakröfu Lúðvíks hafnað í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maður gat svo sem sagt sér að peningar kæmust í þetta nú er kominn "gullgrafarabragur" á þetta og um leið fær málið á sig leiðinlegan blæ.  Ég er alveg sammála ykkur Steingrími Hermannssyni, "LEYFUM LÁTNUM AÐ HVÍLA Í FRIÐI".

Jóhann Elíasson, 20.11.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband