Dalvík

Tölvur„Við erum mjög stolt af þessu. Mér heyrist á öllu að þetta sé mikilvægt forrit sem þarna er á ferðinni," segir Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík, en netrisinn Google hefur nefnt nýjan hugbúnað í höfuðið á Dalvík. Hugbúnaðurinn verður hluti af nýju stýrikerfi sem Google þróar fyrir næstu kynslóð farsíma. Hugbúnaðarverkfræðingurinn Dan Bornstein stendur fyrir nafngiftinni, en hann ku hafa mikið dálæti á Dalvík.

það er gott að einhver hefur svona mikinn áhuga á Dalvík enda er þetta fallegur staður, eina sem hefur skyggt á Dalvík er það að skrímslið Samherji er þarna með klærnar út um allt.


mbl.is Dan hjá Google elskar Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt ekkert að vera að hallmæla Samherja í þessu sambandi, það gerir bara fæsluna þína ómerkilegri fyrir vikið.  Ef ekki væri fyrir Samherja væri Dalvík ekki nálægt því eins lífvænlegur staður að búa á.  Þetta veit ég enda búið alla tíð á Dalvík og jafnframt verið hamingjusamur starfsmaður hjá Samherja frá því að ég byrjaði að vinna.

Ottó Freyr Ottósson 21.11.2007 kl. 08:18

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er Samherji ekki búinn að hirða af ykkur öll skip og kvóta sem áður voru í eigu heimamanna.  Hver heldur þú að framtíð Dalvíkur verði ef Samherji tæki sig til og hætti allri starfsemi á staðnum, það skeði t.d. á Stöðvarfirði á sínum tíma.  Ég er hræddur um að þú yrðir þá ekki hamingjusamur maður af því að ganga um götur Dalvíkur atvinnulaus.  Það er stórhættulegt  á svona stöðum þegar aðilar sem búa annarsstaðar eru með nánast allt atvinnulíf í sínum höndum, það þarf ekki meira en einn hjónaskilnað til að Samherji springi í tætlur.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 09:45

3 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

En málið er bara að Samherji er ekkert á leiðinni burt frá Dalvík.

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Því miður er ekkert öruggt í þeim málum, það hefur reynslan sýnt okkur.  Það var líka talið að ÚA yrði alltaf á Akureyri en nú eru öll þeirra skip skráð í Reykjavík og á þeim stendur RE en ekki EA eins og áður og það voru ekki bara skipin sem skiptu um einkennisstafi heldur fluttist allur kvóti ÚA frá Akureyri til Reykjavíkur.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Eyrún Elva

Ef það hefði ekki verið Samherji þá hefði það verið eitthvað annað, og þá væri þetta löngu farið frá Dalvík. Þá er Samherji skárri en ekkert. Eigum við ekki að segja að glasið sé hálffullt, þar sem Samherji virðist ekkert vera á leiðinni burt?

Eyrún Elva, 21.11.2007 kl. 13:22

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þú segir nokkuð Eyrún Samherji er skárri en ekki neitt og að glasið sé hálffullt, því Samherji virðist ekkert á leið í burt.  Þetta er alveg rétt hjá þér.  En það hafa orðið átök og ósætti í Samherja sem varð til þess að einn af þremur aðaleigendunum og sá sem í raun lagði mest fram í félagði sleit samstarfinu og fór út úr félaginu en það var Þorsteinn Vilhelmsson og það sem hann lagði fram umfram sína félaga var svokallaður skipstjórakvóti sem eitt sinn var leyfður svo Samherji fékk kvóta á sitt fyrsta skip Akureyrina í samræmi við það sem Þorsteinn hafði áður fiskað sem skipstjóri á Harðbak á milli 3-4 þúsund tonn.  Samherji var með miklar áætlanir um stórfellda uppbyggingu á landvinnslu sinni á Dalvík en við þær var allt í einu hætt og borið við niðurskurði á þorskkvóta, þótt félagði ætti eftir niður skurðinn nægan kvóta til að auka við sína landvinnslu.  Nú síðustu árin hefur Samherji lagt stöðugt meiri áherslur á uppsjávarveiðar og sína erlendu starfsemi.  Og margir sem ég hef rætt við og þekkja vel til segja mér að hin mikla samvinna Samherja og Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað sé að þróast í þá átt að þessi tvö félög verði sameinuð.  Það eina sem hefur staðið í veginum hingað til er svokallað kvótaþak sem þessi félög færu upp fyrir ef af sameiningu yrði.  En nú er einmitt þrýst mjög á stjórnvöld af LÍÚ ofl. að hækka þetta þak.  Þannig að í stað þess að tala um hálffullt glas myndi ég segja að á Dalvík væri í gangi stundarglas.  Því þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær öllu verður lokað á Dalvík.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband