Íbúðakaup

húsDæmi eru um að hús og íbúðir í miðbæ Reykjavíkur hafi fimmfaldast í verði á rúmum áratug. Hús við Bergþórugötu sem nú er til sölu fyrir 75 milljónir var t.d. selt fyrir 15 milljónir árið 1994 en metið á 37 milljónir fyrir 5 árum, samkvæmt upplýsingum 24 stunda. Á þessum 13 árum hefur húsið því hækkað um 60 milljónir, eða um 4,6 milljónir á ári. Annað dæmi er hús við Þingholtsstræti sem sett er á 92 milljónir í dag. Fyrir 10 árum var húsið metið á um 45 milljónir, en á 25 milljónir fyrir 10 árum

Það er greinilegt að sumir eiga nóg af peningum og munar lítið um að borga eitt stykki hús á 75 milljónir.  Þetta er að ske á sama tíma og fólk með eðlilegar tekjur og sérstaklega ungt fólk á í hinu mesta basli að eignast þak yfir höfuðið.  Í Kastljósþætti í gærkvöld var rætt við ungan mann sem var að flytja til Íslands frá Danmörku að loknu námi.  Eftir heimkomu fór hann að leita sér að húsnæði fyrir sína fjölskyldu en þá kom svolítið skrýtið í ljós, hann ætlaði í fyrstu að kaupa sér íbúð en þá stóðst hann ekki greiðslumat vegna þess að hann var of litlar tekjur.  Hann fór þá á leigumarkaðinn og eftir langa leit fann hann íbúð þar sem leigan var 140 þúsund á mánuði, hann taldi að sjálfsögðu að nú fengjust húsaleigubætur en því var hafnað á þeirri forsendur að hann væri of tekjuhár.  Þannig að þessi ungi maður sem var að flytja heim að loknu námi passaði hvorki inn í lánakerfið til að geta keypt sér íbúð, eða inn í það kerfi sem veitir húsaleigubætur.  Ekki kom fram hverjar tekjur mannsins eru, en telur nú fólk að það sé áhugavert að flytja heim að loknu námi. 


mbl.is Verð hússins fimmfaldaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar hafa tveir fasteignasalar sagt mér í vikunnu að verulega sé farið að draga úr íbúðasölu og að verðið sé þegar á hraðri niðurleið. Jafnvel megi búast við því að sala á nýbyggingum í úthverfum stöðvist nær alveg eftir áramót og liggi niðri næsta ár.

Stefán 21.11.2007 kl. 09:33

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta skeður sjálfsagt ef lögmálið um framboð og eftirspurn fer að virka, sem vonandi verður.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband