Jafnrétti

Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við fjölmörg atriði stjórnarfrumvarps til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. Segja SA m.a., að Jafnréttisstofu sé í frumvarpinu veitt opin heimild til gagnasöfnunar og fyrirtæki geti af minnsta tilefni verið skylduð til að leggja fram mikið magn af þýðingarlausum gögnum með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði.

Auðvitað gagnrýna þessi samtök frumvarp um jafnrétti, því þetta er samansafn af karlrembusvínum, sem öllu vilja ráða og allt þykjast geta, en geta svo ekki eitt né neitt nema að konur hjálpi þeim.


mbl.is Samtök atvinnulífsins gagnrýna jafnréttisfrumvarp harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Lof mér að giska, þú hvorki rekur fyrirtæki né hefur skilning á því hvernig rekstur á fyrirtæki fer fram?

Geir Ágústsson, 23.11.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eða er það ég að misskilja kaldhæðni hjá þér? Það getur vel verið!

Geir Ágústsson, 23.11.2007 kl. 19:55

3 identicon

Kaldhæðni?  Skal ekki segja, það er ekki eins og svona viðhorf sé ekki víða hjá fólki sem heldur að refsingar, boð og bönn séu öllum til heilla.

Ef þetta er ekki kaldhæðni þá er Jakob augljóslega ósjálfbjarga án mömmu sinnar, auk þess að vera nautheimskt svín. 

Bjarni 23.11.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Geir:  Í dag er ég ekki að reka fyrirtæki, en gerði það eitt sinn í tæp tuttugu ár samfellt og veit ekki síður en þú hvernig fyrirtækjarekstur gengur fyrir sig.

Bjarni: Þú fullyrðir að ég sé ólsjálfbjarga án mömmu minnar, ´wg veit ekki tilhvers þú ert að blanda henni inní mín skrif.  Hún er orðin 77 ára gömul og er mikill sjúklingur og dvelur á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði.  Ég er að vísu fatlaður öryrki eftir alvarlegt slys á sjó og þú ert ekki sá fyrsti sem lætur þína skoðun svona í ljós gagnvart fötluðum.

Erlingur:  Þú svarar nánast orðrétt fyrir mig og ég ætla að endurtaka það.  "Kunna menn enga háttvísi í innslögum?"  Að öðru leyti stend ég við þau orð sem ég skrifaði í greininni.

Jakob Falur Kristinsson, 24.11.2007 kl. 09:34

5 identicon

Heyrðu væni, ef þú getur ekki tekið skítkastinu þá skaltu ekki sjálfur vera að dreyfa því.  Allt sem ég sagði var tekið úr þínum eigin texta.  Sjálfur talar þú um að menn séu ósjálfbjarga svín.  Maður hefði haldið að maður á þínum aldri hefði einhvern snefil af þroska, en svo virðist ekki vera.

Lærðu háttvísi sjálfur áður en þú ferð að gera þá kröfu að aðrir sýni þér háttvísi. 

Bjarni 24.11.2007 kl. 10:50

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég segi hvergi í mínum texta Bjarni að einhverjir séu ósjálbjarga svín, hinsvegar nefndi ég karlrembusvín og á því er mikill munur ef þroski þinn leyfir þér að skilja það.  Ég er ekki að dreifa neinu skítkasti, aðeins að segja mína skoðun á ákveðnu máli og ef þú ert ekki maður til að þola það, þá ráðlegg ég þér að hætta að lesa mína síðu.  Því á hana skrifa ég það sem mér sýnist og er fyrir löngu orðinn það þroskaður maður að ég hvorki nenni eða vil standa í deilum við vitleysinga eins og þig ofl.

Jakob Falur Kristinsson, 24.11.2007 kl. 11:02

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Að lokum ætla ég að benda þér á sem þykist vera fullfær um að gera athugasemdir við skrif annarra að vera sá maður að þora að koma fram undir þínu fulla nafni en ekki að fela þig á bak við einhverja IP-tölu.

Jakob Falur Kristinsson, 24.11.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband