116 ára

Úkraínumaðurinn Hryhoriy Nestor, sem talinn var elsti maður í heimi, lést í svefni á föstudag 116 ára að í þorpinu Stary Yarytsjev í austurhluta Úkraínu. Nestor lést áður en Heimsmetabók Guinness gat staðfest aldur hans en samkvæmt bókinni er elsta manneskjan sögð vera Edna Parker í Bandaríkjunum, sem varð 114 ára í apríl.

Nestor giftist aldrei og sagðist raunar þakka því langlífið, að sögn frænku hans. Blaðið  Segodnya segir, að aðeins nokkrir nánir ættingjar og vinir hafi verið viðstaddir útförina en Nestor hafði gefið fyrirmæli um að þar skyldi ekki vera grátið og á borðum í erfidrykkjunni yrðu soðnar kartöflur og síld og kálbögglar með heimatilbúnum pylsum, uppáhaldsmaturinn hans.

Blaðið hefur eftir Oksönu, frænku Nesors, að gamli maðurinn hefði verið heilsuhraustur og aðstoðað við húsverkin til síðasta dags. Hann hefði að vísu kvartað yfir höfuðverk síðasta daginn sem hann lifði.

Samkvæmt skjölum, sem eru í fórum fjölskyldunnar, fæddist Nestor 15. mars 1881. Oksana segir að Nestor hafi verið landbúnaðarverkamaður allt sitt lífi. Hann hafi verið mjög lágvaxinn og því ekki fundið sér maka og aldrei átt neina peninga. Hann hafi hins vegar lifað heilbrigðu lífi  og aðeins drukkið vodka í hófi.

Þá hafið þið það, konur, því samkvæmt þessu þakkaði maðurinn sitt langa líf að hann giftist aldrei.  Karlar deyja sem sagt af völdum eiginkvenna sinna.  Ég er því heppinn að vera fráskilinn og ætti þess vegna að verða langlífur, þótt ég vilji ekki verða svona gamall.  En hvað varðar vodkadrykkju mannsins, þá er spurning hvað menn kalla hófdrykkju í þessu landi.  Að drekka 1 lítir af Vodka á dag, hefur ekki þótt mikil drykkja í þessum ríkjum , sem áður tilheyrðu gömlu Sovétríkjunum.  Þeir sem hafa ferðast með hinni svokölluðu Síberíu-hraðlestinni, kannast sjálfsagt við að þar er boðið uppá vodka með morgunmatnum og er hægt að velja á milli vodka, kaffi eða te.  Það var leiðinlegt að ekki skyldi nást að skrá þetta með í heimsmetabók Guinness, en við því verður ekkert gert úr þessu.

Blessuð sé minning Hryhoriy Nestor, landbúnaðarverkamanns frá Úkraníu, sem fæddist 15. mars 1881.


mbl.is Elsti maður heims látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frekar vill ég drepast 80 ára eins og meðaltalið segir til um og vera með konu upp á arminn alla tíð en að lifa einsamall alla tíð og verða 116 ára. En það er ágætt að menn reyni að sannfæra sig svona eins og þú gerir í konuleysinu.

Frelsisson 17.12.2007 kl. 08:47

2 Smámynd: Sigurjón

Þú misskilur Jakob.  Maðurinn þakkaði langlífið því að giftast ALDREI.  Það er ekki það sama og vera fráskilinn...

Annars passar þetta ártal ekki, þar sem hann væri 126 ára skv. því að hafa fæðst 1881. 

Sigurjón, 17.12.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já það er rétt hjá þér Ólafur að mig vantar konu og auglýsi hér með eftir einni slíkri. Þá væri allt í lagi þótt maður yrði 116 eða 126 ára gamall. En hvað varðar ártalið 1881 kemur það fram í fréttinni og ég var ekki að reikna þetta út sjálfur en það er rétt Sigurjón að maðurinn hefur verið 126 ára eða ártalið er ekki rétt.

Jakob Falur Kristinsson, 18.12.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband