Stormur

Varað er við stormi í kvöld og nótt. Búist er við stormi á vestanverðu landinu og miðhálendinu í kvöld og nótt. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er vaxandi austlæg átt og rigning eða slydda með morgninum, fyrst sunnantil, en sunnan 15-23 m/s og talsverð rigning vestantil í kvöld og nótt, en hægari og úrkomulítið NA- og austanlands.

Það gat nú verið einn stormurinn í viðbót, fer nú ekki að vera komið nóg af þessum látum, svo við getum fengið venjulega desember.  Er ekki komið nóg í bili.


mbl.is Stormviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er logn ennþá, og verður vonandi áfram.  Kannski fer lægðin framhjá, þær gera það stundum.  Það er vegna fjallanna.  En það er mjög þýðingarmikið fyrir mig að það verði flogið, því sonur minn er loks að komast inn á Vog í meðferð, sem hann er búinn að bíða allof lengi eftir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Mér finnst vera komið mikið meira en nóg af honum Kára, hann má fara í Jólafrí núna. Eitthvað er byrja að hvessa hér og þá er ekki langt að bíða að það fari að rigna inn til mín 'eg væri alveg til í gamaldags veður sem var oft fyrir ansi mörgum árum, snjó og frost. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 17.12.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Já sendið Sigga í jólafrí NÚNA :)

Ívar Jón Arnarson, 17.12.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ert þú ekki búinn að fá yfir þig nóg?

Við höfum sloppið nokkuð vel hér á Húsavíkinni.

Ég man nú ekki eftir öðru eins veðri fyrir sunnan í tuga ára, einu sinni man ég eftir því að hafa ekki komist í vinnu til Reykjav. Hverju sætir þetta?

Það var nú oft slæmt á Ísafirði, en svona veður trekk í trekk, man ekki eftir því.

Kv.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2007 kl. 17:17

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sendum Kára í frí!

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.12.2007 kl. 01:23

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, minnið er stutt hjá okkur Íslendingum, kannski á maður að segja sem betur fer.  Ég man ekki betur en að Desember í fyrra hafi bara verið alveg hræðilegur, allar ár fyrir austan fjall (eða allavega flestar) flæddu yfir bakka sína, sveitabæir voru umflotnir vatni, heyforði flaut á haf út, mikið af skepnum drukknaði, fyrir norðan (í Eyjafjarðarsveit) féllu aurflóð, rétt fyrir jól og eyðilögðu íbúðarhús og svona mætti lengi telja.  En það er alveg rétt, þrátt fyrir allt, er maður alveg kominn með upp í kok af þessari veðráttu undanfarið.

Jóhann Elíasson, 18.12.2007 kl. 06:00

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú það er rétt hjá þér Jóhann, að svona veður er ekkert einsdæmi.  En viðbrigði mín eru kannski mikil að flytja frá einum veðursælasta stað landsins, Bíldudal í rokið og rigninguna hér á Suðurnesjum.

Jakob Falur Kristinsson, 18.12.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband