Dýrar jólagjafir

„Fjarstýrður Range Rover fyrir þau allra flottustu. Spilar tónlist og er með alls konar flottum ljósum. Alvörukaggi!" Svona er fjarstýrðum Range Rover-jeppa lýst í Hagkaupum í Smáralind.

Samkvæmt upplýsingum frá leikfangadeild Hagkaupa í Smáralind er mikil spenna fyrir fjarstýrðum lúxusbílum, þrátt fyrir að þeir séu ekki mjög hentugir í torfærur, en börn eru jafnan spenntari fyrir hólum og hæðum heldur en hefðbundnum götuakstri.

Lexus- og Ford Mustang-bílar eru einnig fáanlegir í fjarstýrðum útgáfum, en starfsmaður í Hagkaupa sagði að verslunin hefði nýlega tekið inn þessar tegundir af bílum. Sannkallað lúxusbílaæði hefur gripið þjóðina og þar er greinilega ekki spurt um aldur.

Skemmst er að minnast þess þegar Blaðið (nú 24 stundir) sagði frá því að 2007 yrði metár í lúxusbílasölu. Það sem af er ári hafa 127 nýir Range Rover-jeppar selst samkvæmt upplýsingum af vef Umferðarstofu.

Verðið á þeim er frá tæpum 8 milljónum upp í rúmar 17 milljónir. Verðkröfur barnanna eru ögn hógværari, en fjarstýrður Range Rover kostar 6.990 krónur í Hagkaupum. Ef barnið hyggst taka bílalán til 84 mánaða hjá TM fyrir bílnum þyrfti það að punga út rúmum 400 krónum á mánuði, miðað við 20% innborgun. Fjarstýrði bíllinn myndi á endanum kosta rúmar 33.000 krónur.

Sumir eiga greinilega nóg af peningum sem þeir reyna allt hvað þeir geta að eyða.  Það er eitthvað annað hjá okkur aumingjunum, sem erum öryrkjar.  Við fengum að vísu ákveðna viðbót frá Tryggingastofnun (TR) nú í desember og í mínu tilfelli var það kr: 18.482,- og síðan var tekinn skattur 35,72% kr: 6.601,- og þá stóðu eftir kr: 11.881,- sem er sú upphæð sem mér er ætluð frá TR, til jólahalds í ár, bæði að kaupa jólagjafir og jólamatinn.  Ég átti því ekki um annað að ræða en leita til sóknarprestsins hér í Sandgerði og fá hann til að sækja um fátæktaraðstoð hjá Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða-Krossinum, sem hann gerði og fæ ég þetta sent einhverja næstu daga ef ég verð samþykktur, sem fátæklingur.  Þetta eru ekki létt spor að ganga og engin skilur fyrr en hann í því lendir.  Ég verð af þeim sökum að sleppa því fyrir þessi jól að kaupa mér nýjan Range Rover hvort hann er ætlaður barni eða fullorðnum.  Ég get auðvitað keypt mér nýja Ferrari barnabíl en þeir kosta 250 krónur hjá Shell en þá verður líka að kaupa a.m.k. 20 lítra af dýrasta bensíni hjá þeim.  Þessi aukagreiðsla frá TR myndi kannski duga fyrir því. 


mbl.is Börn fá Range Rover í jólagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband