14.1.2008 | 21:37
Bíldudalur
Nú er dapurt ástand í mínum gamla heimabæ, Bíldudal. Frystihúsið lokað, rækjuverksmiðjan lokuð, nær allur aflakvóti farinn í burtu og flest allir atvinnulausir. Íbúafjöldi á Bíldudal var þegar mest var um 420 manns eða um 1992 en er í dag ekki nema 180-190. 1992 voru um 80-90 börn í skólanum og leikskóla en í dag eru það 20-30 börn, sem segir allt um hvernig aldursdreifing í búanna var og er í dag. Svona ástand hefur áður komið upp á Bíldudal og mig langar að rifja hér upp hvernig því var snúið við á sínum tíma.
Árið 1975 var búið að vera meira og minna atvinnuleysi á Bíldudal frá 1971 en þá lognaðist endanlega út af fiskvinnsla og útgerð sem sveitarfélagið hafði rekið nær samfellt frá 1950 og oft verið miklar sveiflur í þeim rekstri og undir það síðasta var brugðið á það ráð að stofna hlutafélag í eigu sveitarfélagsins 1969 til að forða því að sveitarfélagið yrði gjaldþrota. Reyndar var starfandi nýstofnað fyrirtæki Rækjuver hf. sem að stóðu útgerðarmenn rækjubáta á staðnum og voru þar um 10-15 starfsmenn auk sjómananna á rækjubátunum. Matvælaiðjan hf. sem m.a. framleiddi hinar vinsælu Bíldudals grænu baunir ofl. rak einnig rækjuvinnslu, en það fyrirtæki rambaði á barmi gjaldþrots og lauk sinni starfsemi 1974. Kaupfélag Arnfirðinga var sameinað Kaupfélagi Patreksfjarðar undir nafninu Kaupfélag V-Barðstrendinga og rak það félag áfram verslun á staðnum einnig var starfandi önnur verslun sem hét Verslun Jóns S. Bjarnasonar og var í einkaeigu og stóð á gömlum merg. Íbúafjöldi var kominn niður í 250 manns en var um 1950 rúmlega 500 svo breytingin var mikil 50% fækkun á 24 árum
Ég tók við stöðu oddvita árið 1974, þá aðeins 24 ára gamall. Það má segja að allt hafi verrið í rúst á staðnum og vonleysi íbúanna algjört. En með því að tala kjark í fólkið og mynda samstöðu íbúa var hafist handa við endurreisn Bíldudals en nokkur árin þar á undan ríkti ekkert nema sundurlyndi og fjandskapur og íbúum fækkaði stöðugt og voru eins og áður sagði aðeins 250 manns. Með mér í hreppsnefnd var allt ungt fólk. Til að sína fólki að við teldum að staðurinn ætti sér mikla möguleika hófum við flest yngra fólkið að byggja okkur einbýlishús. Ég var með þeim fyrstu og flutti í mitt hús haustið 1975 og á næstu árum var flutt í um 10 ný einbýlishús. Við létum sveitarfélagið byggja blokk í félagslega kerfinu með 12 íbúðum. Allt fylltist þetta af fólki, ungt fólk sem hafði flutt í burtu, fór að koma til baka. Þá var komið að atvinnumálunum, sem einnig voru í rúst, þarna var gamalt frystihús að hruni komið og algerlega úrelt og í eigu Fiskveiðasjóðs eftir uppboð. Við stofnuðum hlutafélag 1975 um 10 einstaklingar ásamt sveitarfélaginu sem fékk nafnið Fiskvinnslan á Bíldudal hf. og keyptum allar eignir Fiskveiðasjóðs á staðnum og fengum jafnframt lánsloforð frá sjóðnum til að koma þessu í nútímalegt horf auk þess sem Byggðastofnun veitti verulega aðstoð. Þetta nýja félag keypti sama ár 200 tonna línubát Hafrúnu ÍS-400, sem skráð var Hafrún BA-400 og vinnsla hófst í endurbyggðu hraðfrystihúsi 13. desember 1976. Í ársbyrjun 1977 keyptum við annan 200 tonna línubát sem fékk nafnið Steinanes BA-399. Þá var komin næg atvinna og stöðugt fjölgaði á staðnum. Báðir okkar bátar voru mannaðir af heimamönnum. Í sveitarstjórnarkosningunum 1978 fengum við vinstri menn 4 af 5 fulltrúum. Ég dró mig í hlé sem oddviti eftir þær kosningar, því ég hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrir hið nýja fyrirtæki. Og áfram var haldið, stöðugt var verið að endurbæta frystihúsið og bæta við nýjum vélum og tækjum. Einnig var fiskimjölsverksmiðjan endurbætt og skipt þar um öll tæki og vélar. Í stað svartsýni og vonleysis var nú komin mikil bjartsýni hjá fólki og almenn velmegun var á staðnum. Fiskvinnslufyrirtækið skilaði alltaf talsverðum hagnaði. Í kringum 1980 var útgerðarfélagið Tálkni hf. á Tálknafirði með í smíðum nýjan skuttogara á Akranesi og einhver vandræði voru hjá þeim að fjármagna sitt eigið framlag og fór það svo að við lánuðum þeim 20 milljónir gegn 5 ára löndunarsamningi, enda höfðum við átt áður gott samstarf við eigendur Tálkna hf. þá Ársæl Egilsson og Bjarna Andrésson og á meðan beðið var eftir að hinn nýi togari yrði tilbúinn, komu þeir með skip sitt Frigg BA-4 (250 tonn að stærð) og gerðu út frá Bíldudal og lönduðu hjá okkur og við seldum báða okkar báta. Í apríl kom hinn nýi togari Sölvi Bjarnason BA-65 til Bíldudals og hóf veiðar. Skipstjórar voru Sigurður Brynjólfsson frá Keflavík og Ársæll Egilsson, 1. stýrimaður var Jón Þórðarson frá Bíldudal og yfirvélstjóri Kristófer Kristjánsson frá Bíldudal. Bæði Jón Þórðarson og Kristófer voru ungir menn sem voru að flytja aftur til Bíldudals eftir að hafa verið fluttir í burtu vegna atvinnu. Allir þessir þrír menn, Sigurður Brynjólfsson, Jón Þórðarson og Kristófer Kristjánsson, byggðu sér ný einbýlishús á Bíldudal. Hinsvegar voru ekki margi vanir togaramenn á Bíldudal og var því í fyrstu talsvert að aðkomumönnum á skipinu, en Sigurður Brynjólfsson af sínu alkunna kappi og dugnaði dreif þetta áfram og með tíð og tíma var búið að þjálfa upp alla áhöfn togarans með mönnum frá Bíldudal. Einnig fluttu þó nokkrir Bílddælingar sem höfðu verið á togurum víða um land aftur heim, þegar komin var atvinna fyrir þá. Þar sem nú var komið svo mikið af hráefni til vinnslu og tegundir sem lítið hafði verið unnið af, varð að bæta verulega við véla og tækjakostnað frystihússins og einnig vantaði orðið fleira fólk til starfa. Keyptum við því 3 gömul hús og endurbyggðum þau sem verbúðir og réð ég til starfa stúlkur frá Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður Afríku. Sumar af þessum stúlkum náðu sér í eiginmenn á staðnum og settust þar að, en aðrar komu og fóru eftir atvinnuástandinu á hverjum tíma.
1985 missti Tálkni togarann á nauðungaruppboði því að þeir togarar sem smíðaðir voru hér innanlands bjuggu við mun verri lánakjör en þeir sem smíðaðir voru erlendis eða keyptir þaðan notaðir. Fiskveiðasjóður Íslands eignaðist skipið og var það strax tekið og sett í slipp í Reykjavík. Það munu hafa verið um 5 skip sem lentu þannig í eigu Fiskveiðasjóðs Íslands og í ársbyrjun 1986 voru skipin síðan auglýsi til sölu og óskað eftir tilboðum í þau. Til að frystihúsið væri ekki alveg hráefnislaust á meðan keyptum við í október 1985 250 tonna línubát sem fékk nafnið Steinanes BA-399. Við stofnuðum í febrúar 1986 dótturfélag Fiskvinnslunnar sem fékk nafnið Útgerðarfélag Bílddælinga (ÚB) og byrjuðum að undirbúa að gera tilboð í Sölva Bjarnason BA-65 og er mér minnistætt að um morguninn þann dag sem skila átti inn tilboðum sátum við stjórnarmennirnir saman á herbergi á Hótel Sögu og vorum að ganga frá okkar tilboði og vorum búnir að ákveða að bjóða 160 milljónir í skipið, þá segir sveitarstjórinn sem var með okkur Guðmundur Hermannsson að hann telji að við ættum að breyta tilboðinu aðeins, því nokkuð ljóst sé að þeir sem bjóði muni láta sín tilboð standa á heilum tug milljóna og leggur til að við höfum tilboðið 160.150.000,- og samþykktu það allir þótt sumum fyndist þetta skipta litlu máli. En þannig var tilboðinu skilað inn fyrir hádegi sama dag. Opna átti tilboðin kl:16,00 og var spennan ansi mikil meðan beðið var. Okkur hafði verið sagt að ekki yrði leyft að tilboðsgjafar yrðu viðstaddir opnun tilboðanna en niðurstaðan yrði kynnt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Voru það því mjög spenntir menn sem röðuðu sér fyrir framan sjónvarpstækið á Hótel Sögu og sama mun hafa átt við um flesta íbúa á Bíldudal. Svo rann stóra stundin upp og niðurstaðan var þessi:
Sölvi Bjarnason BA-65 Hæstaboð: Útgerðarfélag Bílddælinga hf. kr. 160.150.000,- næsta tilboð var kr: 160.000,-
Sigurfari SH-105 Hæsta tilboð HB á Akranesi
Kolbeinsey ÞH Hæsta boð ÚA á Akureyri, reyndar féllu þeir síðar frá sínu boði og hleyptu Húsvíkingum upp fyrir sig því þeir vildu ekki vera að taka skip frá sínum nágrönnum.
Ég man nú ekki hvernig tilboð voru í önnur skip eða hverjir fengu þau, því fljótlega var hætt að horfa á fréttirnar. En mikil gleði ríkti þetta kvöld á Bíldudal og ekki vorum við síður ánægðir og líka að þessi snjalla hugmynd sveitarljórans um 150 þúsund króna hækkun hefði skipt þar svo miklu máli. Þá var næsta skref að ganga frá samkomulagi við Fiskveiðasjóð um kaup á skipinu og gekk þar á ýmsu sem ég ætla ekki að fara að rifja upp hér. En skipið fengum við keypt og fengum það afhent í mars 1986 og fór það þá fljótlega til Bíldudals og á veiðar og jafnframt seldum við bátinn Steinanes BA-399 til Ísafjarðar en reyndar með því skilyrði að yfir veturinn myndi hann landa bolfiskafla sínum á Bíldudal. 1990 keypti ÚB svo annað skip um 200 tonn að stærð og fékk það nafnið Geysir BA-140 og var gert út á línu frá Bíldudal en á úthafsrækju yfir sumarið. Skipstjóri í byrjun var Ársæll Egilsson en seinna tók við Guðmundur Kristinsson. Vertíðina 1992 tókum við á leigu línubátinn Vonin ÍS-820 frá Ísafirði og varð Ársæll Egilsson skipstjóri á því skipi. Var ÚB nú komið með 3 skip í rekstur og öll voru þau mönnuð heimamönnum, nema að beitningarliðið á báðum bátunum var blanda af Bílddælingum og pólverjum. Þar sem línubátarnir voru nú orðnir tveir dugði það vel til að halda frystihúsinu gangandi og auk þess keyptum við allan steinbít sem við gátum fengið á sunnanverðum Vestfjörðum og á ég í fórum mínu ljósmynd þar sem 10 stórir vörubílar eru að fara yfir fjallið Hálfdán og allir hlaðnir af steinbít og á undan fór veghefill sem við höfðum leigt til að moka leiðina fyrir bílana. Frystihúsinu skorti því ekki hráefni og gátum við því látið togarann ýmist sigla með aflann eða setja hann í gáma til að auka tekjur skipsins. Alltaf var hagnaður af rekstri beggja félaganna. Þar sem þessi rekstur var orðinn talsvert umfangsmikill þurftum við á að halda talsvert miklu rekstrarfé og var aldrei skortur á því hjá okkar viðskiptabanka sem var Landsbanki Íslands, en 1992 er skipt um útibústjóra bankans á Bíldudal og við tekur fyrrum útibústjóri Samvinnubankans á Vopnafirði. Ekki hafði sá maður mikið vit á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og nánast neitaði okkur um alla fyrirgreiðslu. Var þá ekki um annað að ræða en snúa sér beint til aðalbankans í Reykjavík og þar var það Valur Arnþórsson sem sá um okkar mál og hafði hann mikinn skilning á þörf okkar fyrir talsvert rekstrarfé. Hann var búinn að gera áætlun um að skuldbreyta og lengja lán til að létta greiðslubyrgði, þegar hann fórst í hörmulegu flugslysi. Þá tók við okkar málum Sverrir Hermannsson og sinnti hann okkur vel, en því miður var eitt 20 milljón króna lán í vanskilum og fór ég á fund Sverris í júní 1992 og óskaði eftir skuldbreytingu á láninu, sem hann taldi sjálfsagt að gera en vildi bíða með þar til sumarleyfum lyki í bankanum og ræddum við um að ganga frá þessu í september. Fór ég því af hans fundi fullur bjartsýni. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þann 22. júlí 1992 hafði ég farið á handfæraveiðar með föður mínum á litlum skemmtibát sem við áttum saman, þá hringir stjórnarformaður fyrirtækisins um borð og segir mér að það hafi komið skeyti frá Landsbanka Íslands, þar sem bankinn segi upp öllum viðskiptum við bæði fyrirtækin og óskað eftir að stjórnir þeirra lýsi þau tafarlaust gjaldþrota og undir skeytið ritaði starfsmaður Hagdeildar bankans. Ég hætti strax veiðum og brunaði í land. Við ákváðum strax að hunsa þessa beiðni bankans, en sama var hvert við leituðum, allstaðar var komið að lokuðum dyrum. Ekki var hægt að ná í neinn af aðalbankastjórum bankans. Okkur var sagt að þeir væru allir uppteknir við laxveiði. Nokkru seinna fengum við þó fund með þeim Halldóri Guðbjarnasyni og Sverrir Hermannssyni og hafði Halldór orð fyrir þeim félögum en Sverrir sagði ekki eitt einasta orð. Halldór knúði fast á nauðsyn þess að við lýstum fyrirtækin gjaldþrota. Við leituðum þá til Byggðastofnunar sem þá var einn af okkar hluthöfum en þar fengum við engan stuðning aðeins hvattir til að fara að fyrirmælum bankans. Enda hafði þáverandi forstjóri Byggðastofnunar Guðmundur Malmquist lent í ónáð hjá Davíð Oddssyni, sem þótti Guðmundur tala of opiskátt í einhverjum útvarpsþætti og þorði Guðmundur því ekki að gera eitt né neitt og taldi sig algerlega háðan skoðunum Davíðs á hverju máli. Þótt hann viðurkenndi að við hefðum alltaf staðið í skilum með okkar lán og ættum meira að segja inni á okkar greiðslureikningi hjá Byggðastofnun en visst hlutfall af framleiðsluverðmæti okkar var alltaf greitt inn á þann reikning. Nú var ekki um annað að ræða en reyna að bjarga því sem bjargað yrði og leituðum við til eigenda Guðbjargar ÍS-46 sem voru tilbúnir að skipta við okkur á togaranum og um 200 tonna línubát sem þeir áttu og greiða verulega upphæð á milli eða um 150 milljónir sem hefðu dugað til að greiða upp allar veðskuldir okkar hjá Landsbankanum. Ekkert varð úr þeim viðskiptum því þegar það var kynnt fyrir bankanum taldi hann að Hrönn hf. væri ekki svo sterkt félag að það gæti gert þetta og bættu svo um betur og fengu Íslandsbanka sem var viðskiptabanki Hrannar hf. í lið með sér og tilkynnti Íslandsbanki Hrönn hf. að ef þeir gerðu þetta yrði stoppuð af nýsmíði sem þeir voru með í Noregi sem reyndar varð síðasta Guðbjörgin ÍS-46, því nokkru seinna fór það skip til Samherja á Akureyri og heitir í dag Baldvin Þorsteinsson EA-110. Til að knýja okkur til uppgjafar fór Landsbankinn fram á uppboð á Sölva Bjarnasyni BA-65. Ég náði þá loks samkomulagi við bankann um að allar þessar aðgerðir yrðu afturkallaðar og öllum lánum skuldbreytt með því skilyrði að bankinn fengi allsherjarveð í öllum okkar eignum og líka í togaranum sem þeir höfðu ekki haft áður og með þessar upplýsingar fór ég á fund Byggðastofnunar, því í samkomulaginu við bankann var það skilyrði að Byggðastofnun gerði slíkt hið sama. Þegar ég kynnti þetta fyrir forstjóranum Guðmundi Malmquist má segja að hann hafi nánast orðið brjálaður af reiði og skammaði mig eins og hund og sagði að þetta kæmi ekki til greina. Við ættum að lýsa fyrirtækin gjaldþrota og síðan myndi Byggðastofnun aðstoða við að byggja upp atvinnurekstur aftur. Ég benti honum á að með þessum aðgerðum væri verið að rústa yfir 400 manna byggðalagi sem tekið hefði okkur um 25 ár að byggja upp og það yrði ekki létt verk að endurreisa staðinn eftir slíkt áfall, en hann hélt áfram að hamra á því að ef núverandi stjórn lýsti fyrirtækin ekki gjaldþrota þá myndi Byggðastofnun sem hluthafi óska eftir hluthafafundi og væri hann búinn að fá sveitarfélagið í lið með sér og sameiginlega gætu þeir myndað meirihluta á hluthafafundi, þar sem stjórnin yrði sett af og ný tæki við og myndi lýsa fyrirtækin gjaldþrota. Ég sagðist ekki trúa því að sveitarfélagið myndi gera slíkt og tilkynnti hann mér að hann væri bæði búinn að ræða við sveitarstjórann, Einar Mathiessen og oddvitann Guðmund Sævar Guðjónsson og fá þeirra samþykki. Þegar ég kom út frá Byggðastofnun varð mér ljóst að eitthvað skrýtið væri í gangi, en hélt eigi að síður áfram að reyna að selja togarann, en það var sama hvaða fyrirtæki við komum með sem vildi kaupa, alltaf neitaði bankinn. Við ræddum við Síldarvinnsluna, Samherja, Nesfisk, Vinnslustöðina ofl. en alltaf var svarið nei, ekkert þessara fyrirtækja var talið nægjanlega traust og skipið skyldi fara á uppboð. Svo fór að lokum að við neyddumst til að selja skipið til Grundarfjarðar með öllum kvóta og var það gert daginn áður en lokauppboð átti að fara fram. Það sem gerði þá sölu mögulega var að einn af okkar hluthöfum Olíufélagið hf. tilkynnti Landsbankanum að þeir myndu kaupa skipið sjálfir ef bankinn væri að skipta sér af þessari sölu. Skömmu síðar fór hitt skipið Geysir BA-140 einnig á uppboð og var þá ekkert annað eftir en ganga á fund Héraðsdómara og óska eftir gjaldþrotaskiptum. Skiptastjóri var skipaður skipaður Skarphéðinn Þórisson, núverandi ríkislögmaður og þegar ég var að sýna honum eignirnar og bókhaldið sem alltaf var fært upp á hverjum degi sagði hann við mig "Hvað er eiginlega að ske hér, þetta er ekkert gjaldþrot, meira að segja nokkrar milljónir inn á bankabókum og frystiklefinn fullur af óseldum afurðum. Þetta er eitthvað skrýtið." Skarphéðinn höfðaði seinna mál f.h. þrotabúsins á hendur Landsbanka Íslands vegna peninga sem bankinn tók út af okkar bókum og vann málið í Hæstarétti nokkrum árum seinna og varð bankinn dæmdur til að greiða þrotabúinu um 30-40 milljónir vegna peninga sem hann hafði tekið út af okkar bankabókum. En því miður kom þetta of seint skaðinn var skeður og allur aflakvóti farinn frá staðnum og við sem í þessu stóðum gjörsamlega búnir á líkama og sál. Ég komst að því seinn í persónulegu viðtali við Sverrir Hermannsson, sem þá var hættur í bankanum og þorði að tala. Hann sagði við mig; "Jakob minn ég reyndi allt sem ég gat til að fora því að farið yrði í þessa herferð á hendur ykkur, en því miður var við ofurefli að etja, því allir voru skíthræddir við sjálfan Höfðingjann Davíð Oddsson og þótt hann þættist ekki koma nálægt daglegum rekstri á Landsbankanum eða Byggðastofnun, þá átti hann það til að koma með ákveðnar dagsskipanir og lét gjarnan fylgja með að ef sér yrði ekki hlýtt þá væri það brottrekstrarsök, en þetta mátti nú hvergi heyrast, svona voru nú afrek hans og bætti síðan við að á þessum sama tíma var fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík, sem var talið stolt einkaframtaksins og frjálshyggjunnar, að gefast upp og Davíð fannst að þegar það yrði gjaldþrota, þá væri hagsmunum Sjálfstæðisflokksins best borgið með því að taka annað sjávarútvegsfyrirtæki á Vestjörðum af lífi í leiðinni og var valið nánast af handahófi og þið lentuð í úrtaki hjá Höfðingjanum. Það vissu það auðvitað allir að þið voruð ekkert gjaldþrota og ekki gerði það Höfðingjanum valið erfiðara þar sem stöðugu rógur um ykkur stjórnarmenn var að berast til Davíðs og þingmanna og einnig til Byggðastofnunar og í Landsbankann frá útibústjóra bankans á Bíldudal ofl., sem ekkert skildi nema rætt væri um rollur og kaupfélög. Ég hlustaði aldrei á þetta helvítis kjaftæði enda búinn að fylgjast með ykkur frá 1975 þegar ég var í Byggðastofnun og síðan eftir að ég kom í Landsbankann og hef oft nefnt ykkar fyrirtæki hvað hægt væri að gera ef rétt væri staðið að hlutunum og unnið af skynsemi. Þessi ástæða sem notuð var þ.e. vanskil á 20 milljóna króna láni sem til stóð að skuldbreyta var nú bara smá tittlingaskítur, miðað við hvað bankinn var látin gera á Hornafirði til að bjarga sjávarútveginum þar. Þá var nú heldur betur tekið til hendinni og engu til sparað. Því auðvita þurfti að bjarga sjálfum Kvótakónginum Halldóri Ásgrímssyni og hans fjölskyldu. Ég var ákveðinn í að hlíða ekki kalli Davíðs um gjaldþrot á Bíldudal og vildi að við þrír aðalbankastjórarnir stæðum saman í því, en því miður skorti hina tvo kjark til að standa á móti og vildu hlýða kalli Davíðs. Þetta er nú sannleikurinn í þessu máli vinur." Svona voru nú ummæli Sverris Hermannssonar og ekki efast ég um að þau eru sönn enda staðfesta orð Skarphéðins Þórissonar sem skipaður var skiptastjóri orð Sverris. Á þessum tíma voru íbúar á Bíldudal komnir á fimmta hundrað og um 100 börn í skóla+leikstóla sem, sýna vel hvernig aldursskipting íbúanna var. Við þetta gjaldþrot fóru bæði skipin í burtu og með þeim um 3.000 tonna aflakvóti og íbúum tók að fækka. Við mat á eignum þessara fyrirtækja fyrir gjaldþrotið sem ég vann ásamt Garðari Garðarssyni lögfræðingi f.h. Byggðastofnunar var staðan eftirfarandi og ber þá að hafa í huga að þá var aflakvótinn metinn á kr. 160 á kíló:
Aflakvóti KR: 600.000.000,-
Togarinn " 150.000.000,-
Línu og rækjuskip " 100.000.000,-
Eignir í landi " 250.000.000,-
Peningar í banka ofl.* 100.000.000,-
Óseldar afurðir " 900.000.000,-
Samtals KR: 2.1000.000,-
Skuldir:
Veðskuldir KR: 500.000.000,-
Afurðarlán " 580.000.000,-
Skammtímaskuldir " 120.000.000,-
Eigið fé** " 900.000.000,-
* Þetta voru inneignir á bankabókum hjá Landsbankanum og greiðslureikningar hjá Byggðastofnun og Fiskveiðasjóði.
** Eigið fé var um 45% af efnahagsreikningi, sem þótti þá og þykir jafnvel í dag nokkuð gott, eins var veltufjárhlutfall nokkuð gott. Það má einnig benda á að nokkrum mánuðum seinna var verðmæti aflakvótans orðið tvöfalt verðmætari og í dag væri hann nokkurra milljarða virði. Áfallið af þessu gjaldþroti urðu skelfilegar. Nær öll sjómannastéttin flutti í burtu og fljótlega fór fólki að fækka á staðnum. Það munu vera hátt í 10 aðilar sem hafa reynt við þennan rekstur síðan en alltaf farið á sama veg gjaldþrot og aftur gjaldþrot og hefur Byggðastofnun veitt mörg hundruð milljónum í að reyna að byggja þarna upp rekstur aftur og gæti ég trúað að nokkrir milljarðar hefðu tapast þarna á undanförnum árum í gjaldþrotum. Það fyrirtæki sem starfaði þarna síðast Stapar ehf. mun hafa unnið fisk í eina viku og síðan hætt. Fólið er búið að vera meira og minna atvinnulaust undanfarin ár. Það eru nokkur ár síðan rækjuverksmiðjan á staðnum lokaði. Það var ráðist í að byggja Kalþörungaverksmiðju, sem áætlað var að skapaði um 15-20 störf. En þessi verksmiðja hefur aldrei farið í gang af neinni alvöru aðeins til að sýnast og starfsmenn aldrei orðið fleiri en 4-5. Hins vegar hefur stöðugt verið dælt upp úr Arnarfirði kalþörungi sem að mestum hluta hefur verið fluttur út til Írlands og unnin þar. Þetta írska fyrirtæki sem byggði þessa verksmiðju fékk á sínum tíma einkaleyfi til að dæla upp kalkþörungi úr Arnarfirði um 10 þúsund tonn á ári í 50 ár svo rekstur verksmiðjunnar á Bíldudal skiptir litlu máli. Það var varið miklum fjármunum í að gera landfyllingu fyrir þessa verksmiðju og meira að segja byggð ný höfn. Ekki veit ég hvað þær framkvæmdir allar hafa kostað en það var greitt af ríkinu og Vesturbyggð og hefði þeim fjármunum nú verið betur varið til að kaupa einhvern aflakvóta til Bíldudals og styrkja þar fiskvinnslu og veiðar. Þorpið Bíldudalur varð til á sínum tíma vegna veiða og vinnslu á fiski. Bíldudalur stendur nú í sömu sporum og var 1975 eða jafnvel verr, því nú er komið þetta fáránlega kvótakerfi sem ekki var þá og svo hitt að fáir eru eftir á staðnum til að taka forustu í að endurreisa staðinn. Því þegar svona mikill fólksflótti verður úr einu byggðalagi verður til sem kallað hefur verið "Atgerfisflótti"sem þýðir að flestir sem hafa eitthvað frumkvæði til að bera fara í burt og koma sér fyrir á nýjum stöðum, en eftir sitja þeir sem eru vanir því að einhverjir aðrir komi með atvinnu. Nú er verið að úthluta svokölluðum byggðakvóta til Bíldudals og þá spretta upp fullt af aðilum og segja eins og í Litlu gulu hænunni; "Nú get ég." Er nú svo komið að engin aðili á Bíldudal getur tekið við þessum byggðakvóta og allar líkur á að honum verði ráðstafað á skip á Patreksfirði sem er jú sama sveitarfélag og Bíldudalur og heitir í dag Vesturbyggð. Fyrirtækið Stapar ehf. sem síðast rak fiskvinnslu á Bíldudal er í eigu Odda hf. á Patreksfirði og Þórsbergs hf. í Tálknafirði og hefði fengið þennan byggðakvóta ef þeir hefðu haft áhuga á að starfa áfram á Bíldudal, en þeir hafa ákveðið að gera það ekki, en hinsvegar mun Oddi hf. hafa áhuga á að fá þennan kvóta til sín og verður það sennilega svo. Með slíkri aðgerð væri bæjarstjórn Vesturbyggðar nánast að afskrifa Bíldudal og senda íbúum þar þau skilaboð að þar verði engin atvinna meir. En Bíldudalur gufar ekki upp þótt bæjarstjórn vilji ekkert af staðnum vita og nánast ætli að útskúfa hann úr sveitarfélaginu. Staðnum er hægt að bjarga ef vilji er fyrir hendi. Það sem þarf að koma til er verulegur styrkur frá opinberum aðilum a.m.k. 2-3 milljarðar ef gera á hlutina af einhverju viti og til framtíðar.
Ég er einn af þeim sem hef sótt um byggðakvótann og þótt hann skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli, þá er hann eigi að síður aðgöngumiði að fiskvinnslufyrirtækjunum á Bíldudal. Ég hef fengi í samstarf við mig nokkra aðila hér á Suðurnesjum sem eiga ættir að rekja til Bíldudals og Arnarfjarðar og hef kynnt mínar hugmyndir fyrir forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, en þær ganga út á það að sameina þrjú útgerðarfélög sem hér starfa í eitt og hefja útgerð og fiskvinnslu frá Bíldudal. Þetta félag hefur yfir að ráða um1400 tonnum í krókaaflamarki og um 1000 tonnum í aflamarki. 4 krókaaflamarksbáta þar af 3 yfirbyggða 15 tonna báta með beitningarvél 2 aflamarksbáta, annan yfirbyggðan með beitningarvél en hinn sérútbúinn á dragnót. En ekki hef ég enn fengið svar við mínu erindi frá bæjarstjórn Vesturbyggðar og mun það víst ekki koma fyrr en um miðjan janúar. Einnig hefur eitt af þeim sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og er nokkuð sterkt boðið fram aðstoð sína og óskað eftir að fá að vera með í þeim hugmyndum sem ég hef kynnt fyrir bæjarstjórn Vesturbyggðar.
En hvað varðar fyrirtækið Stapar ehf. sem ekki vilja nú styðja Bíldudal, þá vil ég nú bara benda á að oft man kýrin ekki að hún var eitt sinn kálfur. Um 1990 var mikill vandræðagangur í atvinnulífi á Patreksfirði. Hraðfrystihús Patreksfjarðar rambaði á barmi gjaldþrots og þá stóð Fiskvinnslan á Bíldudal hf mjög vel og oftar en ekki aðstoðaði ég þá við að halda togara þeirra Sigurey BA-25 gangandi, borgaði oft olíu á skipið, lánaði þeim veiðarfæri ofl. Einnig rétt fyrir jól gátu þeir ekki greitt starfsfólki sínu laun og greiddi ég þá fyrir þá launin. Nokkru seinna var Sigurey BA-25 komin á nauðungaruppboð og í samráði við Olíufélagið hf. bauð ég þeim að kaupa skipið á uppboðinu og halda útgerð þess áfram frá Patreksfirði. Ekki vildu þeir þiggja það og sögðust vera með loforð frá Byggðastofnun um að sú stofnun keypti skipið á uppboðinu og seldi þeim síðan aftur.
Þegar kom að lokauppboði var mættur Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar en hann hafði umboð frá stjórn að bjóða allt að kr. 250 milljónir í skipið, en þá mætir allt í einu Guðrún Lárusdóttir útgerðarmaður úr Hafnarfirði og byrjaði að bjóða í skipið á móti Guðmundi og þar sem hann varð að hætta við kr. 250 milljónir fékk Guðrún Lárusdóttir skipið keypt með öllum kvóta fyrir aðeins kr 255 milljónir. Þannig að skipið fór til Hafnarfjarðar og fékk nafnið Rán GK. Hún bauð öllum sem verið höfðu á skipinu að fá pláss áfram en það yrði gert út frá Hafnarfirði. Það voru örfáir sjómenn sem nýttu sér þetta boð en fóru fljótlega að snúa aftur heim til Patreksfjarðar. Um svipað leyti missti Jón Magnússon skip sitt Patrek BA-64 einnig á uppboði. Var nú orðið dökkt útlit í atvinnumálum á Patreksfirði eða litlu skárra en er á Bíldudal í dag. Þá var samþykkt í ríkisstjórn að veita sérstakan styrk að upphæð kr: 100 milljónir til að endurreisa atvinnulífið á Patreksfirði. Á þeim tíma var hægt að kaupa 625 tonn af varanlegum þorskkvóta fyrir þessa upphæð og ef við framreiknum þessa upphæð með tilliti til kvótaverðs í dag, sem kannski er ekki alveg sanngjarnt, þá væri þessi upphæð í dag 2,5 milljarðar. Fiskvinnslan á Bíldudal hf. kom að því verki að efla atvinnulíf á Patreksfirði, því það félag lagði fram 40% af hlutafé í nýju útgerðarfélagi sem stofnað var með þeim Héðni Jónssyni og Reynir Finnbogasyni og nokkrum sjómönnum á Patreksfirði og keypti þetta félag glæsilegt skip sem fékk nafnið Vigdís BA-77. Við seldum reyndar okkar hlut eftir rúmt ár, en alla veganna komum við fótum undir þetta nýja félag og lögðum okkar af mörkum til að endurreisa atvinnulíf á Patreksfirði. Einnig höfðum við, þ.e. ég og Magnús Guðjónsson , sem þá var kaupfélagsstjóri á Þingeyri og framkvæmdastjóri Fáfnis hf. unnið að undirbúningi að stofnun nýs útgerðarfélags á Vestfjörðum og var hugmyndin sú að eftirtalin skip með öllum aflakvóta færu inn í þetta nýja félag: Sölvi Bjarnason BA-65, Geysir BA-140, Framnes ÍS-708, Sigurey BA-25, Þrymur BA-7, Elín Þorbjarnadóttir ÍS, Sigurvon ÍS, Tálknfirðingur BA-325 og vorum við búnir að tryggja að verulegt hlutafé kæmi frá Byggðastofnun, tryggingarfélagi og olíufélagi auk þess ætlaði Landsbanki Íslands að styðja vel við bakið á þessu félagi. Það má segja að allir eigendur þessara skipa höfnuðu hugmyndinni og hver og einn vildi halda í sín skip. En ætlunin var að þetta nýja félag gæti keypt auknar aflaheimildir og hvert skip yrði gert út frá sinni heimahöfn en aflanum miðlað á milli svo næg atvinna væri á hverjum stað þótt framkvæmdastjórn, skrifstofuhald og uppgjör væru á Bíldudal. Þegar við Magnús fengum svona neikvæð viðbrögð, lögðum við ekki meiri vinnu í þessa hugmynd. Ef þetta hefði verið gert væri nú starfandi á Vestfjörðum mjög öflugt útgerðarfyrirtæki með miklar aflaheimildir og öllum stöðunum til framdráttar, en því miður höfðu menn ekki gæfu til að vinna saman og því fór sem fór. Á þessum tíma voru 15 togarar á Vestfjörðum en í dag eru þeir aðeins þrír og aflaheimildir hafa farið í burtu með skipunum. Þessu hefði öllu mátt bjarga ef menn hefðu haft vit á því að vinna saman í stað þess að hver væri að berjast einn og sér.
Á Patreksfirði var stofnað var almenningshlutafélag með þátttöku sveitarfélagsins, Byggðastofnunar, olíu- og tryggingarfélaga auk þess lagði Jón Magnússon útgerðarmaður fyrirtæki sitt Odda hf. inn í félagið og varð þar með stærsti hluthafinn. Þetta nýja félag sem hélt nafni fyrirtækis Jóns Magnússonar Oddi hf. keypti síðan frystihúsið sem Hraðfrystihús Patreksfjarðar hafði átt. Rekstur Odda hf. hefur síðan gengið mjög vel og Jón Magnússon hefur smátt og smátt verið að kaupa aðra hluthafa út og er í dag aðaleigandi fyrirtækisins. Það hefur alltaf verið stöðug vinna of framtíð fyrirtækisins er björt. Það sem í raun gerði þetta mögulegt var hinn myndarlegi styrkur frá ríkinu á sínum tíma og lagði þann grunn sem síðan var hægt að byggja á. Einnig var hliðstætt gert á Þingeyri fyrir nokkrum árum með góðum árangri. Hef ég því fulla trú að slíkt hið sama væri hægt að gera á Bíldudal en í slíkt verkefni þýðir ekkert að ráðast með það eitt í huga að hugsa bara um eigin hag. Það þarf að hafa hagsmuni íbúa á Bíldudals að leiðarljósi. Það er staðreynd að þegar atvinna er traust kemur fólkið og síðan önnur þjónusta. En sennilega ber bæjarstjórn Vesturbyggðar ekki gæfa til að aðstoða Bíldudal í þeirra vandræðum nú og allir búnir að gleyma að Bílddælingar veittu þessum nágrönnum sínum aðstoð á sínum tíma sem greinilega á ekki að endurgjalda, heldur mun Oddi hf. sennilega verið búin að ganga svo frá málum að hann fær nú byggðakvóta Bílddælinga og hirðir þar með af þeim þá einu von sem var til þess að fiskvinnsla hefist aftur á Bíldudal.
Nú skilst mér að bæjarstjórn sé með í gangi áætlun um gerð varnagarða fyrir ofan byggðina á Bíldudal og eigi að byrja á þeim framkvæmdum næsta vor og er áætlaður kostnaður um 2,3 milljarðar. En ég spyr til hvers að vera að eyða öllum þessum peningum í að verja byggð á Bíldudal ef þar á ekki að vera nein atvinna. Án atvinnu verður Bíldudalur aðeins sumarhúsabyggð og hana þarf ekki að verja því engin flóð falla á sumrin. Það sem bæjarstjórn Vesturbyggðar verður að skilja í eitt skipti fyrir öll að það er atvinna sem vantar á Bíldudal nr. 1.2 og 3 og ekkert kjaftæði með það.
En hvað okkur félaganna hér í Sandgerði varðar, þá erum við búnir að undirbúa þetta mál vel og eina af eignum hins sameinaða félags er mjög fullkomið fiskvinnsluhús sem við munum þá nýta og eins erum við mjög vel settir hvað varðar staðsetningu til útgerðar og erum í nágrenni við flugvöllinn sem hentar vel með tilliti til útflutningi á gerskum fiski með flugi. Hins vegar höfum við verið hvattir til þess af ýmsum þingmönnum og Byggðastofnun og fleiri aðilum að bjóða Bíldudal að koma að atvinnurekstri þar. En ef ekki er áhugi hjá ráðamönnum í Vesturbyggð að efla atvinnulíf á Bíldudal munum við beina kröftum okkar í fiskvinnslu hér á Suðvesturhorninu. Það er rétt að taka það fram að áhugi okkar á Bíldudal er ekki sprottin af góðmennsku, heldur sjáum við þar ákveðin tækifæri til að græða peninga og færu þá saman okkar hagsmunir og Bílddælinga. En ef ekki er áhugi á að við komum þar að málum verður svo að vera. En við ráðamenn á Patreksfirði vil ég segja að lokum, gleymið ekki því sem Bílddælingar gerðu ykkur til aðstoðar á sínum tíma, þegar að þetta voru tvö aðskilin sveitarfélög og ekkert knúði á að Bíldudalur aðstoðaði Patreksfjörð í atvinnumálum á erfiðum tímum og ef einhver skuldar Bíldudal eitthvað þá er það Patreksfjörður. Sú aðstoð er ekki gleymd heldur geymd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2008 kl. 11:53 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 802478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
119 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- HVERT STEFNIR N ATÓ EIGINLEGA????????
- Þýski herinn og Ísland
- "Það er enginn sem má njósna"!
- Nýnasistinn, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, fer í kvennafangelsi
- Hversvega er fyrrv. varaformaður Samfylkingarinnar orðinn aðstoðarmaður ráðherra Flokks Fólksins ?
- Í hvaða átt er heimsbyggðin að þróast í ?
- Þögn RÚV um árásina á tjáningarfrelsið
- Ýtt á sífellt meiri samruna ESB-ríkja
- Hvorki rök né samstaða
- Bæn dagsins...
Af mbl.is
Innlent
- Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald
- 3,2% atvinnuleysi í júlí
- Áfram varað við vatnavöxtum á hálendinu
- Ég var krati í gamla daga
- Draumur í lífi þjóðar
- Íslenskt tónlistarmyndband hlýtur verðlaun ytra
- Vinir slógust og vildu ekki leggja fram kæru
- Samvinnurekstur á ný mið
- Viðvörunarkerfi Össurar fór í gang
- Allt að 20 stiga hiti í dag
Erlent
- Dánarorsök Norðmannsins drukknun
- Saka Bandaríkjamenn um afskipti í Grænlandi
- Tíunda tilraunaflugið gekk eins og í sögu
- 81 árs kona drepin í árásum Rússa
- 50% tollar á indverskar vörur taka gildi
- Lögsækja gervigreind vegna dauða sonarins
- Bretland á barmi efnahagsáfalls
- Ég mun ekki segja af mér
- Myrti tvo lögreglumenn: Gengur enn laus
- ESB blæs á hótanir Trumps
Fólk
- Brúðarkjóll lafði Mary á uppboði í London
- Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsins
- Rokkuðu með Smashing Pumpkins í Höllinni
- Klæðaval North West vekur athygli í Róm
- Lisa Nilsson með tónleika í Hörpu
- Swift og Kelce trúlofuð
- Gæti átt von á fimm ára fangelsi
- Yfir 100 hljóðfæraleikarar taka þátt
- Britney berar bossann
- Miðarnir kosta allt að 87 þúsund krónur
Viðskipti
- Arnar og Eiríkur til Fossa
- Ísland möguleiki en hugrekki nauðsynlegt
- Aðhald hins opinbera nauðsynlegt
- Atlaga yfirvalda að Vestfjörðum
- Útséð um frekari vaxtalækkanir
- Íslensk gervigreindarlausn til Ungverjalands
- Rekstrarhagnaður Sýnar 66 milljónir króna
- Gjörbylti lögfræðilegu starfi
- Play stækkaði fjármögnunina
- Lagarde: Erlent vinnuafl fylli í skarðið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.