Drykkjusiðir

Mynd 446359 Miðað við vestrænar þjóðir er heildarneysla áfengis á Íslandi með minnsta móti, jafnvel þótt veruleg aukning hafi orðið á áfengisneyslu hérlendis á síðustu árum. Þetta kemur fram í grein eftir Bjarna Þjóðleifsson lækni í nýjasta hefti Læknablaðsins.

Bjarni segir ávinning þjóðarinnar af þessari litlu drykkju vera mikinn. Heilbrigðisvandamál tengd ofneyslu áfengis séu lítil hérlendis miðað við önnur Vesturlönd. Takmarkanir á aðgengi að áfeng, s.s. hátt verð, eigi stóran þátt í þessu.

Ennfremur segir Bjarni í greininni að með tilkomu bjórs hafi drykkjusiðir Íslendinga orðið meinlausari.

Kveðst Bjarni telja að frumvarp sem kveður á um afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, og heilbrigðismálaráðherra hefur lýst stuðningi við, stofni þessum árangri í hættu.

Ég hefði haldið að áfengisdrykkja væri aldrei meinlaus þótt að um bjór væri að ræða og ég tel einnig að aukið aðgengi að áfengi breyti þar engu.  Í dag verður fólk að fara í sérstakar verslanir til að kaupa áfengi og er þeirrar skoðunar að það stuðli að meir ágengiskaupum en ella.  Vegna þess að þegar fólk er komið í slíka verslun á annað borð eru líkur á að verslað sé meira en upphaflega stóð til.   Það er enginn sem fer sérstaka ferð í áfengisverslun bara til að kaupa eina flösku af léttu víni eða eina kippu af bjór, alltaf vill eitthvað fleira fljóta með.   Það er líka staðreynd að sá sem ætlar sér að nota áfengi finnur alltaf leið til að nálgast það, sama hvað reynt er að hefta aðgengið að víni


mbl.is Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Ég get ekki alveg séð miðað við fréttir um hverja helgi að drykkjusiðir Íslendinga eru meinlausari en áður. Það er rétt hjá þér að þeir sem ætla sér að detta í það gerir það alveg sama hvað sopinn kostar eða hvar þarf að kaupa hann. Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála þér Ingunn, að boð og bönn breyta engu

Jakob Falur Kristinsson, 14.1.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband