Einir á báti

Nú hamast framkvæmdastjóri LÍÚ, Friðrik J. Arngrímsson við að reyna að sannfæra ráðamenn og íslensku þjóðina, um að við þurfum ekkert mark að taka á nýlegu áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna varðandi íslenska kvótakerfið.  Hæstiréttur sé búinn að dæma í þessu máli og það eigi að gilda hér á landi.  Þetta álit sé aðeins byggt á skoðunum  aðeins 12 lögfræðinga hjá SÞ og hafi ekkert lagalegt gildi hér á landi og talar um mismunandi sýn manna á sömu lagaatriði og segir að allar þjóðir séu að fara sömu leið og við og undir þetta tekur Helgi Áss Grétarsson, skákmeistari, sem á að heita sérfræðingur í sjávarútvegsmálum við Háskóla Íslands (Staða hans er reyndar kostuð af LÍÚ svo varla getur hann talist hlutlaus aðili, þótt hann tali í nafni Háskóla Íslands)  Ég spyr hvað vilja þessir menn?  við að segja okkur úr Sameinuðu Þjóðunum, sem væri hanski betra en að verða reknir úr þeim samtökum sem hlýtur að ske ef við ætlum að hunsa álit einnar nefndar S.Þ.  Með hvaða rökum ætlum við að verja okkar landhelgi  Því nokkuð ljóst er að ef við gerum ekkert eins og Friðrik vill, eru allar forsendur fyrir 200 mílna landhelgi brostnar.  Við förum í flokk með svokölluðum bananalýðveldum og hingað munu streyma skip til að veiða í okkar lögsögu.  Hvað ætlum við að gera þá?  Kannski kæra til Sameinuðu Þjóðanna, sem ekkert er að marka eða horfa þegjandi á að erlend skip veiði hér við land eins og þeim sýnist.  Ég held að stjórnvöld verði að átta sig á því að ef við breytum ekki okkar fiskveiðikerfi verðum við einir á báti í samfélagi þjóðanna og það sem meira er að íslenskir ferðamenn geta verið handteknir erlendis fyrir litlar sakir og haldið þar í fangelsum árum saman án dóms og laga og við getum ekkert gert.  Við getum alveg gleymt framboði okkar til Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.  Það mun enginn þjóð styðja land sem hunsar niðurstöður einnar af nefndum S.Þ. og búið er að eyða mörg hundruð milljónum í það framboð.  Nei hingað og ekki lengra við skulum láta ríkisstjórn Íslands fjalla um þetta mál og treysta því að hún taki ákvörðun af skynsemi.  Við eigum ekki að láta LÍÚ ráða ferðinni í þessu máli, þeim kemur þetta hreinlega ekkert við og eiga ekki að ráða utanríkisstefnu okkar Íslendinga og eiga bara að steinhalda kjafti og vera ekki að blaðra um hluti sem þeir virðast hreinlega ekki skilja.  Jafnframt skora ég á Háskóla Íslands að afþakka þennan styrk frá LÍÚ og leggja þá stöðu niður.  Háskóli Íslands á að vera yfir það hafinn að verða málpípa einhverra hagsmunasamtaka.  Nú er komið nóg og við ættum að láta skynsemina ráða en ekki einhverja sérhagsmuni ákveðinna aðila.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hvar ætli menn fái úthlutað þessum sérfræðingsnafnbótum?  Það eru býsna margir sem skreyta sig með þeim.

Þórir Kjartansson, 15.1.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er eins og í banalýðveldum. Þar sem menn geta fyrir rétt verð keypt sér hvað titil sem er og jafvel skýrteini um ákveðinn atvinnuréttindi. Ef þú vilt verð sérfræðingur í sjávarútvegi er lítið mál að koma við hjá LÍÚ og þeir afgreiða málið og til að allt líti nú betur út er farið í gegnum ákveðin skóla og ein staða kostuð þar, eins og á við í tilfelli Helga Áss Grétarssonar,þá nota þeir Háskóla Íslands ef þú vilt verða læknir verður sennilega að nota einhvern af okkar spítölum og svo framvegis. Það virðist allt vera hægt eins og að skákmaður verði allt í einu sérfræðingur í sjávarútvegi og það í nafni Háskóla Íslands og flytur einhliða áróður fyrir LÍÚ er til skammar svo ekki sé meira sagt.

Jakob Falur Kristinsson, 16.1.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband