Útsalan í Bónus

Nú hefur komið í ljós að á útsölunni í Bónus á Seltjarnarnesi, þar sem kaupæði greip fólk heljartökum að mistök urðu í tölvukerfi verslunarinnar og aðeins ein vörutegund var með þessum 30% afslætti.  Nú hefur Bónus boðið öllum þeim sem voru þarna að versla að koma á skrifstofu Bónus og fá endurgreitt þann mismun sem var á verðinu en þá þarf fólk líka að eiga kassastrimilinn til að fá endurgreitt. Það er því miður alltof algengt að fólk hendi strimlunum við kassann og í örtröðinni sem þarna var er mjög líklegt að þegar fólk loksins slapp í gegn hjá kassanum hafi flestir viljað flýta sér í burtu og ekki hirt um að taka kassastrimilinn.

Er því mjög líklegt að margir sitji nú heima yfir vöruhaugnum svekktir yfir því að hafa keypt þessi ósköp af vörum á verði sem er í gildi í öllum verslunum Bónus og eiga engan kassastrimil til að fá endurgreitt 30% af því sem keypt var.  Svona er kaupæðið í sinni réttu mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En ætli enginn af þeim þúsundum sem þarna voru að gera reyfarakaup hafi áttað sig á að afsláttinn vantaði við kassann. Ég er hrikalegur nöldurseggur í búðum og kvarta iðullega þegar mér finnst ég vera að greiða hærra verð en sett er upp. Og það gerist iðulega. Fólk verður að gæta sín að borga ekki bara og brosa, verðlagseftirlitið er hjá okkur.

Markús frá Djúpalæk, 1.2.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei það tók víst enginn eftir því, heldur var einhver kona að fara yfir sinn kassastrimil þegar hún var komin heim og lét vita.  Ég geri líka eins og þú og sérstaklega ef einhver vara er auglýs með afslætti við kassann.  Þá skoða ég vandlega hvort hann hafi ekki komið og komið hefur fyrir að afslátturinn er ekki og þá kvartar maður auðvitað.  En þarna í Bónus munu hafa verið svo mikil læti að hver og einn þakkaði fyrir að komast út.

Jakob Falur Kristinsson, 1.2.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband