Virðingarvert framtak

Svona leit báturinn út nýsmíðaður.  En eigendur hans voru bræðurnir Hermann og Arnór Sigurðssynir ásamt Hraðfrystihúsinu Norðurtanginn.  Þessi bátur mun hafa verið í útgerð á Ísafirði allt fram að því að skuttogararnir fóru að koma.  Þá var hann seldu til Hríseyjar og fék nafnið Svanur.  Frá Hrísey var hann seldur til Bíldudals og hét áfram Svanur, frá Bíldudal fór hann til Vestmannaeyja og fékk þá nafnið Heddi frændi en mun síðan hafa endað í reiðileysi á Akureyri.
vikingurII 
Svona vill Sævar sjá bátinn endurbyggðan.

  

Hefur ekki afskrifað Víking II

Þó að eikarbáturinn Heddi frændi hafi sokkið til hálfs við bryggju í Hornafirði á dögunum er Svavar Cesar Kristmundsson ekki af baki dottinn og hefur ekki enn afskrifað bátinn. Eins og sagt hefur verið frá hét Heddi frændi áður Víkingur II, smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar og var sjósettur 1959. Svavar hefur mikinn áhuga á að snúa bátnum til fyrra horfs, en hann er nær óþekkjanlegur eftir miklar breytingar á síðari árum. „Hann sökk ekki alveg eftir því sem mér skilst“, segir Svavar. „Dælan sló út og það kom mikill sjór inn í hann. En ég held að það ætti í sjálfu sér ekkert að vera erfiðara en áður að koma honum í burtu. Vélin er ekki gangfær í honum, en ég veit að það eru snillingar fyrir vestan sem geta komið öllu í gang. Í versta falli þyrfti að draga hann í burtu. Ég er að vísu ekki fjársterkur maður og þyrfti að fá menn til samstarfs við mig. Ég er alla vega til í að reyna fram í rauðan dauðann að bjarga bátnum.“

„Ég myndi vilja sjá bátinn verða eins og hann var þegar hann var sjósettur. Ég er búinn að tala við Jón (Sigurpálsson, forstöðumann Byggðasafnsins), en þeir eiga í sjálfu sér nóg með að gera upp Maríu Júlíu. En ég er þó alla vega búinn að sýna viðleitni og ætla ekki að gefa Víking upp á bátinn strax.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband