Hryðjuverkamaður

Imad Mughniyeh, einn af leiðtogum Hizbollah samtakanna sem ráðinn var af dögum í sprengjutilræði í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í morgun, var efsti maður á lista Ísraela yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn. Hann hafði farið hulu höfði árum saman og gengist undir nokkrar skurðaðgerðir til að breyta ásjónu sinni.

Svona á að fara með þessa fugla, bara drepa þá hvar sem til þeirra næst.  Svona menn stofna öllum þjóðum í hættu.


mbl.is Einn illræmdasti hryðjuverkamaður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svolítið oftækissjónarmið sem þú ert að flagga á opinberum vettvangi.

Hvað er hryðjuverkamaður?

Hverjir geta dæmt um það hver er hvað?

Maður getur verið álitinn hryðjuverkamaður af sumum en af öðrum eru þeir þjóðhetjur/frelsisbaráttumenn o.s.frv.

Hvar eru mörkin á því hvaða "hryðjuverkamenn" við "eigum að drepa" og hverja við skulum ekki drepa?

Reyndu að vera aðeins raunsær í þessu og ekki bara fullyrða svona heimskulega hluti. Þetta er miklu flóknara en svo að menn geti bara drepið einhvern vegna þess að þeir eru vondir.

Ég er ekki að verja einn né neinn, þessi maður var alveg örugglega slæmur ef út í það er farið. Ég veit ekkert um það. Ísraelar hafa nú alveg innan sinna raða slæma menn sem hafa framkvæmt slæma hluti, en ekki eru þeir kallaðir hryðjuverkamenn? Þeir sitja heima í stofunni og ýta á takka, skipa fyrir o.s.frv. Er það eitthvað skárra?

Það er alla vega gott þegar slæmir menn eru stöðvaðir en að "drepa þá hvar sem til þeirra næst" er ansi illa úthugsuð fullyrðing af þinni hálfu.

GG 13.2.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Jonni

Þú myndir sennilega skipta um skoðun á þessu ef einhver skilgreindi þig sem hryðjuverkamann.

Jonni, 13.2.2008 kl. 12:44

3 identicon

Þið myndu líka breyta um skoðun ef þessi gaur hefði sprengt upp ykkar fjólskyldu!

Auðvita eru þessir menn hryðjuverkamenn!!!! Þeirra stríð gengur eingöngu út á það að drepa saklausa vesturlandabúa....KILL THEM ALL.

Palli 13.2.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki vel að mér í þeim fræðum sem varða hryðjuverkamenn.  En hvað varðar þennan tiltekna mann þá er þetta tekið beint úr Morgunblaðinu.  Ég kalla þá menn hryðjuveramenn sem svífast einskis til að ná fram einhverjum málstað sem þeir trúa á og hika ekki við að drepa saklausa borgara í þeim tilgangi og af því dreg ég þá ályktun að slíkir menn séu rétt dræpir hvar sem til þeirra næst og gildi þá engu af hvaða þjóðerni þeir eru.  Það getur vel verið að Ísraelsmenn séu ekkert betri en þessar öfgahreyfingar, sem víða starfa en það eitt á ekki að veita svona fuglum friðhelgi.  Eða getum við réttlætt manndráp með því að Hitler og Stalín gerðu það líka.

Jakob Falur Kristinsson, 14.2.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband