Bernskuminningar

Ég var sex ára þegar Rússar réðust inn í Ungverjaland og auðvitað stóð ég með Ungverjum, en ekki var minn heimur stærri á þessum tíma en svo að ég fór að leita að samanburði á Bíldudal og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri álíka og 90% íbúa Bíldudals réðust á hin 10% og sá strax að það yrði ansi ójafn leikur.  En svo fast sat þetta í barnssálinni að síðan hef ég aldrei geta litið Rússa réttum augum og hef ég átt þó nokkur viðskipti við þá og kynnst því að í raun eru þetta hinir bestu menn.  Ég fór að rifja þetta upp þegar ég las frétt um að hópur af unglingum og börnum væru búnir að setja upp heimasíðu til áróðurs gegn Pólverjum á Íslandi.  Ég tek heilshugar undir með Bubba Morthens um að svona lagað á ekki að líða og verður að stoppa strax.  Við verðum að gæta okkar á því að vera ekki að ala á fordómum í garð ákveðinna þjóðfélagshópa sem hér eru búsettir.  Þá gæti farið eins fyrir mörgum og mér forðum.  Í dag er Ísland alveg eins og smáþorpið Bíldudalur ef við lítum yfir heiminn.  Hvað hafa svo Pólverjar gert okkur?  Þeir eru að stórum hluta að vinna störf sem Íslendingar vilja ekki  eða nenna ekki að vinna.  Sem betur fer mun nú vera búið að loka þessari síðu, en allir þeir sem að henni stóðu ættu að skammast sín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband