Meira um Vestfirði

Nú hefur þessi hópur, sem er í undirbúningsnefnd um stofnun frí-ríkisins Vestfirðir, haldið einn fund og þar var samþykkt til viðbótar fyrri tillögum eftirfarandi;

1.   Þetta nýja ríki mun verða algert frí-ríki og þar af leiðir, verða engir tollar á innfluttum vörum.  Við munum gera slíkan samning við Ísland og vonandi við fleiri lönd.  Skattar á fyrirtæki verður 0,oo og skattprósenta launafólks verður 15% og persónuafsláttur kr: 150 þúsund fyrir einstakling og 300 þúsund fyrir hjón.  Þar sem þetta verður frí-ríki geta erlend fyrirtæki komið til Vestfjarða með sína starfsemi án þess að þurfa að fara í gegnum eitthvað tollavesen.  Við munum sækjast eftir fyrirtækjum eins og bönkum ofl.  Eða fyrirtækjum sem bæði greiða há laun og spilla ekki náttúru Vestfjarða.

2.   Þjóðhátíðardagur mun verða afmælisdagur  Reynis Péturs, sem fékk þessa frábæru hugmynd og verður hann gerður að sendiherra Vestfjarða á Íslandi.

4.   Þjóðfáni verður líkur þeim fána  sem einu sinni, var siglt með út á Reykjavíkurhöfn til þess að ergja Dani á sínum tíma og úr varð mikil læti og dómsmál í kjölfarið.  Ég held að þetta hafi verð um 1904, en þá stóð Ísland í baráttu fyrir sínu sjálfstæði.

5.   Þjóðsöngur verður lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar "Ísland er land þitt" en með nýjum texta sem, á sérstaklega að vera fyrir Vestfirði.

6.   Allir sem eru ættaðir eða búsettir á Vestfjörðum eru velkomnir í samtökin og það sama á við um alla, sem vilja efla byggð á Vestfjörðum og forða stórslysi eins og allt stefnir í með þessa olíuhreinsistöð.  Það er hægt að skrá sig í samtökin með því einu að skrifa nafn og heimilisfang og símanúmer í athugasemdunum við greinina "Björgum Vestfjörðum"  Einnig er hægt að hringja í mig eða senda mér tölvupóst og eru allar upplýsinga að finna á forsíðunni.

Ákveði var að stofna samtök fyrir baráttunni um sjálfstæði Vestfjarða og er ég að leita að góðum stað til að halda fundinn á. Þá var einnig ákveði að leggja fram tillögu á fundinum að nafni sem yrði  BBV-samtökin sem á að þýða "Bloggarar bjarga Vestfjörðum"

Ef einhverjum hefur dottið í hug að þetta væri eitthvað grín þá skal það tekið skýrt fram að hér er FULL ALVARA Á FERÐ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér hefur aldrei verið grín í hug þegar ég hef rætt þessi mál.  Fullkomin alvara í þessu hjá mér.  Við myndum svo sannarlega lifa af, og það góðu lífi. Áfram BBV samtök. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það virðist nú bara vera þannig Ásthildur, að ef eitthvað á að gera af vit í þessu landi.  Þá er oft eins og fólk haldi að um grín sé að ræða og ástæðan er sú að fólk er orðið svo vant því, að hér gerist ekkert nema rugl og þvæla.

Jakob Falur Kristinsson, 5.3.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Þú er duglegur og ég styð þig heilshugar. Vestfirðingar eru búnir að líða nóg gagnvart stjórnvöldum eins og t.d. gagnvart kvóta en gjöfulustu miðin eru fyrir utan Kjálkann okkar. Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er sennilega rétt, en ég setti inn hjá mér hugleiðingu síðan 2001, um Niceland. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Halla Rut

Ég styð ykkur 100% og mér finnst þetta frábær hugmynd.

Hvað með virðisaukaskatt? Hann ætti að vera 0 % á matvælum og barnavörum en 15% (eins og allur annar skattur) á allt annað.  

Halla Rut , 7.3.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Sem 75% vestfirðingur styð ég þessar hugmyndi heilshugar. Gæti d.t. vel hugsað mér að verða heilbrigðis- og velferðarráðstjóri.

Júlíus Valsson, 7.3.2008 kl. 16:42

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það eina sem ég fer frammá er að fundur þessi verði haldinn á Vestfjörðum! Annað væri hjákátlegt. Einnig þætti mér fráleitt að stjórnarmenn fríríkisins væru búsettir annarsstaðar en á Vestfjörðum! Að öðru leiti styð ég hugmyndina fyllilega og vil bæta því við að Vestfirðingar ættu þá að gefa smábátaveiðar frjálasr í sinni lögsögu en banna togaraveiðar.

Upp með Fríríkið!

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 16:52

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Go West!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.3.2008 kl. 17:04

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Við sem búum ekki á Vestfjörðum getum verið launalausir sendiherrar fyrir ykkur. Ég bý á Vopnafirði og get verið launalaus sendiherra á Vopnafirði. Ég er 50% Vestfirðingur og er hreykin af uppruna mínum þaðan. Sammála Jóhönnu = Go West.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:54

10 Smámynd: Halla Rut

Ég vil vera launalaus sendiherra í Reykjavík.

Halla Rut , 7.3.2008 kl. 18:05

11 identicon

Ég er algjörlega sammála þessu að bjarga Vestfjörðum. Eftir að hafa eitt mörgum sumrum mínum bæði í Dýrafirði og Arnafirði á þeim stöðum þar sem á að setja upp Olíuruglið. Þetta er vitleysa út í eitt hvers vegna að gera þetta.

Hinn mikli sendiherra vestfjarða í London.

Auður Þorleifsdóttir 7.3.2008 kl. 19:37

12 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég  mæli með að strandlengja Íslands verði fundin og deilt með strandlengju Vestfjarða til að finna fiskveiðikvótann fyrir þetta nýja ríki.

Ég vona að ég verði gjaldgengur í samtökin, Catalínu módelið á myndinni er af flugbátnum Vestfirðingi. 

Sturla Snorrason, 7.3.2008 kl. 20:55

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Halla Rut ég þakka þér fyrir gott boð sem sendiherra og verður það örugglega vel þegið.  En þú varst að spyrja um skatta, þá er því til að svara að núna þegar allt verður sett á fulla ferð í að útbúa lög og reglur þá verður þetta auðvitað skoðað vel og vandlega en okkur sýnist að það ætti að vera auðvelt að hafa skatta á öllum vörum sem fólk þarf að nota sér og sínum til framfærslu 0,00.  Það byggost á því að hafa þetta frí-ríki og tekjuskatt 15% því öll þau störf sem við teljum okkur geta náð í til Vestfjarða verða hálaunastörf.  En nú þarf að hefjast handa og koma þess vel af stað.  Mér finnst alveg frábært að ein lítil hugmynd frá fötluðum öryrkja á gangi hringum Ísland til að safna peningum fyrir sitt vistheimili Sólheima, skuli geta orðið að veruleika.  En þetta kostar mikla vinnu og kjark og af því er nóg til á Vestfjörðum.  Ég var í dag staddur í Reykjavík og þar sem þetta er föstudagur og ég hafði ekki tekið með mér handfrjálsan búnað við GSM-símann og umferðin brjáluð og þar sem ég er með aðra hendina lamaða og síminn stoppaði ekki ég var að nota tækifæri til að stoppa við strætóskýli og víðar til að svara fréttamönnum og sumir vildu að ég svaraði lið fyrir lið öllu sem við höfum sett fram og þetta átti ég að gera í brjálæðri föstudagsumferð í Rvk.  En fyrr skal ég dauður liggja, en að gefast upp núna.  Ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og þetta skal verða framkvæmt.  Sturla, þú ert auðvitað velkomin í hópinn, það er löngu kominn tími til að hrista hressilega upp í þessu þjóðfélagi.

Jakob Falur Kristinsson, 7.3.2008 kl. 22:39

14 identicon

Ég sæki bara hérmeð eftir því að fá búsetuleyfi í fríríkinu. Finnst þetta frábær hugmynd hjá ykkur auðvitað eiga vestfirðingar að fá að stýra eigin atvinnuuppbyggingu eins og allir aðrir. Er mikill stuðningsmaður þess að samfélög og fólkið sem þeim býr fái að ákveða og taka ábyrgð á samfélaginu sjálft. Hver veit nema maður geti hugsað sér að flytja aftur á skerið ef til er vestfirkst fríríki. Býð fram krafta mína við landkynningu hér í Bretlandi. Endilega sendið mail á mig ef ég get aðstoðað.

Atli Þór Fanndal 7.3.2008 kl. 22:53

15 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þarna verða allir velkomnir bæði til bússetu og sem ferðamenn.  Það hefur t.d. komið fram hugmynd að bora niður í Látrabjarg og koma þar fyrir útsýnis palli úr sterku gleri og koma einnig fyrir veitingaaðstöðu.  Slíkt mætti einnig gera við fleiri staði t.d. Horbjarg, Hælavíkurbjarg og á fleiri stöðum.  Þannig að möguleikarnir eru miklir ef vel er skoðað, en því miður virðist að allar opinberar aðgerðir í atvinnumálum beinast að stóriðju með tilheyrandi mengun.  Nú er veifað framan í Vestfirðinga olíuhreinsistöð með 500 störfum og ráðamenn á Vestfjörðum gleypa þetta hrátt.  Ef eitthvað á að gera af viti er það talið rugl, en ruglið og vitleysan fá hæstu einkunn.

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband