Allt eitrað

 Breskt blað segir í dag, að íslensk stjórnvöld berjist nú á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir hrun efnahagslífsins. Segir blaðið, að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á lausafjárkreppunni og haft er eftir sérfræðingi að landið sé nú meðhöndlað eins og það sé eitraður vogunarsjóður.

Ekki er ástandið gott ef allt er orðið eitrað og Ísland orðið stórhættulegt.  Þá er nú réttast að losna frá þessu auma landi, sem stjórnað er af misvitrum mönnum.


mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Jakob, gleðilega páskahátíð.  Ísland er ekki bara eitrað fjármálalega heldur líka stjórnmálalega.  Ísland er eitrað af spillingu sem þjóðin hefur kosið yfir sig aftur og aftur.  Yfirvöld virðast ekki vita hvað gera skal við þessar aðstæður.  Heimilin í landinu fá svo sannarlega að blæða fyrir og ég hugsa með hryllingi þegar landsmenn fara að missa eignir sína til bankanna.  Hér er allt að hækka og ávinningur samninganna hefur verið etinn upp.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 23.3.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Jakob minn
Algjörlega sammála því sem Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar.

Það á að ráða menntaða fagmenn í stöður Seðlabankastjóra.
Gleðilega páska
Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já stjórnendur í dag er samansafn af einkavina-og ættarvæðingu, sem hefur hvergi kunnað góðri lukku að stýra.  Vonandi fer fólk að vakna og kjósa þetta lið burtu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 14:32

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sæl Ásthildur, ég er líka sammála henni Ásgerði Jónu, og það eina sem þeim datt í hug sem öllu ráða, var að hækka vexti í öllum þessum vandræðagangi.  Því miður virðist fólk vera algerlega blint þegar kemur að stjórnmálum og kýs aftur og aftur yfir sig sömu vitleysingana.  Davíð Oddsson á að senda til Rússlands, því þar eiga hans kenningar heima og þar á hann líka skoðanabróður, sem er Pútín.  Þeir bæði hugsa eins og vilja stjórna eins og eru báðir jafn spilltir.

Jakob Falur Kristinsson, 26.3.2008 kl. 15:15

5 identicon

Sæll Jakob.

Árið1984 kom ég með þá hugmynd,

að við skyldum fá okkur ofur menntaða þýska fjármálasnillinga og ráða þá í svona 1-3 ár til þess að redda ríkinu og vinna svo eftir þeirra tilsögn.

En þetta með fréttirnar réttar og rangar þær verða það á meðan við lifum.

Lifðu heill.

Þórarinn Þ Gíslason 27.3.2008 kl. 06:25

6 identicon

Það er margt að varast og því miður er ekki leyft að kjósa menn - heldur flokk - þá er svo erfitt að ná bara þessu bestu sem maður vill í stjórn.

Guð blessi þig og umvefji Jakob!

Ása 27.3.2008 kl. 22:24

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Sammála frænku minni Ásu Grétu sem er Vestfirðingur og ólst upp á Barðaströnd. Móðurætt hennar er héðan frá Vopnafirði. Pabbi og amma hennar voru systkini.

Ég hef oft hugsað um að fá að velja fólk en ekki flokk fyrir hreppskosningar. Stundum ákveð ég að kjósa flokk, betri stefnuskrá en hjá hinum flokkunum en  ég er  ekki ánægð með einhvern sem er ofarlega á listanum. Þetta er ergilegt. 

Ég hefði viljað sjá t.d. 15 aðila á lista og svo get getur hver og einn valið og sett númer við þá sem hverjum og einum hugnast. Sett 1,2,3 við t.d. 5 manns. Svo yrði framhaldið þannig að þeir sem fengu flest atkvæðin í 7 efstu sætunum réttkjörnir hreppsnefndarmenn næstu 4 árin. Þetta er miklu lýðræðislegra en núverandi kerfi.  Ég þoli ekki meirihluta og minnihluta í litlu byggðalagi eins og hér.

Hér eru 7 manns í hreppsnefnd og núna eru þrír sem eru í minnihluta og ekki eins vel nýttir fyrir vikið út af þessari þvælu með meirihluta og minnihluta. Lítið byggðalag þarf á öllum sínum fulltrúum að halda til að berjast fyrir byggðalagið.

Hér ríkir einræði Framsóknarmanna og Samfylkingarinnar sem fóru í eina sæng saman fyrir næstsíðustu kosningar. Framsókn er með bókstafinn B og Alþýðubandalagið sáluga var með bókstafinn G. Úr varð kosningarbandalag G og B. Einhver hugmyndaríkur fann upp KGB um þetta einræðisbandalag.

Berjumst fyrir lýðræði.

Áfram Vestfirðingar.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.3.2008 kl. 13:24

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þórarinn,

Frjálslyndir voru ekki taldir stjórntækir vegna þess að sá flokkur er ekki nógu spilltur og vill standa við þau loforð, sem gefinn voru fyrir síðustu kosningar.

Jakob Falur Kristinsson, 29.3.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband