Ekki alltaf slæmt að vera öryrki

Nú er nokkuð ljóst að góðærið sem verið hefur hér í mörg ár er búið og framundan eru gjaldþrot fyrirtækja og sameiningar, sem þýða uppsagnir á fólki.  Allt launaskrið er úr sögunni í bili og jafnvel atvinnuleysi hjá fjölda fólks.  Þeir sem, áður áttu auðvelt með að fá milljón á mánuði verða nú að sætta sig við að vinna eftir umsömdum launatöxtum.  Milljónin eða ein kúla eins og talað er um í dag í laun á mánuði verður kannski að 200-300 þúsund, og í haust má búast við að talsvert margir verði komnir á atvinnuleysisbætur en þær eru í dag kr. 136.023,- á mánuði fyrir hvern einstakling og svo er greitt kr. 7.550,- fyrir hvert barn sem viðkomandi hefur á framfæri.  Þannig að hjón með tvö börn gætu fengið í heildina kr. 287.146,- á mánuði og síðan er tekinn af þessu skattur 35,72% = kr. 103.568,- og 4% í lífeyrissjóð kr:11.485,- er því útborgað kr: 172.083,-.  Ég er hræddur um að margir eigi erfitt með að aðlaga sig að þessu og lífið verði erfitt hjá mörgum og fólki finnist það ekki geta veitt sér eitt eða neitt.  Sem sagt hörmungarlíf og Visareikningar munu hrúgast upp ógreiddir og yfirdráttarlán verða óviðráðanleg.  Því miður er þetta sú framtíð sem blasir við mörgum í haust og næsta vetur.

Það er annað mál með okkur öryrkjana, við erum vön svona lífi að hafa ekki efni á einu né neinu og í byrjun hvers mánaðar verður að gera fjárhagsáætlun og velta hverri krónu vel fyrir sér áður en henni er eytt.  Ég t.d. hef ekki getað keypt mér ný föt, skó eða annað síðan ég varð öryrki eða farið út að borða.  Að ég talin nú ekki um ferðalög eða einhverjar skemmtanir, sem kostar peninga.  Allt verður að skera niður en það er þó huggun harmi gegn að þetta venst en tekur samt þó nokkur tíma.  Ég var svo heppinn (ef heppni má kalla) að lenda í slysi út á sjó, sem gerði mig að öryrkja og fékk því talsverðar slysabætur og gat keypt mér íbúð og bíl og átti talsverðan varasjóð eftir, en þar sem ég var vanur góðum tekjum sem vélstjóri á fiskiskipum tók það mig næstum heilt ár að venjast þessu nýja lífi þ.e. sem öryrki svo varasjóðurinn var fljótur að fara.  En nú er ég orðinn nokkuð sjóaður í þessu og lifi þokkalegu lífi.  Það er svo margt sem breytist, nú hirði ég t.d. tóma kókdós eða gosflösku, sem einhver hefur kastað frá sér en hér áður datt mér það ekki í hug heldur kastaði slíku í ruslið.  En hver dós er 10,- króna virði í endurvinnslu.  Þótt ég tali um að ég lifi þokkalegu lífi er ekki þar með sagt að ég sé ánægður með það eða sáttur við mitt hlutskipti í lífinu í dag.  En ég get bara akkúrat ekkert gert til að breyta því og því sem maður getu ekki breytt verður ma'ður einfaldlega að sætta sig við.

Nú má enginn taka þessi skrif mín þannig að ég sé ánægður yfir því að fólk skuli missa vinnuna eða lækka í launum, þvert á móti er ég bara að benda á staðreyndir sem blasa við. Atvinnulaust fólk hefur þó það fram yfir okkur öryrkjana að það hefur það sem er dýrmætast af öllu, sem er góð heilsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Kvíði því þegar atvinnuleysis verður að raunveruleika hér og kannksi  komið til að vera strax í haust. Það verða viðbrigði fyrir marga að lifa á atvinnuleysisbótum.

Þessi ríkisstjórn hefur algjörlega klúðrað sínum málum.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Rétt hjá þér Rósa, það er líka alvarlegt að það hefur alist upp heil kynslóð í okkar landi, sem þekki ekkert nema góðæri og að allstaðar sé hægt að fá vinnu.  Þessi kynslóð hefur líka vanist því að það skiptir engu máli hvernig viðkomandi stendur sig í sinni vinnu.  Því ef eitthvað er fundið að þá er bara labbað út of fundinn nýr vinnustaður.

Jakob Falur Kristinsson, 6.7.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband