Frábær grein

Urður Ólafsdóttir skrifaði frábæra grein í Fréttablaðið í dag um kvótakerfið.  Ég hvet alla sem hafa áhuga á sjávarútvegsmálum að lesa þessa grein.  Í umfjöllun sinni um kvótakerfið er hún að velta því fyrir sér hverjir öfluðu veiðireynslunnar sem kvótinn byggist á.  Urður var gift Sigurði Bjarnasyni skipstjóra sem lést langt um aldur fram en Sigurður Bjarnason var mikill aflamaður og var skipstjóri á bátum frá Bíldudal og Tálknafirði, en síðustu árin var hann skipstjóri á línuskipinu Orra ÍS frá Ísafirði og var mjög oft aflahæstur á Vestfjörðum.  Þannig að Urður Ólafsdóttir þekki þessi mál mjög vel,  Nú er hún að kalla eftir samstöðu og spyr hvar eruð þið, sjómenn og sjómannskonur og spyr Hvað með ykkur sjómenn ætlið þið ekki að berjast fyrir ykkar rétti og segir síðan

"Þið megið ekki skilja þrjá eða fjóra sjómenn eftir í baráttunni fyrir rétti ykkar allra.  Þetta er réttur sem hetjur hafsins sem horfnir eru börðust fyrir og þið búnir að láta ræna af ykkur"

Hún minnist einnig á þegar allur síldarflotinn sigldi í höfn 1967 og aftur 1975 og í bæði skiptin höfðu sjómenn sigur í ákveðnum deilumálum.

Ég er sannfærður um að þessi grein Urðar á eftir að skipta sköpum varðandi kvótakerfið og ég held að Einar K. Guðfinnsson ætti að drullast til að skipa þá nefnd sem samið var um í stjórnarsáttmálanum og átti að endurskoða kvótakerfið.  Það þýðir ekki lengur Einar Kristinn að segja bara að það verði gert á kjörtímabilinu.  Ef tekst að virkja alla þá sem Urður telur upp, sem eru sjómenn,sjómannskonur fiskvinnslufólk og áhugafólk um réttlátt kvótakerfi, þá væri komið slíkt afl að kvótakerfinu yrði breytt strax.  Grein Urðar er á bls. 27 í Fréttablaðinu 17. júlí.

Urður Ólafsdóttir þú ert hetja.

Ég vil þakka Urði Ólafsdóttur fyrir þessa frábæru grein og vona að hún komi nú til liðs við okkur hér á blogginu því hún er greinilega mjög góður penni.  Það verður frábært í sögu þjóðarinnar að þegar allir læddust með veggjum og nöldruðu um ranglæti kvótakerfisins að þá skuli koma sjómannsekkja og hrista rækilega upp í öllu saman.  Enda bjó hún lengst af sinni ævi á Vestfjörðum og maður hennar var Bílddælingur eins og svo margt gott fólk t.d. ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir að birta þetta, sá ekki blöðin.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jakob, ég er sammála þér að þetta voru orð í tíma töluð.

Annars er ég fullur bjartsýni á að hann Ásmuundur fekki kvótakerfið.

Hvernig er stemningin annars í Sandgerði? 

Sigurður Þórðarson, 18.7.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sjómenn hér styðja auðvita Ásmund, en annar er talsvert skrýtið að eftir að Miðnes hætti þá er eins og hinn almenni borgari hugsi lítið um sjávarútveg og sjósókn.

Jakob Falur Kristinsson, 18.7.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband