Bubbi

Bubbi Morthens.  Fylgdarlið Bjarkar Guðmundsdóttur skýtur föstum skotum að Bubba Morthens á bloggi sínu.

Ég las þetta viðtal við Bubba og skil ekki öll þessi læti.  Hann var ekkert að tala um að hann væri fátækur heldur sagðist hann vera ágætlega settur þótt hann hefði tapað á hlutabréfum.  Hins vegar var hann að benda á hve víða á Íslandi er mikil fátækt og því þyrfti að breyta og taldi að það ætti að hafa forgang fram yfir náttúruvernd.  Enda alveg rökrétt því hvers virði er ósnortin náttúra ef margir geta ekki notið hennar sökum fátæktar.   Bubbi var á engan hátt að gera lítið úr þessum tónleikum, heldur sagði aðeins að hann vildi frekar sjá fólk berjast gegn fátækt en náttúruvernd það væri mikilvægara.

Nú stendur til að byggja álver á Bakka við Húsavík og hvort heldur nú fólk að atvinnulaus maður á Húsavík kjósi heldur að fá vinnu í álveri eða sitja heima á atvinnuleysisbótum og berjast við fátækt, þótt hann gæti hlustað á tónlist þessa fólks heima hjá sér.  Þótt Bubbi hafi ekki sagt það , þá ætla ég að segja það um Björk og SigurRós að ég get ekki kallað þetta tónlist sem þetta fólk er að flytja bara öskur og vein út í loftið.  Bubbi er aftur á móti tónlistarmaður af lífi og sál.


mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er jú svo sárt að heyra sannleikann, snýst þetta ekki um það. Mér fannst viðtalið bara fínt. Svona er Bubbu.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.7.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú Þóra sumir vilja ekki viðurkenna að mikil fátækt er í landinu af því þeir hafa það svo gott sjálfir.  Bubbi segir hlutina eins og þeir eru og er sama þótt einhverjum sárni.

Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þetta er mikið rétt hjá þér. Það þarf að forgangsraða í þessu þjóðfélagi. Fólk á að vera í fyrirrúmi.

Bubbi er að mínu mati miklu flottari söngvari en Björk. en það er jú bara mín skoðun.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.7.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvers virði er ríkidæmi ef landið er farið? Auðvitað er mikilvægt að enginn íslendingur þurfi að lifa undir fátækramörkum, en þau voru að mótmæla gegndarlausum árásum á landið okkar. Þau eiga heiður skilinn. Hann er þekktur listamaður. Af hverju setur hann ekki upp hljómleikana sem hann er að tala um?

Hver býr til betri tónlist hefur svo ekkert með þetta að gera, enda er það misjafnt eftir því hvern þú spyrð.

Villi Asgeirsson, 21.7.2008 kl. 14:34

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fátækt fólk lifir ekki á náttúrunni þótt fögur sé og ómenguð.

Jakob Falur Kristinsson, 22.7.2008 kl. 06:21

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er rétt. Ríka fólkið gerir það eftir að hafa virkjað hana.

Villi Asgeirsson, 22.7.2008 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband