Siggi Ben

Þegar ég var að alast upp á Bíldudal, bjó þar maður að nafni Sigurður Benjamínsson og alltaf kallaður Siggi Ben og þótti talsvert gott að fá sér í staupinu.   Kona hans Guðrún Sölvadóttir var kölluð Gunna Sölva.  Siggi Ben var húsasmíðameistari og byggði mikið af húsum á Bíldudal um miðja síðustu öld en seinni árinn vann hann á verkstæði sínu og smíðaði líkkistur.  Gunna Sölva þurfti að tala mikið og kunni alltaf nýjustu kjaftasögur og allar hennar frásagnir voru talsvert ýktar.

Þegar Siggi Ben varð 75 ára ákvað Gunna að halda mikla veislu og fékk margar af sínum vinkonum til að hjálpa sér að baka bæði brauð og kökur.  Gunna Sölva var vön að heimsækja nágrannakonu sína snemma morguns og færa henni nýjustu fréttir.

Daginn eftir afmælið mætti Gunna ekki í morgunkaffið hjá nágrannakonunni en birtist um hádegið og var þá mikið niðri fyrir.  Hóf hún nú að segja frá afmælisveislunni og sagðist aldrei hafa átt von á slíkum fjölda.  Útihurðin var eins og blævangur og féll aldrei að stöfum allan daginn.  Hún sagðist aldrei hafa lent í öðru eins og kökurnar og brauðið hvarf stöðugt ofan í gestina uns allt var orðið tómt, þrátt fyrir að hún hefði verið búinn að úrbeina tvö læri og sjóða til að eiga til vara sem álegg. En það sem bjargaði málunum var að ein vinkona hennar átti til nokkur brauð og fjögur úrbeinuð læri en það var allt borðað líka.  Ekki hafði hún tölu á öllum gestafjöldanum því atið var svo mikið.  Hún sagðist bara ætla að vona að hann Siggi sinn yrði dáinn áður en kæmi að næsta stóraafmæli, en þegar síðasti gesturinn fór og lokaði á eftir sér var ekki hægt að opna útidyrnar, því að í öllum látunum höfðu lamirnar á hurðinni hitnað svo mikið að þegar lokað var síðast bráðnuðu þær fastar.  Þess vegna hefðu þau ekki komist út fyrr en um hádegið.  Ég hefði aldrei trúað sagði Gunna hvað hann Sigurður minn er vinsæll og samt er maðurinn alltaf fullur og síðan dæsti hún yfir öllum þessum ósköpum.

Þegar Siggi Ben var að smíða líkkisturnar þá sópaði hann alltaf öllu saginu í eitt hornið og þar sem ekkert klósett var á verkstæðinu pissaði hann alltaf í hauginn, sem hann notaði síðan til að brenna í ofninum sem þar var til að hafa hita og þegar hann kveikti upp og fór að rjúka upp um skorsteininn þá barst hin hræðilegasta lykt um nágrennið.  Eitt sinn kom Siggi Ben heim með vínflösku en Gunna harðbannaði að honum að snerti á henni inn í húsinu svo hann fór út aftur með flöskuna en kom ekki heim aftur og Gunna var viss um að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir manninn og fékk hóp af mönnum til að leita en það var eins og jörðin hefði gleymt hann.  Hann fannst hvergi og engin hafði séð hann.

 Þá datt leitarmönnum í hug að athuga á verkstæðinu en þar sást hann ekki heldur aðeins nokkrar líkkistur í röð.  Þá dettur einum í  að opna kisturnar og viti menn í einni lá Siggi Ben steinsofandi og tóm vínflaska við hlið han og þegar hann var spurðu hvað hann væri að gera þarna svaraði Siggi Ben;

"Nú veit ég hvernig þeim líður sem eru jarðaðir í mínum líkkistum og fara til himna".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband